Fálkinn


Fálkinn - 30.05.1962, Blaðsíða 22

Fálkinn - 30.05.1962, Blaðsíða 22
NÝ SPENNANDI FRAMHALDSSAGÁ EFTIR BRITT HAMDI Um leið og Katrín kom inn í borð- stofuna á barnaheimilinu, uppgötvaði hún, að önnur stúlka var komin í henn- ar stað. Hún stóð andartak við dyrnar og starði á þá nýkomnu. Reiðin sauð í henni, en hún gladdist næstum yfir þeirri tilfinningu. Það var nýlunda og tilbreytni að finna til annarra kennda en skammar og niðurlægingar. Fyrir örstuttum tíma hafði hún orðið að taka á öllu sem hún átti til þess að megna að ganga inn í borðstofuna. „Katrín er kom- in aftur.....Lítið bara á hana Katr- ínu.....Þau vildu ekki hafa hana. .... Enginn vill hafa Katrínu. ....“ Hún gat heyrt glaðklakkalegar raddir stúlknanna við borðið, enda þótt hún héldi báðum höndunum fyrir eyrun. Nú höfðu þau séð hana. Við fyrsta borðið lagði Mary skeiðina frá sér og brosti gleitt. Þessi feita og kiunnalega Mary, sem alltaf brosti til forstöðukon- unnar og kom sér í mjúkinn hjá henni með rógi og blaðri. Mary hafði alltaf hatað Katrínu. Nú mundi ekki líða á löngu þar til hún gerði árás á hana með sínuum illgirnislegu athugasemdum. Katrín beit á vörina. Síðan strunsaði hún framhjá Mary og að gamla staðnum sínum og horfði hvasst á hina nýkomnu, sem sat þar. — Þú getur ekki setið hér. Þetta er minn staður, sagði hún svo hátt að það heyrðist um allt herbergið. Nýja stúlkan, sem var tíu ára gömul, 22 FÁLKINN með slétt hár og föl í andliti, missti skeiðina sína ofan í súpudiskinn, svo að súpan skvettist út á borðið. Hún sagði afsakandi: — Mér var sagt að ég gæti setið hér. Þau sögðu að þú hefðir fengið vinnu. En ég skal gjarnan fara eitthvað annað, ef þú vilt. Þessi óvænta kurteisi gerði það að verkum, að Katrín hikaði. Hún vissi ekki hvernig hún ætti að bregðast við svona framkomu. En hún varð að halda nfram, til þess að hinar stúlkurnar þegðu. Það þurfti ekki nema eitt lítið atvik til þess að þær héldu sér í skefj- um. Það vissi hún af biturri reynslu. Þær voru forvitnar þessar stúlkur og ekki eitt einasta orð mundi fara fram- hjá þeim. — Katrín Williams! Hún þekkti allt of vel þessa skræku rödd sem barst um herbergið. Forstöðu- konan, fröken Brown, stóð í dyragætt- inni með hendurnar krosslagðar á mag- anum og varirnar samanherptar svo að þær mynduðú skeifu. Mary þaut upp af bekknum og kall- aði: —Fröken Brown. Hún byrjaði strax og hún kom inn. Nýja stúlkan sagði ekki eitt einasta orð. Það var Katrín sem byrjaði. Þetta er allt saman henni að kenna. — Komdu hingað, Katrín Williams, sagði fröken Brown. —- Frú Beswick var einmitt að segja mér, að þú hefðir hegðað þér svo illa á vinnustaðnum, að hún hafði orðið að senda þig hingað aftur. Þú varst löt, uppreisnargjörn og ókurteis. í fínum húsum er ekki hægt að nota svona frekar stelpuskjátur eins og þig. Skammastu þín ekki, Katrín Williams? Forstöðukonan var komin nær, svo nálægt, að Katrín gat heyrt þungan og mæðinn andardrátt hennar. Brjóstið á henni gekk upp og niður eins og físi- belgur. Katrín litla gat ekki komið upp nokkru orði. Hjarta hennar barðist ótt og títt af ótta og skelfingu. — Heyrirðu ekki hvað ég segi? Nú var andlit forstöðukonunnar komið fast upp að henni, þetta ófríða andlit, sem hún hafði hatað frá fyrsta degi. Katrín gat aldrei gleymt vetrar- degi fyrir þremur árum síðan. Þá hafði nágrannakonan komið með hana á barnaheimilið, eftir að þær höfðu ekið móður hennar helsjúkri á fátækraspít- alann. Utan á gráu og skuggalegu stein- húsinu hékk járnskilti með svohljóð- andi áletrun: Barnaheimilið Sólargeisl- inn. Skiltið hreyfðist fram og aftur í rokinu og það brakaði í því. Brakið fylgdi Katrínu alla leið inn í kalda forstofuna. Yfirbuguð og örvæntingar- full hafði hún haldið af öllum kröftum í hönd nágrannakonunnar, en það bar engan árangur. Kona kom út úr hálf- rökkrinu og fyrr en varði hljómaði rödd nágrannakonunnar: — Ég kem hérna með hana Katrínu Williams, fröken Brown. Lítill ljósgeisli frá glugganum féll á andlit ókunnu konunnar og allt frá þeirri stundu var fröken Brown lifandi eftirmynd allra norna ævintýranna í augum Katrínar litlu. .... Katrín lyfti höfðinu svo að ljósrautt hár hennar kastaðist til. Fíngert andlit hennar með þessum einkennilega grænu augum sneri beint að forstöðukonunni. Grannvaxinn líkami þessarar ellefu ára gömlu stúlku var rakur undir slitnum og fátæklegum ullarkjólnum. — Nei, ég skammast mín ekki, sagði hún. Herra Hatch og kona hans voru vond við mig. Ég varð að vinna til klukkan tíu á kvöldin. Ég .... ég.... Hér stanzaði hún, ekki af ótta við fröken Brown, ekki af ótta við það sem koma skyldi, heldur af ótta við þær ó- hugnanlegu minningar frá veru hennar hjá Hatch-hjónunum. Um hana gat hún ekki talað við neinn, allra sízt frök- en Brown. — Þetta er í þriðja skipti sem þú ert send til baka, Katrín. Þú hefur verið send í þrjá staði til reynslu, fína og virðulega staði en enginn hefur vilj- að hafa þig. Þú ert til skammar fyrir barnaheimilið og til skammar fyrir lafði Spencer, verndara okkar. Og til þess að kóróna þetta allt saman stofnar þú til illinda hér á heimilinu, strax og þú ert komin aftur. í dag færðu engan mat og þú skalt eiga mig á fæti, ef þú ert með einhverja ósvífni. Það er ekki nóg með að hún móðir þín borgi ekki nema helminginn af gjaldinu fyrir þig, held- ur hefur hún í þokkabót skrifað mér og farið fram á að allt gjaldið væri fellt niður. Hún segist vera veik. — Móðir mín hefur verið veik í mörg ár, sagði Katrín lágt. — Hún getur ekki unnið. Ef hún gæti það, þá væri ég ekki hér. Þá væri ég í fínum skóla og gengi í silkikjólum og allt. — Þegiðu, stelpan þín. Hefurðu enga sómatilfinningu? Svona rennusteins- krakki að voga sér að tala um fína skóla og silkikjóla. Svíðandi sársauki breiddist um kinn litlu stúlkunnar, en Katrín var allt of vön löðrungum til þess að kippa sér upp við þá. Löðrungurinn var ekki nærri því eins slæmur og háðsglósur forstöðu- konunnar um fátækt móður Katrínar

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.