Fálkinn


Fálkinn - 30.05.1962, Blaðsíða 12

Fálkinn - 30.05.1962, Blaðsíða 12
TEIKNARI HINNA r* FFIGU F. NERUDA ■ ftll VI V Unnusti hennar þaut niður þrepin í einu stökki, þreif til Grikkjans annarri hendi en greip teiknibók hans nteð hinni. Yið hlaupum á eftir honum, en þeir velt- ust um í rykinu. Teikni- bókin opnaðist og blöðin fuku út um allt. A einu þeirra gat að líta ... Gufubáturinn látlausi, sem gengur daglega milli Miklagarðs og Prinsessueyju, skilaði okkur heilu og liöldnu til Prinkipó, og við gengum á land. Farþegar voru fáir, aðeins við tveir og pólsk fjöl- slcylda, hjón með dóttur sinni og unnusta liennar. Nei. ónei, .... það var einn enn. Ungur maður, Grikki, liafði komið um borð i Miklagarði, við timburbrúna yfir Gullna hornið. Af vatnslitabók, er hann bar undir höndinni ályktuðum við, að bann væri málari. Hann bafði svart og lirokkið hár niður á herðar, föl- leitt andlit, dökk og djúpstæð augu. I fyrstunni fannst mév hann skemmtilegur. Hann vildi allt fyrir okkur gera, og fræddi okkur heilmikið um land það, sem við vorum nú að ferðast um. En var allt of málgefinn, og að tiu minútum liðnum gekk ég frá honum. Pólska fjölskyldan var liins vegar mjög aðlaðandi. Gömlu hjónin voru undur góðleg og gersamlega laus við allt yfirlæti, unnustinn var ungur og fyrirmann- legur, heimsmaður að sjá. Þau ælluðu að dveljast um sumarið í Prinkipó. Dóttirin var fíngerð og skorti hið sólbrennda yfirbragð Suðurlanda. Þessi fagra og föl- leita stúlka leit svo út, sem annaðhvort liefði hún ný- tekið vanheilsu noklcra eða væri eigi fyrir löngu stigin upp úr erfiðum sjúkdómi. Hún studdist við arm unn- usta síns, nam iðulega staðar til að blása mæðinni, og annað veifið fékk liún þurr lióstaköst, svo hún varð að liætta í miðri setningu, þótt lágmælt væri. Hvert sinn er hún lióstaði, nam unnusti hennar stað- ar og leit viðkvæmum augum til hennar. Og þegar hún endurgalt tillit hans, virtust augu hennar segja: „Þetta er eklcert .... Mér líður ágætlega.“ Þau trúðu á bata liennar og bjarta framtíð. Grikkinn hafði skilið við okkur, þegar á land kom. Hafði hann bent okkur á gott gistihús, er franskur maður rak, og hugðist fjölskyldan setjast þar að. Gist- ing var þarna ekki ýkja dýr, útsýn dásamleg og hót- elið búið öllum þægindum á Evi'ópu vísu. Við snæddum saman liádegisverð, og þegar mesti miðdagshitinn var liðinn hjá, gengum við öll i hægð- um okkar inn hlíðina, upp að litlum skógarlundi, til að njóta útsýnisins. Við vorum nýbúin að leita okkur uppi góðan blett til að setjast fyrir á, þegar Grikkinn kom í ljós. Hann hneigði sig aðeins fyrir okkur, lit- aðist um eftir þægilegum stað, settist því næst i fárra slcrefa fjarlægð frá okkkur, dró upp rissbók sína og bóf að teikna. „Trúlega situr hann upp við klett, til þess að við förum ekki að hnýsast í teikningar hans,“ varð mér að orði. 12 FÁLKINN „Ekki skil ég að neinn langi til þess,“ mælti ungi Pólverjinn. „Við höfurn nóg annað að skoða.“ Eftir drykklanga stund bætti liann við: „Ég liugsa, að hann ætli að hafa okkur sem framsvið myndar- innar .... Sama er mér.“ Vissulega böfðum við nóg til að virða fyrir oklcur. Hvergi held ég að til sé unaðslegri né indælli staður i víðri veröld en Prinkipó. Hinn pólitíski píslarvottur írena, samtíðarmaður Karlamagnúsar, dvaldi liér mán- aðártima í útlegð. Mér fannst að ef ég gæti veitt mér að vera hér í mánuð, hlyti ég að lifa á endurminn- ingunum alla mína ævi. Jafnvel þessi eini dagur varð ógleymanlegur. Loftið var svo hreint og tært og hlýtt, að augað sveif á svanavængjum um órafjarlægðir. Til hægri risu dökkir liamrar Asíu úr sævi, en vinstra megin sá í fjarlægð til brattra, bláz’ra stranda Evrópu. Nærri okkur lá Ghalki, sem er ein af niu eyjum í Prinsessuflóa. Þarna lá hún þögul og dulúðug, vaxin dimmleitum kýprusviði. Hún var eins og áleitinn draumur. Efst á eynni gnæfa byggingar miklar .... það er geðveikrahæli. Yfirborð Marmarahafsins var þakið gárum, og lék í öllum regnbogans litum eins og risavaxinn ópall. I fjarska var það livítt á að líta, eins og mjólk, nær okkur brá á það rósrauðum gljáa og úti millum eyj- anna glampaði það eins og gullið aldin. Djúpið fyrir fótum okkar var safírblátt. Ekkert raskaði yndisleik þess, engin stórskip voru á ferð um það. Inni undir ströndinni voru aðeins tveir smábátai:, er báru brezka fánann. Fóru þeir í kráku- stígum fram og aftur, annar gufusnekkja, litlu stærri en miðlungs merkjatunna, hinn róðrarhátur mannaður sjókörlum. Virtist bráðið silfur drjúpa af árurn þeirra, er ræðarar lyftu þeim í háttbundinni stigandi. Hugrakkir höfrungar lioppuðu úr sjónum rétt bjá bátnum, eða runnu langa hálfhringi i vatnsskorpunni, öðru hvoru svámu risavaxnir ernir loftið meginlanda milli, bljóðlausu, hátignarlegu flugi. Hlíðin fyrir neðan okkur var alþakin rósum í full- um blóma, loftið var þrungið ilmi þeirra. Undurþýð og dreymin tónlist barst upp til okkar, frá bogagöng- um gildaskálans niðri við ströndina. Við sátum öldungis agndofa. Samræður bljóðnuðu og við gáfum okkur gjörsamlega á vald þeirra liug- hrifa, er skópust við að skoða þessa Paradís. Unga stúlkan pólska lá í grasinu og livíldi höfuð við brjóst unnusta síns. Það brá daufum roða fyrir á andliti hennar, dúnmjúku og ávölu, og allt í einu tóku tár að hrynja af bláu augunum hennar. Unnustinn skildi

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.