Fálkinn


Fálkinn - 30.05.1962, Blaðsíða 8

Fálkinn - 30.05.1962, Blaðsíða 8
TEXTI: SVERRIR TÓMASSON MYNDIR: JÓHANN VILBERG Svcitixi i höfudlbo Leitið ekki langt yfir skammt. Ef þér ætlið í sveitina þá er skarnmt að fara. Fálkinn flaug einn sólríkan dag rnn lögsagnarumdæmi Reykjavíkur og kynnti sér sveitina í borginni, tók fólk tali og leit á alla búskaparlíáttu. Leitið ekki langt yfir skammt. Allt í einu var komið sumar. Það var ilmur í lofti og borgin breytti um svip. Það var eins og brúnin á mönnum lyft- ist og þeir urðu léttir og kátir. Stáss- meyjar settu upp sólgleraugu og spíg- sporuðu stoltar eftir malbikuðum göt- unum og tóku fyrir nefið af eintómri fordild, þegar þær gengu framhjá görð- um, þar sem mykja eða hinn vinsæli Skarni hafði verið borinn á grasið. En um leið og túnblettirnir tóku að grækna vaknaði sveitamaðurinn í mörgum. Þessi borg væri leiðinleg á sumrin, sögðu þeir, rykið ætlaði alveg að kæfa menn og umferðin í öllum sínum ys og þys gerði þá dapra. Hvergi sá skepnu, þessar blessaðar skepnur, kýr, kindur, hesta, hænsni og endur. En ef menn þessir hefðu litið ögn betur í kringum sig, hefðu þeir komizt að raun um, að Reykvíkingar stunda margir búskap í frístundum. Höfðu þeir tekið eftir gömlu konunni vestur á Grímstaðaholti, sem fór klukkan sjö á morgnana á fætur til þess að hleypa út pútunum sínum og gefa þeim korn? Veittu þeir fénu á tún- blettunum inn í Sogamýri athygli? Sáu þeir ekki ærnar, þar sem þær voru að gefa nýbornu lömbunum að sjúga? Tóku þeir ekki eftir góðborgurunum á sunnudagsmorgnum, þegar þeir riðu út á fjörmiklum gæðingum um nágrenni Reykjavíkur? Reyndar mátti sjá menn af öllum stéttum bregða sér á bak og láta fákana spretta úr spori eins og þeir væru að fara til kirkju á sunnu- dögum í brakandi þerri í friðsælli sveit,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.