Fálkinn


Fálkinn - 30.05.1962, Blaðsíða 7

Fálkinn - 30.05.1962, Blaðsíða 7
Úrklippur. Vikublaðið Fálkinn. — Þegar ég sá auglýsinguna um úrklippusendinguna, datt mér í hug, að ég gæti kannski orðið mér út um aukajobb með heimilisstörfunum. Ekki sízt þar sem fyrirvinnan var að fá uppsagnarbréf frá Útgerðar- félaginu, þá er gott að fá eitt og eitt blað fyrir lítið, því Fáikinn verður keyptur, þar til nokkur peningur er til. Ég flyt svo blaðinu þakkir fyrir gott efni og sérstaklega prýðilega framhaldssögu og skemmtilegar úrklippur. Vinsamlegast. S. H. Svar: Viö þökkum kærlega fyrir allar úrklippur, sem okkur eru sendar, en vitaskuld veljum viö aöeins þær beztu úr. Sendi margir sömu úrklippuna, fá þeir blaöiö, sem fyrstir senda hana. Astró. Kæri Fálki. — Getur þú sagt mér, hvað það kostar að láta Astró spá í stjörnurnar fyrir mig. Óska sem fyrst eftir svari. Ö. Svar: Ef spáin birtist í blaöinu, kostar spádómurinn ekki neitt. Hins vegar kostar spáin 200 kr., ef bréfritari áskar þess, aö spáin komi beint í liendur hon- um. AthugiÖ, aö skýrt skal tekiö fram, hvenœr viökomandi er fæddur og livenœr sólarhrings. Eiwnig skal greina frá fæöingar- stund og degi þeirra persóna, sem viökomandi vill fá upplýs- ingar um. Ég get bætt því við, að margir eru þeir orðnir, sem hafa snúið baki við vissu viku- blaði, einungis vegna mynda og auglýsinga fargs. Og svo að lokum vona ég, að þið herjið ekki um of á lesendur með slíku. Græðgi í hófi er ágæt. H. A. H. Svar: Aö jafnaöi höfum viö gætt þess, aö hafa visst hlutfall milli mynda og texta ásamt auglýsing- um. Myndir eru texti út af fyrir sig og þær gera mikiö til þess að lífga upp síöurnar. Ef mynd- irnar ykju ekki gxldi blaösins, heföum viö þaö myndálaust. HvaÖ framhaldssögunni viövik- ur, þá birtist einn kafli úr sög- unni í hverju blaöi og hvorki meira né minna. Hvernig eiga ungar stúlkur að vera. Kæra pósthólf. — Okkur langar til að skrifa þér um vandamál, sem margar ungar stúlkur vildu gjarna fá upp- lýst. Ung stúlka, sem er á dans- leik, situr hjá alla dansana, þó að hún sé bæði lagleg og smekkleg til fara. Hún situr kannski hjá vinkonum sínum, og piltarnir þyrpast utan um þær, en skipta sér lítið af henni. Hvers vegna skipta piltarnir sér ekki af henni? Okkur langar þess vegna að bera fram tillögu um að þið spyrðuð nokkra unga pilta um álit þeirra á málinu. Þið getið birt samtölin og þar með fengið ljómandi efni í blaðið. Svo væri skemmtilegt að vita, hvernig piltarnir vilja hafa stúlku ársins 1962. Þakkir Fálki flyt ég þér fyrir sögur handa mér. Ef viltu bréfið birta hér burtu frá þér ei ég fer. Dó. og Jó. Svar: Framhaldssagan. Kæri póstur. — Þar sem ég hef tekið upp þann sið að kaupa Fálkann, get ég ekki staðizt þá freistingu að setja svolítið út á það, sem mér finnst vera það bezta í blað- inu. Á ég þar við framhalds- söguna. Hún er afbragð en of stutt hverju sinni. Finnst mér myndafargið i kringum hana einum of mikið. Að öllu skammlausu mætti sleppa þeim. Ég álít að lesendur, sem hafa fylgzt með sögunni, hafi þegar mótað sér sögusvið og æski því fremur eftir lesmáli í stað þeirra góðu mynda.. . Kannski eru piltarnir í þessu plássi eitthvaö ööruvísi en strák- ar álmennt gerast. Og ef til vill eru þeir bara hræddir viö stúlk- una, af því aö hún er laglegri og smekklegri en hinar. Viö beinum því til pilta í þessu plássi aö þeir svari spurningu þessara stúlkna og enn fremur aö þeir láti í Ijós, hvernig þeir vilja hafa stúlku ársins 1962. Nýja framhaldssagan. Um leið og ég þakka allar þær ánægjustundir, sem ég hafði, þegar ég var að lesa Gabrielu, vænti ég þess, að næsta framhaldssaga verði ekki síðri... J. J. FÁLKINN 7 I

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.