Fálkinn


Fálkinn - 28.03.1962, Blaðsíða 40

Fálkinn - 28.03.1962, Blaðsíða 40
Við prentum fyrir yður mm INGÖLFSSTRÆTI 9 - SÍMI 19443 sagt 4000—5000 raanns. For- sætisráðherra var viðstaddur fyrir hönd stjórnarinnar á- samt frú sinni og dóttur svo og borgarstjóri og frú hans. Þegar Balbo steig á land í Vatnagörðum kynnti umboðs- maður ítölsku stjórnarinnar, Tomassi konsúll hann forsæt- isráðherranum, en dóttir hans færði Balbo blóm, eh síðan kynnti forsætisráðherra hann öðrum viðstöddum. Lék Balbo á als oddi, en gat þess þó, að veðrið hefði verið „terrible"— hræðilegt. Er ráðherrann hinn vasklegasti maður, ör í hreyfingum og glaðlegur. Komu nú ítalirnir í land hver eftir annan, en mannfjöldinn hrópaði húrra fyrir þeim, bæði er þeir komu í land og eins er þeir komu niður að Hótel Borg, en þar hafði fjöldi safnast fyrir utan. ítal- irnir eru allflestir ungir menn og hinn fríðasti hópur. (1933). Sveitasæla Frh. af bls. 21 ingur með fyrstu morgunlest- inni. Sorphrúgan var horfin. Það var eins og kraftaverk hefði gerzt. Og afleiðingin varð sú, að Ágústa varð kyrr. En skrifstofustjóranum var áhugamál að frétta um afdrif kassans. Hann var hálfhrædd- ur um, að hann yrði endur- sendur, þó vitanlega hefði hann ekki tilgreint réttan sendanda á fylgibréfinu. Honum hægði nokkru síðar, er hann las í blaði nokkru auglýsingu frá járnbrautinni um, að stór kassi hefði komið til Hansens nokkurs í Moss og kassinn yrði seldur fyrir áföllnum kostnaði á opinberu uppboði, ef viðtakandi gæfi sig ekki fram innan átta daga. Þar fær einhver góð kaup, hugsaði skrifstofustjórinn. ISLANDSFOR Framhald af bls. 14. Framarar Framh. af bls. 15. Dana og franska herskipinu Pollux, að ógleymdum Lind- bergshjónunum. í því sam- kvæmi skemmtu þau María Markan og Pétur Á. Jónsson með söng og einnig var dans- að. Áður en ríkiserfingi steig á skipsfjöl kom hann heim til forsætisráðherra, sem afhenti honum gjöf frá landinu, svipu eina prýðilega búna, til minn- ingar um heimsóknina. Þrátt fyrir kalsaveður var fjöldi fólks staddur úti við skip, er það fór, sjálfsagt um 3000 manns. Þar söng flokkur þjóð- sönginn að skilnaði, en fyrr um daginn hafði ríkiserfingi hlýtt á söngfólk Sigfúsar Ein- arssonar, þann er söng á mót- inu í Kaupmannahöfn forð- um og stjórnaði þar sjálfur þjóðsöngnum. hafa verið frá byrjun: Pétur M. Hoffmann, Gunnar Hall- dórsson, Arboe Clausen, Gunn- ar Thorsteinsson, Friðþjófur Thorsteinsson, Tryggvi Magn- ússon og Stefán Pálsson. Myndin sýnir kappliðið frá 1914, eins og það var fyrir 18 árum og sýnir myndin marga kunna Reykvíkinga á þeim árum: Talið frá vinstri: Pét- ur M. Hoffmann, Ágúst Ár- mann, Kjartan Ólafsson, Brynjólfur Kjartansson, Gunnar Halldórsson, Hinrik Thorarensen, Gunnar Thor- steinsson, Haukur Thors, Magnús Björnsson, Tryggvi Magnússon, Geir H. Zoéga, Gunnar Kvaran, Sigurður Lárusson, Karl Magnússon og Ólafur Magnússon. (1928). 40 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.