Fálkinn


Fálkinn - 30.05.1962, Blaðsíða 18

Fálkinn - 30.05.1962, Blaðsíða 18
KRÍMSTRÍÐIÐ FYRIR HUNDRAÐ ÁRUM SÍÐAN VAR í MARGRA AUGUM EINGÖNGÚ HÁÐ TIL AD LAÐA AÐ FERÐAMENN ÚRDRÁTTUR ÚR HARPER'S MAGAZINE KRlMSSTRlÐIÐ hafði vissulega hernaðarþýðingu, en einnig er það athygisvert fyrir annarra hluta sak- ir, — það var nefnilega dálitið róm- antízkur svipur á því. Þar var barist af mildlli grimmd, ótrúlega mikilli, og það var ýmislegt merkilegt, sem skeði. Til dæmis korau fjölmargir ferðamenn til þess eins að horfa á — svona rétt eins og á milliríkjaleik í knattspyrnu. Menn vöndust þessum ferðamanna- hópum — þeir voru satt að segja orðnir hluti af striðinu. Þeir fóru oft fram í fremstu víglínu og þá höfðu þeir gjarna með sér gjafir, t. d. mat- væli, súkkulaði og koníak, og þeir fóru í „skemmtigöngur“ um skot- grafirnar og innan um fallbyssurnar og enginn hafði neitt á móti því, — þetta þótti bara ósköp eðlilegt. Enskur rithöfundur segir frá því, er hann og bróðir hans ferðuðust milli herbúða og ákváðu svo að tjalda hjá 18. fótgönguliðsdeildinni og sneru þeir sér til liðsforingja nokkurs. „Við vildum gjarna fá að tjalda hér í herbúðunum hjá yður.“ Liðsforinginn var mjög samvinnu- jjýður. „Ágætt,“ svaraði hann. „Ég skal sjá um, að ykkur verði fundinn staður.“ Þið skuluð nú ekkj ímynda ykkar að þarna hafi beinlínis verið rólegt. Rússarnir skutu á herbúðirnar og henuaður nokkur hafði misst fótinn nákvæmlega á sama staðnum og þeim félögum hafði verið bent að tjalda. „En það skiptir náttúrlega engu máli,“ sagði liðsforinginn kurteislega. I Krímsstríðinu mættu menn fyllstu kurteisi þar sem sízt skyldi vænta. Hér er dæmi um bardagann við Inkerman, en þar var háð hin grimmilegasta orrusta í niðaþoku. Brezkur liðsforingi uppgötvaði skyndilega, að herdeild hans var i mikilli hættu, og er hann á sama augnabliki sá aðra brezka herdeild rétt hjá, hljóp hann til foringjans og sagði: „Ég bið afsökunar, en við erum komnir i dálitla klipu. Vilduð þið ekki gjöra svo vel og koma okk- hið róma ur til hjálpar? Við hittumst í fyrra hjá Lady Palmerston, var það ekki?“ Lord Cardigan, sem annars hafði unnið sér margt til frægðar í bardög- unum, átti vin, Hubert de Burgh að nafni. Hann hafði fengið lystisnekkju lávarðarins lánaða og sigldi á henni til Krimsskagans. Lord Cardigan fékk leyfi til að sofa um horð og snæða þar hádegisverð á hverjum degi — ellefu kílómetra frá herdeild sinni — og er hann fór í liðskönnun- arferðir fylgdi þessi vinur hans hon- um jafnan, klæddur „diplómat“- frakka í leðurskóhlífum utan yfir lakkskóna og með silkistromphatt. Er stórskotahríðin við Sevastopol stóð sem liæst, riðu þeir Lord Cardigan og de Burgh fram til stórskotaliðsins til þess að sjá hvernig allt færi fram. Fleiri fylgdu á eftir fyrir for- vitnissakir. Fyrirliði stói'skotaliðsins sá ekkert athugavert við það, þótt hópur ókunnugra og óeinkennis- klæddra manna horfðu á þarna sem skothríðin var geigvænlegust, — orustan gat jafnvel haft úrslitaþýð- ingu í þessu stríði. 1 þokkabót gaf hann sér tíma til að ræða við áhorf- endur og útskýra áætlanir stórskota- liðsins. 18 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.