Fálkinn


Fálkinn - 28.03.1962, Blaðsíða 50

Fálkinn - 28.03.1962, Blaðsíða 50
Húsmæður! hér er um al- gjöra byltmgu að ræða í meðferð hverskonar fatn- aðar, sem þarf að stífa — SPRAYDEX — gefur líni nýjan, ferskan blæ — vandinn er enginn — ÚÐIÐ SPRAYDEX Á ÞVOTTINN UM LEIÐ OG ÞÉR STRAUIÐ — kaupíð SPRAYDEX í handhægum, smekklegum umbúðum og þér munuð komast að raun um það að SPRAYDEX gerir þvotta- daginn skemmtilegan. ÓDÝRAR ÁFYLLINGAR Heildsölub. Kr. Ó„ Skagfjörð. Fálkinn 3.S ára Frh. af bls. 13 izt í núverandi húsnæði sitt að Hallveigarstíg 10. Þegar flett er hinum 35 ár- göngum Fálkans ber margt fyrir auga bæði fróðlegt og skemmtilegt. Þetta er eitt- vert stærsta safn efnis og mynda, sem til er hér á landi. — Nokkurra sérstakra blaða er vert að geta: Fálkinn gaf út vönduð sérblöð frá Dan- mörku, Noregi og Svíþjóð með efni og auglýsingum frá við- komandi löndum. Og á al- þingishátíðinni 1930 gaf Fálk- inn út stærsta blað, sem þá hafði séð dagsins ljós á ís- landi. Það var 100 blaðsíður og kostaði 1 krónu. Venjulegt blað af Fálkanum kostaði þá 40 aura. Þá ber þess að geta, að Fálkinn fór fyrstur blaða að gefa út vönduð jólablöð, sem æ síðan hafa notið mikilla vinsælda. Það var ósk stofnenda Fálk- ans, að blaðið yrði „kærkom- 50 FÁLKINN inn vikulegur gestur sem allra flestra íslenzkra heimila“. Sú ósk rættist rækilega. Og enn í dag flýgur Fálkinn út í nýrri og breyttri mynd. Hann er elzta vikublað landsins, en jafnframt nýtízkulegasta. Hann gerist gestur æ fleiri íslenzkra heimila með hverri viku sem líður. ★ CflehA Ludwig Erhard, hinn frægi þýzki efnahagsmálaráðherra, átti að halda ræðu við mið- degisverðarboð í hinum fagra bæ Unkel, við Rín. En mið- degisverðarboð þetta var hald- ið til heiðurs sendinefnd frá Nigeríu, sem var þarna í verzl- unarerindum. Menn geta ímyndað sér undrun ráðherr- ans, þegar hann leit á matseð- ilinn, sem lá við hliðina á hnífapörunum: — Uxahalasúpa. — Nýrr áll í sósu. — Steiktir kjúklingar. — ís með ávöxtum. — Efnahagsmálaráðherra .Þýzka Sambands-Lýðveldisins. En sagan segir ekkert frá því, hvort sendinefndin hafi orðið fyrir vonbrigðum, þegar ráðherrann var ekki borinn á borð. Maður nokkur í New York var dæmdur til þess af dóm- stóli að greiða skrifstofu- stúlku sinni skaðabætur að upphæð 50.000 kr._ því að hann hafði sagt henni svo smellna skrítlu, að hún gleypti nokkrar stoppunálar, sem hún var með í munni sér. — Og hver er þessi upp- finding yðar? spurði hann. — Það er líkkista á hjólum. — Slíkan hégóma hef ég ekkert að gera við. Vitið þér ekki að ég er mjög önnum kafinn? —- Jú, en þetta er alls ekki hégómi, félagi forsætisráð- herra. Uppgötvun mín mun verða til mikilla hagsbóta fyrir rússneskan efnahag. Hugsið hversu auðveldlegp maður getur flutt mann, serr. áður hefur verið í miklum metum, en eftir dauðann verið dæmdur sem glæpa- maður. í Singapore sagði eigin- konan fyrir réttinum, að hún mundi taka aftur saman við mann sinn, ef tengdamóðir hennar léti af því að sofa undir hjónarúminu. Uppfindingamaður bað um áheyrn hjá Krúséff. Hinn mikli maður er að sjálfsögðu mjög áfjáður í að vita allt um nýjar uppfindingar og lét því manninn koma. Eftirfarandi vísu orti Páll Ólafsson eitt sinn, er skólurr í Reykjavík var lokað vegna inflúenzu: Ósóminn er orðinn ber, þó yfir hann sé mokað. Svínastían opin er, en öllum skólum lokað. A<

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.