Fálkinn


Fálkinn - 30.05.1962, Blaðsíða 19

Fálkinn - 30.05.1962, Blaðsíða 19
siðasta___ ntiska strid „Einmitt það,“ sagði Háðfuglinn Lord Cardigan. „Nú skil ég. Þetta fólk þarna niðurfrá — það eru okk- ar menn, er það ekki? Þeir skjóta á Rússana, og Rússarnir skjóta á okk- ur, ekki satt? En hvers vegna rekum við Rússana þá ekki á flótta?“ Fyrirliðanum varð fátt um svör við þessari einföldu spurningu. Heilmargar liðsforingjafrúr voru þarna með eiginmönnum sínum. Staf- aði það bæði af ást þeirra til manna sinna og einnig af ævintýraþrá. Lady Errol, — sem gil't var Érrol lávarði, yfirmanni 60. herdeildarinnar — kom með flutningaskipi ásamt manni sínum og frönsku stofustúlkunni. Er herinn gekk á land og hélt til Alma, fylgdi hún með. Hún svaf í tjaldinu hjá manni sínum', en j)ví miður hafði aðeins tekizt að útvega eitt rúm. Mörgum árum síðar spurði eitt barnabarna hennar, hvort rúmið hefði ekki verið gott. „Það veit ég ekki, drengur minn,“ sagði hún. „Hans hátign svaf í rúm- inu, og ég á grasinu.“ Lady Errol var mjög liuguð. Eftir bardagann við Alma-fljótið var miklum erfiðleikum bundið að fá ein- hvern til þess að fara yfir til Rúss- anna og biðja um vopnahlé, svo að unnt væri að grafa hina föllnu — öllum fannst, að Rússunum væri ekki að treysta. Lady Errol gaf sig fram, og gekk yfir vígvöllinn með hvíta fánann, í reiðfötum með fjaðra- hatt á höfði. Rússarnir höfðu vissulega ó- líkt betri aðstöðu, er hardaginn við Alma hófst. Um aldaraðirhefur Alma- fljótið grafið sig niður í gegnum hæð- irnar, j>annig að háir baldtar eru sin hvoru megin árinnar, og eru ])eir bæði snarbrattir og háíir. Fljótið sjálft er mjög hættulegt, snardýpkar er minnst varir og þungur straumur- inn hefur myndað næstum lóðréttan vegg niðri við vatnsborðið. Á jíessuni hökkum stóðu Rússarn- ir gráir fyrir járnum og þóttust ör- uggir með sig. Þeir héldu að ómögu- legt væri að fá hermennina til að brjótast yfir fljótið og upp á hakk- ana ]>ar sem þeir stóðu. Það væri sama og senda hermennina út í op- inn dauðann. Þess vegna hafði rússneski furst- inn Menschikov boðið 30 ungum stúlkum frá Sevastopol þangað út eftir og sjá brezka herinn gjörsigr- aðan, en hugsaði sér að láta hei-menn sína njóta góðs af matföngum þeim, er þær kynnu að hafa með sér. Þetta var fagur septemberdagur og þær komu akandi í opnum léttivögnum, í fallegum sumarkjólum og mösuðu ósköp mikið, eins og stúlkum er títt. Þær voru með sólhlífar og höfðu meðferðis einhver feikn af kampa- vínsflöskum og matarkörfum. Ungu rússnesku stúlkurnar ráku upp aðdáunaróp, er þær sáu brezku og frönsku fótgönguliðana sækja fram yfir sléttuna — hundruð af litlum skarlatsrauðum deplum. Það sem áhorfendur nú sáu, var eitt af afreksverkum brezka hersins. Hið ómögulega varð mögulegt. Þeir réðust upp bakkana við fljótið og gestimir urðu að flýja sem fætur toguðu — og fengu ekki einu sinni tíma til þess að tína saman karppa- vínsflöskurnar, matföngin og sólhlíf- amar. Sú allra vinsælasta af þeim kon- um sem viðstaddar voru Krímsstríð- ið var frú Duberly, en maður henn- ar, Duberly höfuðsmaður, var í 8. herdeildinni. Hún var lagleg og fjör- ug, lífsglöð og full af ævintýraþrá, auk þess sem hún sat hesta af mik- illi list. Hún hafði upphaflega eklti fengið leyfi til þess að fylgja manni sinum til vígstöðvanna, en er hún fékk færi á að komast með flutninga- skipi, fór hún í leyfisleysi. Hún bjó um borð í skipi, sem lá i hafnarbæn- um Balaklava og hún fór í land á hverjum degi til þess að vera hjá manni sínum og fylgja honum á eft- irlitsferðum. Morgun nokkurn sat hún í káetu sinni, er sendimaður höfuðsmannsins færði henni skila- boð, sem eru áreiðanlega alveg ein- stök i allri styrjaldarsögunni: „Bardaginn um Balaklava er að hefjast og lítur út fyrir að vei'ða spennandi. Ég sendi þér hest. Þú mátt engan tíma missa — komdu eins fljótt og þú getur. Slepptu morg- unverðinum.“ Frú Duberly sleppti morgunverð- inum. Hún horfði á orrustuna og var í fremstu víglínu. FÁLKINN 19

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.