Fálkinn


Fálkinn - 30.05.1962, Blaðsíða 4

Fálkinn - 30.05.1962, Blaðsíða 4
séð & heyrt Guðinn Pat Boone er guð tánunganna í Bandaríkjuniun, mæður vilja eiga syni sem hann, tengdamæður tengdasyni og ógiftar konur vilja giftast manni sem honum, en eiginmenn fá slæma samvizku, er þeir sjá hann. Þessi mynd er tekin af honum, þegar hann var viðstaddur frumsýningu í Lundúnum ásamt eiginkonu sinni. Fordæmi Hinn kaþólski prestur, John Donlon, synti um 30 km. leið frá eynni Vancouver til Banda- ríkjanna til þess að afla fjár í æskulýðs- heimili. Meðal fjöldans, sem beið á strönd- inni eftir honum, var safnað fé til hússins. Auk þess fékk presturinn talsvert í aðra hönd, þar sem sundinu var sjónvarpað og útvarpað. Hvernig væri, að íslenzkir prestar og safnaðarmenn fylgdu fordæmi þessa kaþólska prests, er þeir safna fé í nýjar kirkjur? Allt er gott þegar endirinn er góður Húsmóðir nokkur fór út af heimili sínu til þess að fara í búðir. Hún hafði skilið eftir heima óhrein föt fyrir framan þvottavélina og auk þess var hin sjálfvirka brauðrist í sambandi og stóð á þvottavélinni. Litlu seinna flugu tvær brauðsneiðar upp úr brauðrist- inni og ofan í balann með fötunum. Það kviknaði þegar í fötunum, en það var þó lán í óláni, að logarnir bræddu vatnsslöngur þvottavélarinnar, þannig að vatnið fossaði niður í balann og slökkti eldinn. Allir vegir liggja til Chicago Chicago er höfuðstaður járnbrautanna. Það liggja hvorki meira né minna en 38 brautir inn í borgina. Og sporbrautirnar eru svo margar inn í borginni, að þær gætu myndað tveggja spora braut þvert yfir Ameríku, frá Kyrrahafsströndinni til Atlantshafsstrand- arinnar. lagði rafmagnsrakvélina Bernhard prins af Hollandi hefur um langa hríð dvalizt í Tanganyika, þar sem hann unir sér vel við búskap. En hitinn þar syðra gerði hann svo latan að hann nennti ekki orðið að raka sig, á hilluna og fór að safna skeggi. Um daginn kom hann þannig fram á frétta- mynd, sem birt var í blaði í Hollandi og skömmu síðar fékk hann bréf frá Júliönu drottningu: — Kæri Bernhard. Þú skalt ekki voga þér að sýna þig hér heima fyrr en þú hefur rakað þetta skegg af þér. V erzlunarmaður sem ekki fylgdi ráðum Kennedys forseta um að skipta ekki við Kúbu, meðan Castro væri við völd, skrifaði viðskiptavini sínum þar og fékk til baka bréf, sem endaði samkvæmt fyrirmælum Castrós: Allt fyrir byltinguna. Lifi hin sósialitska bylting. Föður- landið eða dauðinn. Við sigrum. Minnir þetta ekki óneitanlega á kveðju- orðin: Heil Hitler. ★ Menn vorkenna mjög Beaverbrook lávarði. Eins og kunnugt er berst hann með oddi og egg gegn inngöngu Bretlands í Markaðs bandalagið. Einn lið- ur í baráttunni var það, að hann lét bíla með skilti á aka um götur Lundúna. Á skiltunum stóð: — Heimsveldið fram fyrir Markaðsbandalagið. En menn gátu ekki varizt brosi, þegar þeir sáu, að bifreiðarnar, sem skiltin stóðu á, voru hinir vinsælu þýzku alþýðuvagnar, Volks- wagen. ★ Hver skyldi vera ríkasti kvikmynda- leikari í Holliwood um þessar mundir? Svo er sagt, að það sé Gregory Peck. Hann hefur nefni- lega fengið 10% ágóðahlut af kvik- myndinni Byssurn- ar í Navarona, sem væntanlega verður sýnd hér á landi innan skamms. Hingað til hefur verið dágóður hagnaður af myndinni og um 5 þúsund kvikmyndahús hafa pantað hana, svo að enn mun fé streyma í vasa Gregory Peck. FALKINN 4

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.