Fálkinn


Fálkinn - 28.03.1962, Page 24

Fálkinn - 28.03.1962, Page 24
FÁLKINN i dagf Tímarnir breytast og blöðin með. Fyrir rúmu ári síðan var FÁLKANUM, fyrsta mynd- skreytta vikublaðinu á Islandi og algerum b rautryðjanda, gjörbreytt, bæði broti hans, efni og útliti. Blaðið hlaut strax miklar vinsældir og hefur síðan verið í stöðugri sókn og gerist æ skæðari keppinautur á sviði vikublaða hérlendis. Samkvæmt óteljandi bréf- um og upphringingum hefur fólki fallið bezt í geð, hversu skemmtilegt efni FÁLIÍINN fiytur og einnig hversu mikið innlent efni er í hverju blaði. FÁLKINN flytur að jafn- aði helmingi meira innlent efni en nokkurt annað vikublað hér á landi og það sem meira er: efnið er ævinlega eins nýtt og ferskt og frekast er unnt. Þess er skemmst að minn- ast, að tvívegis hefur FÁLKINN flutt lesendum sínum myndir og frásagnir af atburðum daginn eftir að þeir gerðust og var þá unnið stöðugt alla nóttina bæði á ritstjórn og í prentsmiðju. Þess má geta til gamans, að samkvæmt útreikningum vikublaðs nokkurs er aukning FÁLKANS á einu ári 2000%. Lesendur, sem fá FÁLKANN í hendur vikulega og lesa hann sér til óblandinnar ánægju og geta ekki án hans verið, gera sér sennilega ekki grein fyrir, hvílík vinna liggur að baki einu tölublaði af FÁLKANUM. Og sennilega vita þeir heldur ekki hverjir það eru, sem vinna blaðið. Þess vegna viljum við í tilefni afmælisins kynna lesendum lítillega fólkið sem stendur á bak við FÁLKANN, og birtum myndir af því á næstu fjórum síðum. Pökkun og dreif- ing FÁLKANS gerist æ umfangs- meiri með stöðugt vaxandi upplagi. Myndirnar eru af starfsfólki afgreiðslunnar: — Laufeyju Pálsdótt- ur (til vinstri) og Þóru Helgadóttur (til hægri). 24 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.