Fálkinn


Fálkinn - 28.03.1962, Blaðsíða 30

Fálkinn - 28.03.1962, Blaðsíða 30
ÍSLENZKIR FRAMKVÆMDAMENN A A ASISJORN SIGURJONSSOIM A ALAFOSSI íslenzkt sjálfstæði vár ekki endur- reist með skáldskap og hvatningarorð- um eingöngu. Fyrir tveim öldum tæp- um reyndu íslenzkir menn að heíja ís- lenzkan iðnað í landinu. Skúía Magnús- syni var ljóst að þjóðin mundi aldrei endurheimta sjálfstæði sitt nema hún gæti unnið sjálf úr eigin hráefni. Öllum er kunnugt hvernig Innréttingarnar liðu undir lok, harðæri, óáran, skilnings- leysi og mótspyrna danskra kaupmanna urðu yfirsterkari. Danskir kaumenn spilltu vísvitandi hinni íslenzku framleiðslu, settu ónýt litarefni í ullina o. s. frv. Þegar kvartað var undan vörunni í Kaupmannahöfn höfðu þeir svarið á reiðum höndum: „Þetta er íslenzkur iðnaður." Fjöldi manna hafði atvinnu af Inn- réttingum Skúla meðan þær voru við lýði. Einn þeirra var Hans Hansson vefari. Ásamt öðru fólki missti hann brauð sitt þegar vefstólarnir höfðu sungið sitt síðasta vers. Skyldi hann hafa órað fyrir því að afkomendur hans í fjórða lið, í beinan karllegg, ættu eftir að fá hingað til lands stærsta vefstól á Norðurlöndum, vef stól sem getur ofið 75 metra af gólf- teppi á sólarhring? Hætt er við að Hans Hansson vefari hefði rekið upp stór augu ef hann mætti líta úr gröf sinni í dag og fylgjast með afkomanda sínum, Ásbirni Sigurjóns- syni, um verksmiðjubáknið á Álafossi þar sem framleiddar eru vörur úr ís- lenzkri ull fyrir allt að 70 þúsund krón- ur á sólarhring þegar bezt gengur. Út- lendingar sem handfjatla værðarvoðir, ferðateppi, gluggatjöld, gólfteppi og trefla frá Álafossi, eiga það til að taka sér í munn sömu orð og dönsku kaup- mennirnir forðum: „Þetta er íslenzkur iðnaður!" En tónninn er annar. Nóttin grúfir yfir Mosfellssveit en þorpið á Álafossi vakir. Ljós loga í hverjum glugga í stóra verksmiðju- húsinu, kynt er undir katli sem mundi sóma sér í togara, risastórir vefstólar syngja sinn látlausa söng, mörg hundr- uð spólur snúast í spunavélunum, og það kraumar og vellur í tröllslegu ull- arþvottarkeri. Dag og nótt vinna þarna á annað hundrað manns að því að breyta ís- lenzkri ull í ýmiskonar vefnað, föt og gólfteppi. í verksmiðjunum eru 57 vélar. Allt það fólk sem starfar við Ála- foss verksmiðjuna á heimili sitt á staðn- um. Þarna hefir myndazt þorp. Fólkið býr í snotrum íbúðarhúsum. vestan ár innar eru 5 ný hús í smíðum. Verk- smiðjan rekur mötuneyti, barnagæzlu, vélaverkstæði, sundhöll og böð, frysti- hús, rafstöð, bílaverkstæði og hefur meira að segja sitt eigið slökkvilið. Þarna er í mörg horn að líta og margs að gæta. Vélarnar þurfa sína umönnun og mannfólkið einnig, afla þarf hrá- efnis og koma vörunni á markað, fylgj- ast með nýjungum í fram]eiðslunni og þreyta þrátafl við skriffinnskuvaldið. Unga stúlkan, sem vefur að sér háls- treflinum, og húsbóndinn, sem skálm- ar yfir nýja gólfteppið sitt, gerir sér ef til vill ekki ljósa grein fyrir því, 30 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.