Fálkinn


Fálkinn - 28.03.1962, Blaðsíða 37

Fálkinn - 28.03.1962, Blaðsíða 37
Fimmtugui* aíreksmaðnr Frh. af bls. 20 kom saman um, að Jóhannes væri sterkastur þeirra, er þarna áttust við. Svíanum var dæmdur sigurinn, en það fréttist ekki fyrr en á eftir, að Jóhannes hafði beinbrotn- að í byrjun atrennunnar og glímt með brotið viðbein í 18 mínútur. Fram til þessa tíma hafði Jóhannes aðeins fengizt við landa sína. En á Olympsleikj- unum gafst honum tækifæri á að reyna sig við fremstu íþróttamenn frá flestum lönd- um heims. Og árangurinn varð sá, að það má teljast slysni, að hann varð ekki heimsmeist- ari í grísk-rómverskri glímu á Olympsleikjunum 1908. Upp frá þessu fer Jóhannes að hugsa fyrir alvöru að gera íþróttirnar að atvinnu sinni. í skammdeginu 1908 leggur hann af stað með fámennan hóp og 500 kónur í peningum. Fyrst er haldið til Englands. Þar er sýnd íslenzk glíma og catch-as-catch can (fjölbragða- glíma, sem Jóhannes kallar). Jóhannes auglýsti, að hann greiddi hverjum manni 1000 krónur, sem gæti staðizt sig í fimm mínútur. Urðu nú margir til að reyna, japanskir glímumeistarar, brezkir glímumeistarar, áflogamenn og kraftajötnar frá öllum heimsins löndum. En það leið ekki á löngu áður en Englend- ingar slógu því föstu, að það væri ekki fyrir fjandann sjálf- an að standa Jóh. snúning. í Lissabon bar það við, að dólgur einn kom hnífslagi á Jóhannes á sýningu og stakk hann gegnum vinstri höndina. En Jóhannes náði til hans með þeirri hægri, keyrði hann undir sig og kreisti hann svo milli fóta sér, að mann- garminum lá við köfnun. Ruku áhorfendur upp á sviðið og ætluðu að drepa Jóhannes þar sem hann lá með manninn í sannnefndum heljargreipum. En ösin var svo mikil að engin sá hvað fyrir var. Tókst Jóhannesi að smjúga á milli fóta fólksins út af leiksvið- inu. En aumingja maðurinn lá eftir og fékk spörk og högg, sem Jóhannesi voru ætluð, svo að honum lá við bana. Loks var hin fræga viður- - GuS minn góöur. Ekki batnar eign við Pólverjann Wladik Þaö: twist... twist... twist.... 00 Qo/ 77/7 /0 NÁTTCRU G0MM1 rússnesku hjólbarðarnir eru mikið endurbættir og hafa unnið sér, verðugt lof þeirra bifreiðaeigenda sem oft þurfa að aka á misjöfnum vegum eða hreinum vegleysum, slitþol þeirra er ótrúlegt, enda er bæði efni og vinna miðað við að framleiðslan sé betri en áður þekkist. Munið að spyrja þá, sem reynslu hafa af bessum frá- bæru hjólbörðum einmitt hér, við hin erfiðu skilyrði, í landbúnaði, þungaflutning- um og einkaakstri. BETRA VERÐ — MEIRI GÆÐI MARS TRADING COMPANY Klapparstíg 20 - sími 17373. Zbyozky í Lodz. Jóhannes hafði að vanda lagt 1000 kr. undir við hvern sem reyna vildi og höfðu margir orðið til, en Jóhannes hlaðið þeim jafnharðan. Pólverjar eru metnaðarmenn miklir og tók að sárna þetta. Hvern fjand- ann vildi þessi útlendingur upp á dekk? Áttu þeir ekki heimsmeistarann í catch-as- catch can, sjálfan Zbyozky. Það væri bezt að láta Jóhann- es fást við hann og vita hvort ekki lækkaði í honum dramb- ið. Þeir saman. í 36 mínútur áttust þeir við, þar til Jóhann- es bar af heljarmanninum. En nú tók ekki betra við. Múgur- inn ærðist bókstaflega. Þjóð- hetja þeirra lá í valnum eftir hræðilega útreið. Hér varð að koma hefnd. Með ópum og formælingum réðist hamstola fjöldinn upp á leiksviðið og áður en Jóhannes áttaði sig var búið að loka báðum dyr- unum á leiksviðinu og hann kominn í sjálfheldu. En að baki leiksviðsins höfðu verið negldar trégrindur fyrir glugga. Jóhannes tók undir sig stökk, henti sér á grind- urnar og niður. Hljóp síðan eins og fætur toguðu á næsta götuhorn. Upp í sleða og heim í hvelli. Jóhannes stendur út við sal- ardyrnar á Hótel Borg að kvöldi.AIlt í einuheyrðist und- arleg háreysti innan úr saln- um. Það færist glampi í aug- un, ný stæling í sporið og hörkusvipurinn harðnar. Hann hefur eitthvað fyrir munni sér. Ég held, að það sé gamla stefið: Vertu’ ei blauður heldur hetja, hníg ei dauður fyrr en þarft. FALKINN 37

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.