Fálkinn


Fálkinn - 30.05.1962, Blaðsíða 16

Fálkinn - 30.05.1962, Blaðsíða 16
EKIÐ IJM NÓTT SMÁSAGA EFTIR KAREN M0LLER Lágur dökkleitur vagn beygði fyrir hom og hélt ferðinni áfram niður breið- götu eina mikla, sem til beggja hliða var girt regnvotum trjám, er báru við þoku- þykknið eins og bleikar skuggamyndir. Umferð var svo til öll hætt. Það var komið fram undir miðnætti og í slíku veðurfari héldu allir sig innan dyra, sem ekki höfðu ákveðnum erindum að gegna úti við. Þétt og rök þoka, úðavæta. Langt í fjarska gall við lúður annað veifið, eins og kýr með erfiða kálfssótt. Það var tvennt í bifreiðinni. Karl og kona. Maðurinn sat við stýrið. Hann var dökkur yfirlitum og andlitið mark- að rúnum reynslunnar, um hálsinn hafði hann vafið þykkum ullarklút. Konan var smávaxin og náði honum ekki nema í öxl, hárið gljáði eins og látúnsbaugur um andlit hennar, fín- gert og fölt. Varir hennar voru all- þrýstnar, borið saman við annan and- litsvip, og var þó munnurinn hinn feg- prsti. Loðkápa lá yfir herðar henni og framan á brjósti hennar glampaði glæsilegt hálsmen. Maðurinn tók af sér trefilinn án þess að líta af akbrautinni. — Láttu á þig hálsklútinn, Díana. Þú verður innkulsa. Mundu eftir þínum silfurskæra hlátri. Hann má þó að minnsta kosti ekki verða hás og hljómlaus. Konan anzaði honum ekki. Hún sat hreyfingarlaus og föl, með fagran hlið- arsvip og þrýstnar varir, líkt og andi frá öðrum heimi. Maðurinn hló við lágt. — Er það vegna þess, að klúturinn minn sé Ijótur, sem þú vilt ekki láta hann á þig? Þetta er fyrirtaks trefill úr fínni ull, og er ennþá heitur eftir mig. Enda sér þig enginn hér — nema maðurinn þinn. Og ljótasti klútur í heimi gæti ekki gert þig ófríða. Það 16 FÁLKINN getur ekki nokkur skapaður hlutur. Láttu hann á þig, elskan mín. Ekkert svar enn. Þá lagði maðurinn klútinn um háls konunnar með annarri hendi, laust og klaufalega. Hún hreyfði sig ekki að heldur, hvorki til að rífa klútinn af sér, eða laga hann betur á sér. Nú komu þau að krossgötum og maðurinn dró úr hraðanum. — Ættum við að reyna veginn til hægri, Díana? Þá losnum við alveg við bannsetta þokulúðrana. Þeir fara í taug- arnar á mér. Ég hef ekki hugmynd um, hvert hann liggur. En finnst þér það gera nokkuð til? Þér hefur ætíð þótt gaman að aka á nóttunni. Eftir ókunn- um vegum. Þokan og hálkan eykur bara nautnina, finnst þér það ekki, Dí- ana? Eykur við hana eggjandi slysa- hættu, það lætur þér nú. Manstu eftir því, þegar við minntumst á það í fyrsta sinn? Þegar við ókum heim af helgar- ballinu í Willington? Það var eiginlega ekkert okkar alveg ódrukkið. — En hvað um það? sagðir þú. — Mér þykir svo garaan að aka á nótt- unni, eftir ókunnum vegum. Það er eins og veröldin verði ný — dásamleg, framandi og dularfull, þegar sólin er hnigin og maður sér ekki hvert hús, hvert tré eða beygju. Og að við séum ofurlítið kennd — já, en góði bezti, það er bara einum unaði meira. Maður á að horfast í augu við hætturnar. Ef til vill veltum við á einhverri beygjunni, og verðum kannski flutt á sjúkrahús. Hvað um það? Þá erum við búin að reyna það til viðbótar..... Maðurinn hló aftur. Hljóðlega og dill- andi. — Ég hélt ekki að þér væri al- vara, Díana. Þetta indæla eiginkonu- fiðrildi sem þú ert. Ég bjóst við að þú myndir grípa dauðahaldi í mig og hvísla: — Elsku, við skulum bíða þang- að til í fyrramálið. Þá er orðið bjart og við allsgáð. — Hvernig átti ég að búast við að þér væri alvara? Svona fíngerð og gagnsæ sem þú varst. Þú ert og hefur alltaf verið eins og fiðrildi. Og þó er sannleikurinn sá, að þú ert sterkari