Fálkinn


Fálkinn - 30.05.1962, Blaðsíða 15

Fálkinn - 30.05.1962, Blaðsíða 15
bregðum okkur jyrst á æfingu hjá Val, tök- u'm myndir af hverjum einstökum leikmanni og birtum nokkrar upplýsingar um hann. Síð- ar munu hin félögin koma, hvevt af öðru. Valur er yngstur Reykjavíkurfélaganna (að Þrótti undanskildum) og þó kominn nokkuð til ára sinna. Hann átti fimmtugsafmæli 11. maí 1961. Valur hefur tekið þátt í íslands- móti meistaraflokks samfleytt frá 1915. I skýrslu, sem tekin var saman á fimmtugs- afmœlinu 1961, höfðu þeir leikið 160 leiki í mótinu, unnið 76, gert 34 jafntefli og tap- að 50 leikjum. Markatalan er 360:294. Tólf sinnum hefur Valur orðið íslandsmeistari í knattspyrnu, fyrst 1930, en síðast 1956. Valur hefur átt mörgum snjöllum leikmönnum á að skipa og mœtti nefna t. d. Albert Guð- mundsson, Sigurð Ólafsson, Hermann Her- mannsson, Grímar Jónsson, Frímann Helga- son, Ellert Sölvason, Halldór Halldórsson og fleiri. Sá ma'ður, sem lengst hefur keppt, er Sigurður Ólafsson, alls 202 leiki. Næstur er Ellert Sölvason með 180. Núverandi þjálfari Vals er Óli B. Jónsson, sem verið hefur þjálfari K.R. í mörg ár. (Sjá mynd hér til hœgri). Steingrímur Dagbjartsson er 20 ára nemi í járnsmíði. Hann hefur stundað knattspymu frá því að hann var 12 ára og verið síðustu 2 ár í meistaraflokki. Hann er hægri útherji. Björgvin Daníelsson er 24 ára, prentari að atvinnu. Hann hefur stundað knattspyrnu frá barnæsku og keppt síðustu sjö árin með Val. Hann leikur miðframherja. Þorsteinn Friðþjófsson er 22 ára, bílstjóri að atvinnu. Hefur stundað knattspyrnu frá 1950 og keppt í meistaraflokki frá því að hann var 17 ára. Hann er vinstri bakvörður. Sigurjón Gíslason er 25 ára og stundar nám í Vélskólanum. Undanfarin sex ár hefur hann leikið í liði Hafnfirðinga, en er nú nýgeng- inn í Val. Hann leikur stöðu mið framvarðar. Bergsteinn Magnússon er 21 árs og húsasmiður að atvinnu. Hefur verið síðustu 4 ár í m.fl. sem hægri innherji.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.