Fálkinn


Fálkinn - 30.05.1962, Blaðsíða 17

Fálkinn - 30.05.1962, Blaðsíða 17
Ég leið verstu vítiskvalir, en hvað átti ég að gera? Ég elskaði þig — ég var ást- fanginn af þér .... þessum litla kven- skratta, — Þú getur notað mig fyrir gólfþurrku, þú getur hrækt framan í mig — ég verð þinn auðmjúkur þræll til hinsta andardráttar. Þinn auðmjúkur þræll, sem lifir í helvíti...Viltu ekki vindling? Við skulum nema staðar and- artak og reykja — í þokunni. Blessaðri þokunni....... Hann stöðvaði vagninn undir einu götuljósinu. Ljóskersstólpinn var dimm- ur og tröllslegur á að sjá. — Hlustaðu á, Díana, hvernig regnið stynur, kvakar og hvíslar. Það er við- felldið að sitja svona í þokunni og hlusta á regnið, finnst þér ekki? Maðurinn kveikti í vindlingi og stakk honum í munn konunnar. Því næst hallaði hann sér aftur í sætið, kveikti í öðrum handa sjálfum sér og saug að sér reykinn, hægt og djúpt. — Það er hált á vegunum, mælti hann dreymandi. — Það er þoka, það er myrkur, við erum ókunn umhverf- inu — hefði ég getað boðið þér í betri næturferð? Nei, veiztu nú hvað, Díana, þú mátt ekki missa vindlinginn og leggja eld í loðkápuna. Einkennileg ertu. Þegar þú setur þér að vera eins og ísjaki, skilarðu hlutverkinu út í yztu æsar. Þú mátt ekki kveikja í þessari kápu, ég sem varð að selja veiðihúsið mitt til að borga hana. Ég eiskaði þetta veiði- hús og átti beztu stundir ævi minnar í því. En nú á Sir Nichols það........ Og hundurinn hans bítur mig í bakhlut- ann, ef ég voga mér á veiðar þar upp- frá. Þú varst heldur ekkert annað en upp- gerð, þegar ég komst að því, að þú hafð- ir ekki eytt sumarleyfi þínu hjá Patr- isíu Hawthorne hinni feitu, heldur í París, með Sommer kapteini. Þú ert framúrskarandi leikkona, Díana. Manstu, þegar þú varst að lýsa því fyr- ir mér, hvernig Patrisía leit út — í náttfötum í hýjalíni — þegar hún hélt að þjófar væru komnir inní húsið? Og þið ædduð um allt á náttfötunum og æptuð, hver sem betur gat. Svo snædduð þið meiri háttar máltíð á eftir, og Patrisía át hálft svínslæri. Svo hungruð var hún eftir skelkinn. Þú sagðir svo greinilega frá þessu að ég sá það allt ljóslifandi fyrir mér — and- litið á Patrisíu, grænt af ótta, akfeita fætur hennar, eins og bolludeig, í fjólu- bláum ilskóm með dúnkanti........ Og svo skyldi þetta vera lygi frá upp- hafi til enda. Þú varst í París, drakkst þar kampavín og lést kyssa þig í sið- lausum næturklúbbum. Þú fekkst svört knipplingaundirföt — frá honum. Þetta vissu allir í bænum, og hlógu að mér á bak, meira að segja upp í opið geðið á mér, út af þessum undirfötum. Skildi ég kannske við þig? Nei, Díana, nei. Nú á ég ekkert eftir. Heiður, sjálfs- virðing .... allt er það troðið til bana undir þínum öskubuskufótum. Þegar þú hafðir lokið þér af við að leika ís- jaka, sagðir þú: „Ég kann vel við mig í París. Og ekki hefur þú efni á að fara með mig þangað. Drottinn minn dýri, eins og mér þyki ekki vænt um þig, þrátt fyrir allt, það veiztu vel. Er ég ekki konan þín? Deilum við ekki með okkur borði og sæng? Ef ég elskaði þig ekki, dytti mér ekki annað í hug, en fara mína leið..... Hver getur komið vitinu fyrir svo ástleitna veru? Eftir á varst þú svo ást- úðleg, ó, svo indæl. Þú kvakaðir og hlóst og söngst, sást um að ég fengi uppáhalds matinn minn og saumaðir tölur í skyrtuna mína með þínum dá- samlegu höndum. Og gimsteinum setta úrið glitraði á úlnliði þínum og undir kjólnum barstu undirfötin hans........ Jæja Díana, nú er vindlingurinn upp- reyktur. Sjáðu, ég fleygði glóandi stúfn- um útí stóreflis vatnspoll og það slokkn- ar í honum. Það er eitthvað dapurlegt við glóð, sem verður að deyja. Konan hreyfði sig ekki. Maðurinn ræsti vélina. — Við aukum hraðann, er það ekki, Díana? Svo þú megir heyra vindinn þjóta. Verst af öllu, að það skuli vera logn í nótt og vagninn lokaður. Þér sem þykir svo gott, að láta næturloftið leika um andlit þitt, er það ekki? Furðulegast er, að þú skulir þola það. Allir láta gabbast af veiklulegu útliti þínu. Einnig ég, ævin- lega, og þekki ég þig þó út og inn. Þú manst það nú, þegar Leó pabba- Framh. á bls. 36. FÁLKINN 17

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.