Fálkinn


Fálkinn - 30.05.1962, Blaðsíða 26

Fálkinn - 30.05.1962, Blaðsíða 26
kvenþjóðin rit'ijori KRISTJAIMA STEINGRÍMSDÓTTIR 'Jaileyir tfœtur ufff Aumarii Nú fer að nálgast sá tími ársins, þegar fjöldi kvenna njóta þess að ganga berfættar í stuttbuxum eða í sundbol- um við laugar eða í sólbaði. En þær eru þó án efa enn fleiri, sem finnst þær ekki geta sýnt sig svona léttklædd- ar vegna þess að fótleggirnir séu svo loðnir, með gæsahúð, með feita ökla o. s. frv. En við þessu má ýmislegt gera og með góðum árangri, sé byrjað í tíma. Óþarfa hárvöxt má fjar- lægja á tvennan hátt: 1. Með því að nota hárfjar- lægjandi krem, sem fæst í flestum snyrtivöruverzlunum. Þessu kremi er aðeins smurt á þar sem þörf er, látið liggja á í nokkrar mínútur (fylgið leiðarvísi), síðan þvegið af með volgu vatni .... hárin fylgja ’með. Alveg sársauka- laus og lyktarlaus meðferð, sem til að byrja með þarf að endurnýja á nálega mánað- ar fresti, en seinna með lengra millibili, því að kremið hefur eyðileggjandi áhrif á vöxtinn, svo hann verður hægari eftir því sem frá líður. 2. Dökk hár lýsast og minnka við þessa meðferð: Hrærið saman jöfnum hluta af brintoverilte (H2O2 20%), salmiak og glycerin með magn esíu, svo myndizt linur graut- ur. Smurt á fótleggina með bómullarhnoðra. Látið full- þorna, núið af með þurri bóm- ull. Berið síðan mýkjandi krem á fótleggina. Endurtek- ið 2—3 í viku eða eins oft og hörundið þolir það. Gæsahúð á oft rætur sínar að rekja til þess að hörundið er þurrt, sem orsakast af A og B vitaminskorti í hinni daglegu fæðu. En úr því má bæta með því að gleyma ekki matartegundunum, svo sem gulrótum, lifur, lýsi, feit- um fiski, rúsínum, sveskjum, aprikósum, heilmöluðu korni, í fæðið. Þá ætti gæsahúðin að skána. Núið auk þess inn í hörund- ið 1 til 2 í viku olíu og farið í volga kerlaug. Auk þess er ágætt að nudda gæsahúðina með pimpsteini, sem dyfið hefir verið í sápuvatn. En far- Framh. á bls. 35. hfýeiti faauÍA lehtfja Piedeig; 100 g smjörlíki 2 dl. hveiti. 1—2 msk. kalt vatn. Ögn af salti. Fylling: 2 tómatar. 6 ostsneiðar. Kryddsíld. 3 harðsoðin egg. 1 laukur. 2 msk. smjör. (Rjómi). 2 msk. smjörlíki. IV2 msk hveiti. 1—IV2 dl mjólk. Rækjur. Smjörlíkið saxað saman við hveitið með hníf, vatninu blandað saman við. Deigið hnoðað léttilega, verður seigt ef það er hnoðað of lengi. Lát- ið bíða á köldum stað. Flatt út í aflanga köku. Brotið Frh. á bls. 35

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.