Fálkinn


Fálkinn - 28.03.1962, Blaðsíða 42

Fálkinn - 28.03.1962, Blaðsíða 42
úr íslenzku hráefni, færum okkur í nyt heita vatnið og rafmagnið. Og við út- vegum fjölda manns atvinnu, kaup- greiðslur verksmiðjunnar nema yfir 20 þúsund krónum á dag og við framleið- um verðmæti fyrir 70 þúsund krónur á sólarhring þegar bezt gengur. Ullin er ekki lengur þvegin í volgri ánni og þurrkuð á árbakkanum eins og í tíð Björns Þorlákssonar bónda að Varmá sem fyrstúr hóf ullarvinnslu á Álafossi. Tæknin hefir bylt öllu við. Synir merkra manna hverfa oft í skuggann fyrir feðrum sínum. Þeir láta sér jafnvel lynda að eta upp það sem áunnizt hefur. Spakur maður hefur sagt, að á fslandi hafi aldrei þróazt nein yfirstétt, af því að synir athafnamanna hafi drukkið út allt það, sem feður þeirra höfðu safnað. Ásbjörn Sigurjónsson er- enn ungur að árum. Hann er einn þeirra, sem aldrei hefur skort neitt í uppvextinum, átt völ á öllu, sem hugurinn girntist. Reynslan sýnir, að oft verður minna úr slíkum drengjum en hinum, sem byrja með tvær hendur tómar, enda hef- ur almenningur valið þeim nöfn eftir því: Pabbadrengir, sætabrauðsstrákar. Ásbjörn skorti hvorki mat né klæði í uppvextinum. En hann hlaut einnig ríkulegan skerf af því, sem efnaðir feð- ur virðast oft ekki eiga aflögu: Hann var alinn upp við strangan aga í for- eldrahúsum. Einnig tók hann snemma þátt í íþróttum og vandist þar kappsemi og hlýðni. Og hann þóttist ekki svo efn- aður, að hann þyrfti ekkert að læra og stundaði nám við verzlunarskóla til þess að vera betur undir það búinn að taka við fyrirtækjum föður síns. Ás- björn erfði líka þann stórhug föður síns, sem þurfti til þess að reisa nýjar verk- smiðjur og þá útsjónarsemi, sem fólst í því að selja vaðmál í réttunum austan- fjalls. Þessi tvískipti arfur hefur dugað Ás- birni til þessa. Hann er með þeim ó- sköpum gerður að geta ekki staðið í stað. Hann er ekki í essinu sínu nema allt sé á fullri ferð í kringum hann, er ekki ánægður nema öll hjólin snúist, allt sé á spani. Vefstólarnir keppast hver við annan, hamarshöggin kveða við í nýju húsunum, pantanir þuldar í sím- ann, benzínið stígið í botn. Og í miðj- um þessum hamagangi gefur Ásbjörn sér tóm til að velja leikföng á barna- heimili verksmiðjunnar. Síðastliðin ár hefur verksmiðjan fært út kvíarnar á margan hátt, keypt nýjar vélar og aukið fjölbreytni í framleiðsl- unni. Hafin var gólfteppaframleiðsla og opnuð útsala á Álafossi á þeirri vöru. Þar er lagt allt kapp á að hafa sem mesta fjölbreytni. Frá því árið 1957 hafa 60 munstur verið á boðstólum og viðskiptavinir geta jafnan valið um 14 munstur og liti í gólfteppum. Tvisvar á ári er breytt um munstur, svo nógu er úr að velja. Að hætti föður síns hefur Ásbjörn lagt land undir fót að kynna vöru sína og selja. í sumar fór stór langferðabíll hlaðinn Álafossgólftepp- um um land allt. Sigurjón Pétursson fór einnig slíkar ferðir eins og áður er getið og rak þá eitt sinn 1500 fjár heim að Álafossi. Ásbjörn heimtir annars kon- ar fé: 750 þúsund krónur í bankaseðl- um. Þannig breytast tímarnir. Ýmsum kynni að þykja að Ásbjörn Sigurjónsson væri búinn að koma ár sinni nógu vel fyrir borð, nú væri ó- hætt að slaka á og gefa sig á vald lysti- semdum lífsins. En athafnamenn með ímyndunarafl hafa ekki ró í sínum beinum. Ásbirni nægir ekki að varðveita arfinn og halda fjölskyldufyrirtækinu í horfinu, hann hefur á prjónunum stór- felldar áætlanir um stækkun verksmiðj- unnar, undirbýr af kappi aukningu vélakosts. Með því móti er hægt að auka afköstin um allan helming og jafnframt fækka starfsfólki. Ásbjörn hefur aldrei Játið sig skorta verkefni, varla hefur hann leyst eitt fyrr en hann hefur tekið til við annað. Það eru lítil takmörk fyrir því hvað Framhald á bls. 46. 42 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.