Fálkinn


Fálkinn - 28.03.1962, Side 46

Fálkinn - 28.03.1962, Side 46
A Vsl. framkvæindamenn Framhald af bls 42. hægt er að auka fjölbreytni í ullarfram- leiðslu okkar. íslenzka ullin er afburða vel fallin til vinnslu, jafnvel svo góð að gæðaflokkurinn er of hár til þess að almennur útflutningur á framleiðslu- vörum borgi sig. Ásbjörn Sigurjónsson er einn þeirra ungu athafnamanna í íslenzku þjóðfé- lagi sem margir binda einna mestar vonir við. Hér skal engu um það spáð hversu lengi hann dugir og hve hátt hann treystist til að spenna bogann. En almenningur fylgist með slíkum mönn- um og því verða þeir að gera sér að góðu þótt ekki sé fjallað um þá í af- mælisgreinastíl. Ásbjörn Sigurjónsson hefur stundum verið nefndur goðinn á Álafossi. í þeirri nafngift felst ekki aðeins viss viður- kenning, heldur ákveðin mannlýsing. Hann hefði vel sómt sér í litklæðum fornmanna, svo fremi þau væru ofin að Álafossi. Hann hefur alltaf haft yndi af skepnum og sennilegt að hann hefði riðið um héruð á ólmum gæðingum, sem ekki gæfu eftir Dodge-bílum nútím- ans. Hann er íþróttamaður góður og er það skemmtileg tilviljun að hann skuli einmitt leggja helzta stund á þær íþróttir er fornmönnum voru bezt að skapi: hestamennsku, sund og knatt- leika. Hann er vel failinn til mannafor- ráða og drenglundaður í viðskiptum, lætur þó aldrei hlut sinn við hvern sem er að skipta. Hann hefði sómt sér sem höfðingi á Sturlungaöld og hefði þá hvergi unað nema í fylkingarbrjósti. En Ásbjörn er nútímamaður þótt lundarfar og atgerfi hefði sómt goðum fornaldar. í stað vígaferla og landvinn- inga leggur hann alla stund á friðsam- lega framleiðslu og markaðsleit. í stað þess að hlaða valköstu og efla ófrið, skapar hann verðmæti og stuðlar að því að hefja lífsnauðsynlega atvinnu- grein til vegs og virðingar. Ásbjörn hefur eitt sinn komizt svo að orði í samtali við kunningja sinn er rætt var um hinn umfangsmikla verksmiðjurekstur á Álafossi, að hann fyndi ekki til þess að hann væri þar forstjóri fremur en hver annar sem við fyrirtækið starfaði. Hann kvaðst líta á hlutverk sitt og starf sem millilið fjármagns og vinnuafls, hann væri fulltrúi eiganda fyrirtækisins, ráðinn til að annast reksturinn fyrir þá. Ekkert fyrirtæki byggðist á einum manni, maður kæmi ávalt í manns stað. Ásbjörn hefur líka oftar en einu sinni látið svo um mælt, að styrkasta stoð verksmiðjunnar væri hið ágæta starfs- fólk, sem sumt er búið að vinna þar á fjórða áratug og sumir lengur, vinna verk sitt af kunnáttu og trúmennsku í senn. Margt af eldra starfsfólkinu man Ás- björn sem óþekktarorminn á Álafossi, en þjónar honum með sömu trúmennsku og föður hans, því Ásbjörn reynir að gera þannig við sitt fólk að engum þyki miður. Það munu flestir mæla að hæfur maður sitji forstjórastólinn á Álafossi og lykillinn að heppni hans og farsæld liggur ef til vill í því hugarfari sem lýsir sér í hans eigin orðum: ,,Á Álafossi er enginn sendisveinn nema ég.“ — Jökull. LITLA SAGAN Framhald af bls. 35. Málið kom fyrir rétt og komst svo langt, að kviðdómurinn kom saman til þess að fella sinn úrskurð. Það leið ein klukkustund. Kviðdóm- urinn kom ekki fram í salinn. Önnur klukkustund leið og ekki gengu kvið- dómendur í salinn. Jói rauðnefur Callahan iðaði órólegur á ákærendabekknum og Hickman lög- fræðingur forðaðist að mæta augnaráði hans. Enn leið ein stund og loks þá gengu kviðdómendur í salinn. Formaður kvið- dómsins stóð upp og tilkynnti úrskurð- inn. — Morð af annarri gráðu. Og dómararnir kváðu upp hinn end- anlega dóm, 60 ára betrunarhúsvinna í ríkisfangelsi Illinois. ■— Var erfitt að sannfæra þá, þar sem þetta tók svona langan tíma? spurði Hickman formann kviðdómsins, þegar hann stakk að honum með leynd þeim fimmtíu þúsund dollurum, sem hann hafði lofað. — Mjög erfitt, sagði formaðurinn, það er ekki rétta orðið. Ég átti í fjandans miklu stríði við að fá þá til að sam- þykkja morð af annarri gráðu. Allir hinir vildu nefnilega sýkna hann. BOSC KÆLISKÁPAR Mismunandi gerðir af hinum vinsælu BOSCH kæli- skápum eru nú fyrirliggjandi. Vinsældir BOSCH kæliskápanna liggja einkum í sérstakri nýtingu alls geymslurýmis. 4,5 cub. ft. (120 lítrar) kr. 7.500.00 5 — — (140 iítrar) — 8.200.00 6.4 — — (180 lítrar) ný gerð — 12.990.00 8.5 — — (240 lítrar) . — 14.980.00 7,8 — — (220 lítrar) sjálfv. affr. frystihólf 33 1. kr. 18.890.00 GREIÐSLUSKILMÁLAR — 5 ÁRA ÁBYRGÐ. Höfum einnig sjálfvirkar þvottavélar með þeytivindu. BOSCH LC.K zlo Bræðurnir Ormsson hf. Vesturgötu 3, Reykjavík, sími 1 14 67. 46 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.