Fálkinn


Fálkinn - 28.03.1962, Síða 41

Fálkinn - 28.03.1962, Síða 41
íml. framkvœmdamenn Fi’amhald af bls. 31. um. Sýnishorn eru athuguð, samning- ar undirritaðir og viðskiptavinirnir snúa ánægðir heim. Ásbjörn hefur byggt sér vandað og smekklegt hús á hæðinni fyrir ofan Álafoss og þaðan sér yfir þorpið allt og fagurt útsýni er út á Kollafjörð. Þegar Ásbjörn hóf smíði hússins var hæðin örfoka melur og fólk hristi höf- uðið yfir þeirri sérvizku að tróna hús- inu svo hátt. Nú grær gras á öllum hólnum og litlar hríslur teygja sig mót sólu. Það er kapítuli út af fyrir sig að Ás- björn tekur virkan þátt í félagsmálum sveitarinnar, er framarlega í samtökum iðnrekenda og alþjóð er kunnugt um afskipti hans af íþróttamálum. Hann vill efla hag Mosfellsveitar sem mest, á t. d. sæti í húsnefnd félagsheim- ilisins að Hlégarði. En það mun vera eina félagsheimili landsins sem rekið er með hagnaði. Ungur tamdi Ásbjörn sér íþrótta- mennsku, þótti góður sundmaður, en hefur einkum getið sér orð í handknatt- leik og er driffjöður þeirrar íþróttar hér á landi. Þá hefur Ásbjörn verið kjörinn í stjórn Félags íslenzkra iðnrekenda og er harðvítugur baráttumaður fyrir efl- ingu þess atvinnuvegs á íslandi. Ýmsum þykir furðulegt hvað mað- urinn getur mörgu annað og í mörgu snúizt, og er á tveimur vígstöðvum ef svo mætti segja Reykjavík og Mos- fellssveit. Liggur því oft mikið við að maðurinn sé fljótur í förum enda segja vinir hans oft í gamni að hann aki á þúsund ■— vel að merkja Dodge-bifreið- inni G-1000. Ásbjörn Sigurjónsson hefur ekki haf- izt af sjálfum sér. Áður en hann fædd- izt hafði faðir hans skipulagt og byggt upp ullariðnaðinn á Álafossi. Hann hóf staðinn til vegs og virðingar. Sigurjón Pétursson varð þjóðkunnur fyrir átak sitt til að efla íslenzkan iðnað. Það var þó langt frá því að vera þægileg skrif- stofuiðja að vera iðnrekandi í þann tíð. Sigurjón fór ríðandi austur allar sveitir í réttir með framleiðslu sína, seldi voðir, band og lopa, en fékk í stað- inn fé á fæti. Fjársafnið rak hann heim að Álafossi, slátraði og seldi afurðirnar. Peningar lágu ekki á lausu í þá daga. Og það er eftirtektarvert að verksmiðj- urnar á Álafossi hafa allt frá upphafi ekki átt yfir rekstrarfé að ræða. Kostn- aður við byggingar og vélakaup hefur hvílt á rekstrinum sjálfum. íslenzkur iðnaður á ekki upp á pallborðið hjá valdhöfunum, segir Ásbjörn Sigurjóns- son og er ekki myrkur í máli. Iðnaður- inn fær litla sem enga úrlausn hjá bönkum og lánastofnunum, hins vegar er hann ótæpt skattlagður af ríkinu. Og iðnfyrirtæki og starfsmenn þeirra borga 60% af útsvörum í Reykjavík. þó er íslenzki iðnaðurinn í harðiá sam- keppni við hliðstæðar greinar erlendis. Öllum ætti þó að vera ljóst, að ísland verður aldrei efnahagslega sjálfstætt nema iðnaðurinn fái að njóta sín. Hér vinnum við þó íslenzkar vörur Kæri Astró. Þakka þætti þína í blaðinu. Ég les þá ávallt. Nú langar mig að fá eitthvað að vita um mína framtíð og sjá hve glöggur þú ert. Er ekki ánægð með lífið, sem stendur. Hve- nær má ég vænta ánægjulegri ævi? Vinsamlega birtu ekki fæðingardag né ár, ef þú sérð þér fært að birta bréf mitt. Una. Svar til Unu. Margt er athyglisvert í korti þínu Þú fæddist þegar sól var 5° í merki Ljónsins og í því merki eru einnig Venus og Neptún. Þú ert því tals- vert sterkt undir áhrifum þess merkis. Það er áberandi hvað fólk er athafnasamt og viljasterkt, sem hefir þessar afstöður í korti sínu, sérstak- lega þegar hin