Fálkinn


Fálkinn - 30.05.1962, Blaðsíða 23

Fálkinn - 30.05.1962, Blaðsíða 23
Hvað hefði hún ekki viljað gefa fyrir að sleppa við þá hræðilegu stund þriðja hvern mánuð, þegar fröken Brown eftir morgunandkt las upp skrá yfir greidd gjöld til barnaheimilisins. „Katrín Williams — hálft gjald.“ Þessi orð höfðu brennt sig inn í sál hennar. Mary, sem átti frænda, sem borgaði fullt gjald fyrir hana, stríddi henni stöðugt með þessu. Og nú hafði fröken Brown líka sagt frá bréfi móður hennar. Stúlkurn- ar fyrir aftan hana glömruðu með skeið- um og diskum. Þær voru bersýnilega búnar að borða. í fyrsta skipti í langan tíma fann Katrín ekki til svengdar. Þær máttu eta kartöflusúpuna sína í friði hennar vegna. Hún efaðist um að hún mundi nokkurn tíma borða nokkuð framar. .... Fröken Brown gekk út úr herberg- inu. Karín stóð hreyfingarlaus, meðan hinar stúlkurnar þustu út úr herberg- inu. Loks var hún ein, að því er hún hélt, en þá var skyndilega komið við handlegginn á henni. Hún sneri sér snöggt við. Nýja stúlkan, sem hafði fengið staðinn hennar við borðið, stóð fyrir aftan hana. — Sjáðu, ég geymdi svolítinn brauð- bita handa þér. Og súpan var svo hræði- lega vond, að þú mátt vera heppin að sleppa við hana. Hún rétti fram þurra brauðsneið og Katrín tók við henni. Hún var svo undr- andi að hún gat ekki sagt neitt. — Ég heiti Nellie Fagg oog ég kom hingað fyrir nokkrum dögum. Það er ekkert mjög gott að vera hérna. Katrín tautaði eitthvað, en það heyrð- ist varla. Hún var allt of ringluð til þess að skilja hvað gerzt hafði. Vinátta og gjafmildi voru vissulega ekki eigin- leikar sem uxu á trjánum í Barnaheim- ilinu Sólargeislinn. f þau þrjú ár sem Katrín hafði dvalizt þarna, mundi hún ekki eftir að hafa lifað slíkt atvik fyrr. — Hvaðan kemurðu, spurði hún og beit í brauðið. Það var bezt að flýta sér að borða, áður en hinir krakkarnir sæju það. — Frá Cornwall. Ég hef búið hérna hjá frænku minni í London í hálft ár. Mamma mín er dáin. Svo varð frænka veik og þá sendi hún mig hingað. Katrín hélt áfram að borða og þurrk- aði sér loks um munninn með handar- bakinu. — Og pabbi þinn, spurði hún og virti fyrir sér í laumi ljóst hár stúlkunnar og magurt andlitið. Hún var ekkert sérlega lagleg, fannst Katrínu, en augu hennar voru stór og skærblá eins og himinhvolfið sjálft. Katrínu hafði alltaf dreymt um að hafa blá augu, ekki sízt af því að telpurnar á barnaheimilinu sögðu, að hún væri með græn augu, eins og köttur. — Hann .... hann er víst dáinn, held ég, sagði Nellie fljótmælt. Katrín FÁLKINN 23

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.