Fálkinn


Fálkinn - 30.05.1962, Blaðsíða 24

Fálkinn - 30.05.1962, Blaðsíða 24
sá að hún roðnaði á hálsinum. Hún sagði ekki neitt, en vissi hvað klukkan sló. Nellie hafði áreiðanleg aldrei átt neinn föður, að minnsta kosti hafði hann ekki verið giftur móður hennar. Þarna á barnaheimilinu voru fleiri slíkir ves- alingar, sem stöðugt urðu að líða fyrir það að eiga engan föður. Allt í einu skildi Katrín að hún varð að taka þessa stúlku að sér. Hún var auðsjáanlega ekki fær um að bjarga sér sjálf. Það sást á svari hennar: „Hann er víst dá- inn, held ég . . ■ Katrín sá strax fyrir sér hvað mundi gerast, ef til dæmis Mary frétti þetta. — Segðu að hann liggi í skítnum í Cornwall, bjáninn þinn, sagði Katrín. — Þá færðu að vera í friði. —. Nellie hrökk við þegar hún heyrði þetta, en sagði ekkert, — beit aðeins á vörina og kinkaði kolli. — Og þinn, spurði hún af veikum mætti. — Hann dó fyrir sjö árum síðan, svaraði Katrín stolt. — En hann var kvæntur mömmu minni. Ég hef bréf upp á það. Lengi á eftir mundi Katrín muna þennan dag á barnaheimilinu. Hún mundi minnast hans með samblandi af ótta og gleði, og hið síðarnefnda stafaði af því, að einmitt á stund niðurlæging- arinnar hafði hún eignast vinkonu. í fyrstu hafði hún verið ófús á að endur- gjalda vinarhót Nelliar, því að henni var fullkomlega ljóst að hún var sterk- ari, hún varð að vernda þær báðar, vera slæg og slást fyrir þær báðar og þetta yrði áreiðanlega hörð barátta næstu vikurnar. En Nellie var ótrúlega hlýðin og undirgefin Katrínu. Þau geta áreiðanlega lamið hana eins og fisk, án þess að hún blaðri nokkuð um mig, hugsaði Katrín — og það var einmitt þetta sem réð úrslitum um vináttu þeirra. Á kvöldin lágu þær oft og spjölluðu saman á hörðum bekkjunum í svefn- herbergi barnaheinr’' 'ns. Eitt slíkt kvöld fóru þær að gora áætlanir um hvernig þær gætu komizt burt af heim- ilinu og fengið vinnu hjá einhverri góðri fjölskyldu. En í miðri setningu l.afði Katrín gripið fram í og sagt næst- um eins og við sjálfa sig: — E ' ?.-'rst af lu ætla ég að atlr :ga vel þjónínn, K’ ’i ef hann er eins og þjónninn var í iíarley Street, þá vil ég heídur vera hjá fröken Brown allt mitt líf. — Sló hann þig, hvíslaði Nellie. Katrín hrökk við og horfði á Nellie tórurn, skelfdum augum, eins og hún uefði fyrsi núna áttað sig á, að hún hafði sagt frá sínu mesta icyndarmáli. Hún hristi hcíuðið, og sneri sér til veggjar á bekknum, svo að Nellie sá ekki lengur framan í hana. Hún gat ekki sagt frá því .... hún kunni ekki nein orð, sem túlkuðu þann hræðilega atburð sem gerðist, þennan atburð, sem alltaf elti hana jafnt í vöku sem svefni. Hvenær sem var gat hún séð fyrir sér herra Hatch, þennan feita miðaldra 24 FÁLKINN þjón með lipru hendurnar og köldu augun eins og í fiski. Hún hafði verið hrædd við hann allt frá því er hún sá hann fyrst. Katrín hafði engin sérstök verk að vinna í húsinu í Harley Street. Hún átti að „hjálpa til í eldhúsinu" eins og það hét. En hún komst fljótt að raun um, ,að í þessum orðum var fólgin ósegjan- lega erfið vinna. Hún varð að fara á fætur klukkan fimm á morgnana til þess að skúra eldhúsið. Og síðan varð hún að snúast í kringum allt það kven- fólk, sem vann þarna. Hún var á þön- um allan liðlangan daginn. En verst af öllu var, þegar hún þurfti að fara í kjallarann, þar sem rotturnar tístu í öllum hornum. Stundum hlupu þær yfir fætur hennar, svo að hún fann þegar loðinn líkami þeirra snerti þá. Og stöðugt stóð henni fyrir hugskots- sjónum atvikið, sem hún gat ekki lýst, ekki minnzt á, ekki einu sinni við Nellie. Hún hafði einmitt verið að koma upp úr kjallaranum og átti að fara í eld- húsið með grænmetiskörfu, þegar þjónn- inn kom á móti henni í stiganum. Fyrst sá hún aðeins stóran skugga, sem byrgði fyrir ljósið í