Fálkinn


Fálkinn - 28.03.1962, Side 47

Fálkinn - 28.03.1962, Side 47
□TTD - BARDAGINN UM ARNARKASTALA Ottó grunaði Fáfni um græsku. Og hann lézt ekki sjá út- rétta hönd hans, en svaraði: „Þakka þér fyrir. Menn þínir hafa þegar boðið mig velkominn einu sinni.“ „Það hafa verið einhver mistök“, sagði Fáfnir, „en menn mínir eru dálítið baldnir. En við skulum nú fara til tjaldbúðanna. Það er farið að dimma, og næturloftið er óhollt, er það ekki9“ Fáfnir kreisti fram hlátur og leit á Ottó. „Hvað ætlastu fyrir, ef ég þigg boðið?“, sagði ungi riddarinn hikandi. „Er ég fangi?“ „Fangi“, hrópaði Fáfnir. „Kæri vinur, ég ætla bara að sýna þér gestrisni. Sliðraðu sverð þitt og komdu á eftir mér.“ Ottó fanst hyggilegast að fylgja honum eftir, þegar hann leit í kringum sig og sá illgjörn andlitin á mönnum Fáfnis. En ef hann hefði litið á Ruth, hefði ha::n komizt á allt aðra skoðun ... Ottó athugaði vel umhverfið í laumi. Það var vissara að þekkja umhverfið vel, ef hann yrði að flýja. Honum fannst íkkyggilegt, að hinir vopnuðu menn skyldu stöðugt vera i kringum hann og Fáfni. Það leit svo sannarlega út fyrir að hann væri fangi. „Þá erum við komnir", sagði Fáfnir og fór af baki fyrir framan tjald eitt. Þjónn kom og teymdi burt hesta þeirra. Ottó varð litið á tjaldið og hann varð að viður- kenna, að það væri lítið skjól eða vernd gegn öllum þessum þorpurum. — Hafði Fáfnir lesið hugsanir hans? Hann kall- aði á tvo af mönnum sínum og hvíslaði að þeim einhverjum fyrirmælum. Síðan sneri hann sér að Ottó og sagði: „Þessir menn munu gæta öryggis þíns. Góða nótt.“ „Eru þeir líf- verðir eða fangaverðir“, hugsaði Ottó. Hið síðarnefnda virt- ist vera líklegra ... Þessir tveir menn tóku sér stöðu við tjalddyrnar. Þeir voru ekki síður illmannlegir i útliti en hinir þorpararnir. Ottó leit út um tjaldskörina. Hann sá Fáfni og Ruth ganga inn í eitt tjaldið. Vafalaust væru þau að tala um hann. Ef til vill væri Fáfnir að segja henni, hvað hann ætlaði að gera við hinn unga riddara. Hvaða hlut átti Ruth hér að máli? Sennilega mundi hún vera eina manneskjan hér, sem tæki svari hans. Hann var vongóður vegna þeirra fáu orða, sem þeim hafði farið á milli. Hann hugsaði um sinn gang. Ef til vill heyrði hann eitthvað, sem lyfti hulunni af þessum óttalega leyndardómi. Hvernig gæti hann rutt þessum vörð- um úr vegi án þess að koma af stað hávaða? Hann leit á hin heimskulegu andlit þeirra og fékk þá strax hugmynd ... FÁLKINN 47

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.