Fálkinn


Fálkinn - 30.05.1962, Blaðsíða 13

Fálkinn - 30.05.1962, Blaðsíða 13
geðshræringu hennar, laut niður að henni og kyssti þau brott, eitt af öðru. Móðir hennar sá þetta og tár- felldi líka, jafnvel ég .... þegar ég virti meyna fyrir mér, fór ekki hjá því, að mér yrði heitt um hjartarætur. „Hér hlýtur likami og sál að læknast og endurnær- ast,“ hvíslaði stúlkan. „Hvílíkur unaðsreitur sem hér er.“ „Það veit guð, að ég á enga óvini,“ mælti faðir henn- ar. „En ef ég ætti þá einhverja og hitti þá hér, gæti ég ekki annað en fyrirgefið þeim.“ Hann var skjálfraddaður. Aftur varð þögn. Við vorum öll þrungin óumræði- lega unaðsfullri geðshræringu. Við vorum hvert út af fyrir sig i sambandi við sæluheim, er okkur langaði mest til að eiga og njóta i félagi við allt mannkynið. Við fundum öll hvað liin hugsuðu, því mælti enginn orð. Við veittum því naumast athygli, að Grikkinn hafði lokað teiknibók sinni eftir um það bil klukkustundar vinnu, kvatt okkur lauslega og horfið úr návist okkar. Við sátum kyrr eftir. Þannig liðu nokkrar klukkustundir, og særinn var tekinn að breiða yfir sig purpuraroða þann, er hin suðlægu lönd eru svo, fræg fyrir. Þá minnti frúin okk- ur á, að tími væri til kominn, að hafa sig inn. Við héldum niður hlíðina til gistihússins, í hægðum okkar, en léttum skrefum, líkt og börn, sem látin eru sjálfráð. Við settumst úti á opnar dyrasvalirnar fyrir framan hótelið. Ekki vorum við fyrr sezt, en við heyrðum hávaða af skömmum og rifrildi fyrir neðan okkur. Grikkinn okkar virtist hafa lent í deilu við húsráð- anda, og við hlustuðum á orðaskiptin og höfðum gam- an af. Samræðan varð þó eklci löng. „Ef það væri ekki fyrir þá sök, að ég verð að sinna öðrum gestum mínum ....,“ mælti hóteleigandinn um leið og hann kom upp svalaþrepin. „Heyrið mig,“ sagði Pólverjinn ungi, þegar hann nálgaðist borð okkar, „hver er þessi maður? Hvað heit- ir hann?“ „Ó, það má guð vita, hvað þessi náungi kallar sig sjálfur,“ anzaði húsbóndinn i illu skapi, og skaut hníf- um úr augum sér út fyrir handriðið. „Við köllum hann blóðsuguna.“ „Listamaður, býst ég við?“ „Þokkalegur listamaður það, .... málar ekkert ann- að en eintóm lik. Ekki skal nokkur maður andast liér um slóðir ellegar i Miklagarði, svo, að þessi þorpari sé ekki tilbúinn með mynd af nágrímu hans, og það sama daginn. Það er af þvi hann málar þær fyrirfram .... En það skal djöfullinn vita, að aldrei skjátlast honum, þessum hrægammi!" Gamla konan rak upp óp. Dóttir hennar hafði hnig- ið í fang hennar. Það hafði steinliðið yfir hana, hún var náhvit eins og dauðinn sjálfur. Unnusti hennar þaut niður þrepin í einu stökki, þreif til Grikkans annarri hendi en greip teiknibók hans með hinni. Við hlupum á eftir honum, en þeir veltust báðir um i rykinu. Teiknibókin syiptist opin og blöðin fuku út um allt. Á einu þeirra gat að líta nákvæma teiknimynd af ungu stúllcunni. Hún lá með lokuð augu sem á líkbörum, og myrtusveig um ennið. —i0r— FÁLKINN 13

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.