Fálkinn


Fálkinn - 28.03.1962, Blaðsíða 36

Fálkinn - 28.03.1962, Blaðsíða 36
VOLKSWAGEN ER 5 MANNA BÍLL CN3 C/3 í*3 P ö > X < sc S N3 > |san| ALLTAF FJÖLGAR VOLKSWAGEN ALLTAF FJÖLGAR VOLKSWAGEN ö < CSI c- ac > »T1 33 m C/a O -3 C co c*> ~4 tn VOLKSWAGEN ER FJÖLSKYLDUBÍLL GABRIELA Frh. af bls. 29. neitt. Meðan Bettina kom bílnum fyrir, kom Minna út á tröppurnar og leit spyrjandi á Bettinu og börnin tvö —¦ Við erum glorhungruð og viljum gjarnan fá eitthvað gott að borða, sagði Bettina. — Ég hef þegar lagt á borðið, sagði Minna. — Þú verður að vera svo góð og hafa mig afsakaða, sagði Doris. — Ég ætla að fara strax upp og leggja mig. Mér líður ekki rétt vel. — Allt í lagi, svaraði Bettina. — Þá geturðu tekið einn disk í burtu, Minna. Hún gekk inn til sín og systkinin tvö voru ein um stund. Doris vatnaði músum. — Ég skal tala við mömmu, sagði Wolfgang hughreystandi. — Pedro er aldeilis prýðilegur náungi. — Hvað ætli það gagni svo sem, hnus- aði Doris. — Pedro er þegar farinn og kemur aldrei aftur. Mexico er svo óra- langt í burtu. •—¦ Lofaði hann ekki að koma? — Jú. — Þá kemur hann líka. Hann svíkur áreiðanlega ekki það, sem hann hefur lofað, sagði Wolfgang. Hann fylgdi systur sinni til herbergis hennar og reyndi að uppörva hana eins og honum var unnt. Þegar Doris var orðin ein, varð hún skyndilega gripin eirðarleysi og óróa. Það var eins og hún sæi nú herbergi sitt í fyrsta sinn, — eins og hún ætti ekki heima þarna lengur. Hún hugsaði stöðugt um Pedro. Hún fékk innilokunarkennd, gekk að glugg- anum og opnaði hann upp á gátt. Hún hallaði sér út um hann og teygaði að sér svalt næturloftið. Hávaðinn frá miðbænum var eins og tónlist í fjarska. Nú var Pedro á leið til Stuttgart____ Nei, hún gat ekki þolað þetta lengur. Hún varð að fara út .... Hún læddist niður stigann. Það marr- aði í þungri eikarhurðinni, þegar hún opnaði hana. Nokkrum sekúndum síðar var hún horfin út í nóvembermyrkrið. —o— Við matborðið ræddu þau lengi saman Wolfgang og Bettina. Wolfgang dró fram allar þær góðu hliðar á Pedro sem hann vissi um, en álit Bettinu á honum var stöðugt hið sama. Hún gat ekki gleymt örlögum Maríu forðum----- — Við sjáum hvað setur, sagði Bett- ina loks. — Það er hugsanlegt að Pedro missi áhugann og .... ef til vill gleym- ir Doris honum með tímanum ... — Þú vonar það, sagði Wolfgang bit- ur, — en ég held að sú von þín rætist ekki. Ég þekki nefnilega Doris. Með sjálfum sér hugsaði hann: í öll þau ár, sem þú varst fjarverandi skiptir þú þér ekkert af okkur. Síðan þú komst heim, viltu að við lútum þínum vilja í einu og öllu. En hann sagði ekkert. Þau þögðu bæði um leið og þau stóðu upp frá borðum. Wolfgang kyssti móð- ur sína á kinnina og fór upp. Nokkru síðar, þegar Bettina fór til íbúðar sinnar, kom hún við hjá Doris. Hún barði að dyrum, en enginn svaraði. Hún fékk ákafan hjartslátt. Hún opnaði dyrnar. Herbergið var tómt. Hún fór til Minnu. Hvort hún vissi, hvar Doris væri? Nei, aldrei þessu vant, hafði Minna ekki hugmynd um það. Bettina fór um allt húsið. Hún læddist meira að segja niður í apótekið og inn í vinnuherbergi Julians. En Doris var hvergi sjáanleg .... (Framhald í næsta blaði). GÍMGE- — Jú, sjáöu til: Þannig er mál með vexti, aö ég á mjög marga kunningja og stundum lána ég þeim bœkur. 36 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.