eldmei’kin tvö, Hrútsmerki og Bogamanns- merki eru með plánetum. Það verður því að álítast, að þú sért hinn mesti skörungur og framtakssöm. Það er al- gengast að fólk undir þínu sólmerki sé ekki hamingju- samt í ástum. Stafar þetta af því, að þessi flokkur fólks er sá ástríkasti undir öllum stjörnumerkjunum og eðlilega af þeim sökum hittir sjaldan á sama ástríki og það býr yfir sjálft. Hins vegar ætlast það til að aðrir geti auðsýnt ást í jafn ríkum mæli og það get- ur látið í té sjálft og hér er ein höfuðorsökin fyrir von- brigðunum. Þú ert barngóð ef því er að skipta og kannt vel að fara með börn. Eins og þú hefir ef til vill heyrt, þá voru nokkuð sér- stakar plánetuafstöður í febrú- ar síðastliðnum, þar eð sjö plánetur söfnuðust saman í merki Vansberans. Þetta mei'ki fellur í fimmta hús í stjörnukorti þínu, sem stend- ur meðal annars fyrir ásta- málin. Allar þessar plánetur voru beint gegn plánetum þínum í Ljónsmerkinu og orkuðu því mjög illa fyrir þig. Afleiðingar þessarar afstöðu á ástamál þín mundu að öllum líkindum leysa upp það sam- band sem þú hefur þegar stofnað til í þeim efnum. Þetta þarf ekki að vera bund- ið við febrúar heldur árin umhverfis, þar sem afstöðurn- ar orka bæði aftur fyrir sig og fram fyi’ir sig. Einnig myndi þetta hafa áhrif á vini þína og kunningja og þú hef- ur orðið að stofna til nýrra kynna. Þetta mun valda þér ýmsum óþægindum, en skin kemur ávallt eftir skúr í þess- um efnum sem öðrum. Annars er að eðlisfari erfið aðstaða gagnvart hjónabandi í korti þínu, þar sem Úranus er í húsi giftinganna. Staða hans leiðir venjulega til upplausn- ar hjónabandsins, þegar erf- iðleikar steðja að eða lang- varandi og tíðum aðskilnuð- um, sem leiða síðar til óhjá- kvæmilegs skilnaðar. Þér er því ráðlegast að fara sérstak- lega varlega á þessum svið- um og ganga ekki of langt í kröfum þínum gagnvart maka þínum, annars verður óhjá- kvæmileg sprenging fyrr eða síðar. Það er með Ljónsmerk- isfólkið, að það heldur oft að það sé sú sól á heimilinu, sem allir hinir á heimilinu eiga að bugta sig og beygja fyrir og þetta er nú einmitt það sem verður þeim oft að falli, því hinir aðilarnir gefast oft upp á þessu. Hér er lykillinn að velgengni þinni og ef þú læt- ur þér þetta að kenningu vei’ða munu hlutirnir fara að snúast á þá leið, sem aðrir mundu telja heppilegri fyrir þig. Það er nefnilga í okkur sjálfum sem eigin örlög búa en ekki í öðrum eins og sum- ir virðast halda. Það er hell- ingur af fólki, sem álítur að ef afstaðan gagnvart sér væri öðruvísi þá gengi allt betur, en athugar bai’a ekki, að það er aðeins eigið upplag, sem veldur úrslitum hvað vel- gengni áhrærir. Framkoma og hegðun manan eru hin sönnu aðalsmerki, hvort sem maðui’- inn er hámenntaður, kóngur eða prestur. Það er lítið gef- andi fyrir mannvirðingarstöð- ui’nar, ef sá sem skipar em- bættið er harðsvíraður fjár- plógsmaður eða maður, sem gengur eins langt í öllu eir.s og honum er framast unnt. En það er nokkuð almenn skoðun, að eignir og völd séu hið sanna aðalsmerki, pelsar, lúxusbifreiðir og villur, það gleymist bara eitt og það er að menn fara jafn efnislega snauðir út úr þessum heimi og þeir komu inn í hann og gæti margur þá sparað sér ómakið. Þeir sem þú átt bezt við með tilliti til hjónabands eru fæddir undir merki Bog- mannsins eða á tímabilinu 20. nóv. til 21. des. og einnig undir merki hi'útsins 21. marz til 21. apríl. FALKINN 41

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.