en tvö hundruð punda karlmaður, sem geng ið hefur á hæstu fjöll heims. Er þetta ekki satt? Konan sat grafkyr með gullið hárið eins og geislabaug um höfuðið. Trefill- inn lá ennþá eins og hann myndi detta af henni þá og þegar. — Nú ökum við brott frá þessum bannsettum lúðrum. Heyrirðu, hvernig drunur þeirra eru að deyja út? Líttu á ljóskerin meðfram veginum. Finnst þér þau ekki vera einkennileg? Eins og þau séu vandlega vafin inn í grisju. Svo berjast þau við að gera skyldu sína — og lýsa — gegnum allár búðirnar. Sástu bakljósið þarna? Það er lítill og full- hlaðinn fólksbíll. Ég held það hafi ver- ið yfirsetukonuvagn. Annaðhvort á hún að hjálpa konu í barnsnauð, ellegar hún er á heimleið frá fæðingu. Sérðu hana ekki fyrir hugskotssjónum þér, Díana? Bústna, glaðværa og hressilega, þar sem hún hellir í sig kaffinu með hamingju- sömum foreldrum. Tekur í hönd föð- urins, svo hann sárkennir til. Ljós- móðir...... Aftur hló maðurinn, þessum sérkenni- lega hlátri. — Þú þurftir aldrei á svo- leiðis heimsókn að halda, ha? Enda þótt það væri mín heitasta ósk að eign- ast börn — dreng, sem ég gæti leikið við fyrir framan arininn, sagt honum uppspunnin ævintýri og keypt handa honum kjánalegar jólagjafir. Þú varst of viðkvæm og veikbyggð fyrir þá þján- ingarfullu athöfn, sem heitir að auka ætt sína. Ég vægði þér við þessu, því þú gekkst sjálf fyrir öllu. Líka fyrir draumi mínum um afkomendur. Ertu að gráta? Nehei, þú grætur ekki. Hvað heldurðu eiginlega að klukkan sé? Ég tók ekki úrið mitt í flýtinum. Segðu mér hvað klukkan er, elskan mín. Konan hreyfði hvorki legg né lið. Þá lyfti maðurinn grönnum handlegg hennar og leit á gimsteinum sett úr, er spennt var um úlnlið hennar. — Vantar fimm mínútur í hálf eitt. Nýr dagur runninn upp — þó maður sjái nú ekki mikið til hans ennþá. Manstu, þegar þú taldir mér trú um, að þetta úr væri einskis virði, og þú hefðir fengið það hjá henni Önnu, af því að hún nennti ekki að ganga lengur með það? Mér hnykkti við, þegar Derek trúði mér einu sinni fyrir því á glaðra vina fundi, að Henderson hefði gefið þér það, og að það kostaði of fjár. Ég krafði þig reikningsskapar. Heiftugt og hjáróma. Fyrst varstu eins og þú ert núna. Köld eins og jökull. Þú sazt í stóra, dimmbláa stólnum og varst eins og málverk frá átjándu öld. Fegurð þín var meiri en guð ætti að "gefa nokkurri konu. Og þú hafðir úrið um úlnliðinn. Hið eina sem þú gerðir var, að lyfta þínum draumfögru hand- leggjum með hægð og ró, og líta á þetta úr. Þegar ég var orðinn útbrunninn, tómur og örvæntingarfullur, lifnaðir þú við. Hvers vegna hefðir þú ekki átt að taka við þessu úri, þegar þú fekkst það gefins? spurðir þú. Með þessari hljómþýðu, ofurlítið andstuttu rödd, sem þú fekkst í vöggugjöf, eins og allt annað. — Vegna þess að þú ert konan mín, öskraði ég, hásari en hrafnsungi. — Og sem konan mín getur þú ekki þegið gjafir, dýrar gjafir, af öðrum karlmanni. Viltu skila því aftur? — Nei, svaraðir þú — Það gæti ég ekki látið mér til hugar koma, svo fal- legt sem það er. Eða hefur þú kannski efni á að gefa mér annað eins, mér er spurn? Svo lytir þú úlnliðnum, sem var svo grannur að mig hefði ekkert munað um að brjóta hann. Ég lofaði þér að halda þessu úri. Allir vissu, að það var óhemju dýrt, og að Henderson hafði gefið þér það — en þú hélzt því. Af því ég get ekki neitað þér um neitt, vegna þess að ég var lydda. Rándýrt úr, gjöf frá spjátrungi, sem illt orð fór af. En ég gerði ekkert — annað en að sjá það hvern einasta dag. Á úlnliði þínum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.