stigauppganginum. — Er það Katrín litla sem er á ferð alein í myrkrinu? Mjúk og smeðjuleg rödd hræddi hana svo, að hún ósjálfrátt þrýsti sér fast upp að kjallaraveggnum með græn- metiskörfuna sem skjöld fyrir framan sig. Hún hafði ekki getað svarað neinu. Hún hafði aðeins staðið kyrr og starað á þennan stóra skugga, sem færðist smátt og smátt nær og fekk á sig lög- un líkama með smeðjulegu brosandi andliti. Á sama andartaki hafði hann með eldsnöggri hreyfingu lagt höndina yfir munn hennar, svo að hún gat ekki gefið frá sér neitt hlljóð, þrýst henni fastar upp að veggnum og fálmað undir pils hennar. Hún hafði brotizt um eins og hún frekast gat og heyrt eins og í leiðslu, hvernig grænmetið valt niður stigann. Brot úr sekúndu hafði þjónn- inn misst jafnvægið og skjögrað til. Hún greip tækifærið í hendingskasti, beit hann í höndina svo að hann æpti og sparkaði af alefli í legginn á honum. Síðan komst hún að dyrunum og slapp út, án þess að hann næði í hana. Hún heyrði hann kalla á eftir henni: — Ef þú segir nokkrum frá þessu, sksl ég setja þig í járn og þú skalt fá að liggja hérna í kjallaranum hjá rott- unun. Keyrirðu það? Katrín vissi að hún mundi aldrei geta gleymt þessu. Hún lá og starði út í myrkrið og augu hennar lýstu af hatri og biturleika. Hún hafði reynt það, að stúlkur af barnaheimilum hafa engan rétt, að orð þeirra eru minna virði en skíturinn undir skósólum þeirra, sem völdin hafa. Hverju hafði hún getað svarað, þegar þjónninn ákærði hana fyrir að hafa fleygt grænmetinu niður kjallaratröppurnar og auk þess sparkað í legginn á honum og bitið hann, þegar hann ávítaði hana fyrir það. Nei, hún Frh. á bls. 33 Kasper, Jesper, Jónatan, Soffía frænka og allt lið Kardimommu- bæjar mun ferðast um landsbyggð- ina í sumar — sem leikbrúður. Það er íslenzka brúðuleikhúsið undir stjórn Jóns E. Guðmundsson- ar, sem hefur ráðizt í það stórvirki að útbúa fyrir brúðuleikhús Kardi- mommubæinn, þetta vinsælasta allra vinsælla barnaleikrita. FÁLKINN brá sér fyrir nokkru til Jóns E. Guðmundssonar, þar sem hann var að leggja síðustu hönd á Kardimommubæinn. Þarna voru lifandi komnar allar persón urnar, sem börnin þekkja betur en fingurna á sér: Ræningjarnir, Sof- fía, Bastian, og svo mætti lengi telja. Að vísu er útlit þeirra annað en börnin sáu í Þjóðleikhúsinu, en við spáum því, að persónugerð Brúðuleikhússins verði ekki síður vinsæl. Höfundur Kardimommubæjar, Thorbjörn Egner, hefur lengi feng- izt sjálfur við gerð leikbrúða og hefur sitt eigið brúðuleikhús. Hann hefur þó aldrei sjálfur sett upp Kardimommubæinn sem brúðu- leik og lét í ljós ánægju sína, þeg- ar honum barst beiðni frá Jóni E. Guðmundssyni þess efnis. Það liggur óhemjuleg vinna að baki einu leikriti sem fært er upp sem brúðuleikur. Fyrst þarf að búa til allar brúðurnar, síðan æfa leik- inn og loks fella tal inn í. Hlut- verkin í Kardimommubænum eru að mestu leyti töluð af sömu leik- endum og í Þjóðleikhúsinu og söngvarnir eru hinir sömu. Textar þeirra eru allir prentaðir í leikskrá, sem fylgir ókeypis. Þetta er níunda starfsár íslenzka brúðuleikhússins og hafa vinsældir þess farið stöðugt vaxandi með hverju ári. Jón E. Guðmundsson hefur unnið brautryðjendastarf á þessu sviði hér á landi, og í fyrst- unni var skilningur manna á starfi hans sáralítill. Nú munu flestir vita, hvað við er átt með brúðuleik, enda er þetta gömul og gróin listgrein, sem notið hefur um langt skeið bæði virðingar og vinsælda erlendis. Þegar þessar línur koma fyrir al- menningssjónir, er þegar búið að sýna Kardimommubæinn í ná- grenni Reykjavíkur, og máske víð- ar, og síðar munu þeir kumpánarn- ir, Kasper, Jesper og Jónatan, ásamt Soffíu frænku og öllu liðinu halda áfram för sinni um landið.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.