Fálkinn


Fálkinn - 28.03.1962, Síða 45

Fálkinn - 28.03.1962, Síða 45
f hjarta bæjarins er hinn hugþekki og sérkennilegi veitingastaður, NAUST. NAUSTIÐ er innréttað eins og skip með þungum og sögulegum skipsmöstrum, gamalli skipsbjöllu, gömlum skiltum með nöfnum skipa og ýmsu fleira. And- rúmsloftið allt vekur minningar um líf og baráttu þjóðarinnar fyrr á öldum. Þér munuð fá konunglega þjónustu, á sama hátt og þrír konungar Norður- landa, sem heimsótt hafa veitingahúsið NAUSTIÐ er heillandi veitingastaður og fyrsta flokks matstaður. Verið velkomin. mm,w Hrútsmerkið (21. marz—20. apríl). Þessi vika mun verða óvenju viðburðarík ogskemmti- leg. Ýmis spaugileg atvik munu koma fyrir innan fjölskyldu yðar og meðal vina. Enn fremur mun vinnu- gleðin aldrei verða meiri og þér munuð taka yður verkefni, sem þér fáið viðurkenningu fyrir. Nautsmerkið J21. apríl—20. mai). í þessari viku gerist hið óvænta, að þér munuð öðl- ast einhvers konar tekjuaukningu, þótt í smáu sé.' En margt smátt. gerir eitt stórt. Gætið þess að láta ekki forvitnina hlaupa með yður í gönur. Félagi yðar mun gleðja yður mjög í þessari viku. Tvíburamerkið (21. maí—21. júní). Þér munuð að öllum líkindum fá bréf, sem flytur yður gleðilegar fréttir og þér komizt í gott skap við að lesa. Þér ættuð að reyna grípa þau tækifæri, sem yður mun gefast til þess að leggja á ráðin um fram- tíðina. Ástamálin eru hagstæð um helgina. Krabbamerlcið (22. júní—22. júlí). Ef þér eruð einn af hinu heppna fólki, sem fætt er undir þessu merki, mun sú ósk yðar, að hverfa um stund úr þessum gráa hversdagsleik, rætast. Stjörn- urnar segja, að ástamálin munu leysast á mjög óvænt- an hátt og ef til vill hagstæðan um helgina. Ljónsmerkið (23. júlí—22. ágúst). Atburðir þessarar viku munu einkum gerast á sviði tilfinninga yðar, en þér megið ekki verða alltof von- svikinn, þó allt fari ekki eins og þér viljið. Farið samt eftir því, sem yður finnst. réttast, þá mun alveg rofa til á himni tilfinninganna. Jómfrúarmerkið (23. ágúst—22. sept.). Stjörnurnar segja, að mikilla breytinga sé að vænta í þessari viku, en það ríður á, að þér grípið gæsina meðan hún gefst. Þér skuluð ekki vera feiminn við að sýna tilfinningar yðar í garð annarra, einkum vina og ættingja. Happatala yðar þessa viku er 9. Vogarskálarmerkið (23. sept.—22. okt.). Það er mjög nauðsynlegt, að þér takið yður á í þessari viku og reynið að venja yður af ýmsum ósið- um, sem hafa staðið í vegi fyrir frama yðar. Þér vitið ósköp vel sjálfur, hvar skóinn kreppir. Þér ættuð að reyna að temja yður tillitsemi í framkomu. Sporðdrekamerkið (23. okt.—21. nóv.). Þessi vika einkennist af því, hve allt er rólegt og viðburðalít.ið í kringum fólkið, sem fætt er undir þessu merki. Þér skuluð ekki taka neitt verk að yður, nema leita ráða hjá þeim, sem mjög kunnugir eru þessum verkefnum. Bogamannsmerlcið (22. nóv.—22. des.). Þér munuð fá verkefni í hendur þessa viku, sem mun valda yður miklum heilabrotum. í stað þess að fyllast gremju og áhyggjum yfir því, skuluð þér reyna að koma ár yðar þannig fyrir borð, að þér þurfið sem minnst að gera sjálfur. Steingeitarmerkið (23. des.—20. jan.). í þessari viku munu gerast stórir atburðir í einka- lífi yðar. Þér munuð hit.ta nýtt fólk og þér munuð njóta þess í ríkum mæli að dveljast í návist þeirra. Enn fremur mun ungt fólk, sem hefur verið óánægt með sjálft sig, finna, að lífið hefur margt upp á að bjóða. Vatnsberamerkið (21. jan.—19. febr.). Þessi vika mun verða mjög hagstæð að öllu leyti, ef þér gætið þess að láta ekki aðra vaða ofan í yður. Á föstudag eða laugardag mun gerast. skemmtilegt at- vik, sem þér hafið mjög gaman af. Enn fremur munuð þér taka afdrifaríkar afleiðingar um helgina. Fiskamerkið (20. febr.—20. marz). Ef til vill eruð þér of taugaóstyrkur í starfi yðar og ættuð þér að reyna vinna bug á því hið fyrsta, ef svo er. Enn fremur gætir þess nokkuð að þér viljið ekki hlýta ráðum annarra manna, sem þér gætuð þó haft gagn að. Reynið framvegis að vera svolít.ið sam- vinnuþýðari. FALKINN 45

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.