Fálkinn


Fálkinn - 30.05.1962, Blaðsíða 11

Fálkinn - 30.05.1962, Blaðsíða 11
Státnar eru gæsirnar í brekkunni fyrir neðan Bústaði og það var ekki laust við að þær litu fyrirlitningaraugum á endurnar fyrir neðan. Frísklegir eru nemendurnir hennar Rosemarie, enda eiga þeir oft kost að láta fákana spretta úr spori eftir grundunum. Hænurnar í hænsnabúrinu á myndinni hér að ofan verpa ekki eggjum fyrir utan stíuna Sem sagt mestu myndar hænur. — Svona, þú átt að vera aftar í ístaðinu, hællinn á aldrei að vera í því, segir leiðbeinandinn. Hún hcjitir Rose- marie Þorleifsdóttir og er rúmlega tví- tug. Hún hefur lært listirnar í reið- mennskunni í Þýzkalandi og kennir þær nú hér á vegum Fáks. — Það eru nú um 50 nemendur hjá mér núna. Ég kenni tvo tíma fyrir há- degi og tvo tíma eftir hádegi, segir hún. — Rosemarie, beizlið er laust hjá mér, segir ung hnáta, er komin er á bak. — Þú verður þá bara að fara af baki og laga það, kelli mín, segir Rosemarie. — Það er þá bezt að ég leggi á minn hest. Svo förum við af stað, — við ríðum hérna um nágrennið í svona klukkutíma. Nei, það eru engar endur hér, þær eru upp í ásnum þarna, líka gæsir. En kýr eru á Bústöðum. Jæja, þá skulum við leggja af stað. Hópurinn ríður af stað. Krakkarnir fara fetið, en einstaka lætur klárinn brokka. — Annars tek ég skrifstofufólk í tíma á kvöldin, hrópar hún til blaða- mannsins um leið og hún kveður. Gæsirnar vagga sér. Þær eru bústnar og augsýnilega vel aldar gæsirnar, sem kjaga í brekkunni fyrir neðan Bústaði. Það er eins og þær hafi lagt allan heiminn að fótum sér. Örlítið neðar eru endur á vappi og gæsirnar líta þangað með fyrirlitningu. Það leynir sér ekki, að þær þykjast hátt yfir endurnar hafnar, enda reyna þær að teygja sig og hreykja sér hátt. Bröndóttur köttur stekkur yfir girð- inguna og læðist að þeim, en þær virða hann ekki viðlits og kattarskömmin læðist skömmustulegur burt. Heldur vil ég rollumar. Nokkrar þrifalegar ær eru á beit á sama bletti og gæsirnar. Samkomu- lagið virðist vera með ágætum. Það stendur kona við grindverk nokkurt og hugar að kindunum sínum. — Góðan daginn, eigið þér þessar kindur? — Já, ég hef að minnsta kosti eignað mér þær. Það var ein að bera fyrir svona tíu mínútum. Konan snýr sér að ánni: — Svona kjáninn þinn litli, tap- aðu nú ekki öðru lambinu þínu. — Það var slæmt að missa af burð- inum. Það hefði ef til vill verið hægt að ná skemmtilegri mynd af honum. — Það gerir ekkert, hann Ósvaldur, — Ósvaldur Knudsen, hefur fest þetta allt saman á filmu. Sýnir hann myndina ekki í Tjarnarbíó, ég meina Tjarnarbæ í kvöld? spyr konan. — Jú, hann sýnir líka myndina af séra Friðriki og Þorbergi Þórðarsyni. — Já, þá vil ég nú heldur rollurnar en rassinn á honum Þorbergi út í Eff- ersey, svarar konan spozk. ★ Niðri í Fossvogsdalnum er dráttarvél að draga slóða. í fjarska heyrist hund- gá. Það hleypur grár köttur yfir Bú- staðaveginn . Á Bústöðum er verið að hleypa kúnum út. ii> i í111B11

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.