Fálkinn


Fálkinn - 30.05.1962, Blaðsíða 9

Fálkinn - 30.05.1962, Blaðsíða 9
rgmm þar sem menn ávöxtuðu rétt sitt pund og unnu í sveita síns andlitis, en lyftu sér upp á hvíldardögunum. Höfðu menn ekki enn fundið sveitasæluna í miðri stórborginni? Þessari spurningu hefðu margir svarað neitandi og sagt sem svo að í Reykjavík væri enga sveit að finna og ekki heldur neina sælu, í þeirri borg hugsuðu menn ekki um annað en pen- inga og strituðu daglangt til þess að hafa í sig og á. Nei, þessir delar á möl- inni höfðu ekki fundið unað sveitasæl- unnar. Þeir kunnu ekki að meta bless- aðar skepnurnar. Það var engin furða, þótt Reykjavík væri sviplaus borg og leiðinleg á sumrin. Það var ekki einu sinni leyft að hafa hunda, en einstöku menn máttu hafa ketti til þess að láta þá syngja fyrir sig. Samt máttu kattar- kvikindin varla láta sjá sig á götum úti, því að þá tók lögregla borgarinnar þá í sína vörzlu og ef þeir voru ekki sóttir, þá fór hún með kattarskammirn- ar inn í Blesugróf, þar sem kattarban- inn beið þeirra og setti þá í poka og kastaði í Elliðaárnar eða skaut. Þannig má oft heyra fólk tala. Ef til vill er þetta bara óánægt fólk, sem ekki kann að meta umhverfi sitt, fegurð þess og yndisþokka. Þekkst hafa einn- ig menn, sem líkt hafa Esjunni við fós- haug gríðarmikinn og hneykslað marga mæta borgarbúa. En menn þurfa ekki að fara langt til þess að komast upp í sveit í Reykjavík, menn geta einfald- lega tekið vagninn inn í Sogamýri. Þar er sveitin í borginni og þar geta menn eins vel fundið sveitasæluna og austur í Fióa. Æskan að leik. Á mótum Grensásvegar og Suður- landsbrautar voru nokkur lömb í haga. Tvær litlar og laglegur stúlkur hölluðu sér upp að grindverkinu og horfðu spurulum augum á ærnar og lömbin. — Þarna er hrútuur, sagði önnur þeirra. — Ertu vitlaus manneska, sérðu ekki, að þetta er rolla. Hún er að gefa lamb- inu sínu að sjúga. Þessar ungu stúlkur eiga heima í Ljósheimunum og heita Solveig og Guð- ný. Þau eru falleg lömbin á vorin, þar sem þau hlaupa umhverfis móður sína, spriklandi af fjöri og kátínu. Þarna var ein ærin nýborin. (Sjá mynd til vinstri). Hún heitir Rosemarie Þorleifsdóttir, stúlkan á myndinni hér að ofan. Hún kennir ungu fólki að sitja á hesti, og tekur skrifstofufólk í tíma í reið- mennskunni á kvöldin. — Ég fer í sveit í sumar, segir Sól- veig. Ég verð kannski barnapía í bænum, segir Guðný. — Við sáum líka áðan, þegar var verið að gefa þeim á pela, segja hnát- urnar og læðast inn fyrir girðinguna. — Mér þykir meira gaman að svört- um lömbum, segir Guðný. Svart lamb lítur spurulum augum á hana og horfir svo á brautina. Það rennur bíll, sem merktur er Sláturfé- lagi Suðurlands, framhjá. Hænur og hanar. Spölkorn fyrir ofan Elliðaárrafstöðina eru nokkrir hænsakofar. Þar eru hæn- unar óvenju roggnar. Eflaust standa borgarstjórnarkosningar fyrir dyrum hjá þeim eins og mönnunum í nágrenn- inu. Rétt hjá hænsakofunum una sér fáeinir strákar við stíflugerð. Vafalaust eru þar framkvæmdamannaefni. Skyndi- lega hætta þeir við stíflugerðina og stika upp að hænsnakofunum. — Skyldum við finna egg? spyr einn þeirra. — Uss, nei, þetta eru ómerkilegar FÁLKINN 9

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.