Fálkinn


Fálkinn - 30.05.1962, Blaðsíða 27

Fálkinn - 30.05.1962, Blaðsíða 27
Tomatar, fylltír mcð agúrkusialati SkeriS kollinn af nokkrum tómötum, takið innan úr þeim með lítilli skeið. Stráið salti innan í tómatana og hvolfið þeim síðan. Flysjið agúrkuna, skerið hana í sneiðar og sneiðarnar í lengjur, saltið lengjurnar dálítið, látið bíða um stund. Sett í sigti svo sigi vel af þeim. Skolið agúrkurnar undir rennandi köldu vatni eftir 2—3 klukkustundir, þerrið þær í stykki. Búið til salatsósu úr matarolíu, ediki, salti, pipar, horaðri steinselju og graslauk ef til er. Fyllið tómatana með salatinu. Bornir fram með ýmsum kjötréttum og soðnum laxi. FÁLKINN 27 Jalley prjónapeijáa Stærð: 42—44. Tölurnar standa í röð, þar sem aðeins ein tala er, á hún við báðar stærðirnar. Efni: 950—1050 gróft garn. 1 stór hnappur. Prj. nr. 4. 19 1. = 10 cm.; 5 umf. = 2 cm. Mynstrið: 1 umf.: * 3 sl., 1 br., endurtekið frá * endið með 3 sl. 2 umf.:, 1 sl., * 1 br., 3 sl., endurtekið frá * endið með 1 br., 1 sl. Endurtakið þessar 2 umf. Mynstrið er deilan- legt með 4 3 1. Bakið: Fitjið upp 91—99 1. prj: 42—47cm. Fellt af fyrir handveg beggja vegna 2—3 L, síðan 1 1. í byrjun hverrar umferðar, þar til 27 1. eru eftir. Endir á umf. frá röngu. Lykkjurnar geymdar. Framstykkið: Fitjið upp 91—99 1. prj. 15—16 cm., endið á 1 mynsturumf. Fellt af fyrir vösum (réttan); Prjónið 6—8 L, fellið af 27 1. fyrir vasa, prj. 25—29 L, fellið af 27 1. fyrir vasa, prjónið 6—8 1. Geymt. Fitjið upp 27 1. fyrir innrivasa, prjónið 12—13 cm. slétt prjón endið á sl. prjón. Geymt Prjónið hliðstætt stykki. Fellið þessi tvö sléttprjónuðu stykki inn í næstu umferð á framstykkin, þar sem fellt hafði verið úr. Prjónið áfram, þar til síddin er 42—47 cm. Fellt af fyrir handveg eins og á bakinu. Þegar 83 1. eru eftir er framstykkinu skipt íréttan): Fellið af 1 1. prjónið 31 L, fitjið upp 20 1. á áframhaldi af þessum, sptjið 51 L, sem eftir eru á hjálparprjón. Prjónið fyrri hlut- ann (51 1.) beint upp, fellt af fyrir handveg eins og áður, þar til 24 1. eru á. Endir á umf. frá röngu. Geymt. Prjónið seinni hlutann eins, búið þar til hnappagat, þegar opið er 13—14 cm. Prjónið 7 1. frá hálsmáli, fellið 5 1. af, prjónið prjóninn til enda. í næstu umf. eru þessar 5 1. fitjaðar upp á ný. Ermar: Fitjið upp 39—43 L, aukið út 1 1. hvorum megin í 5. hverri umf., þar til 81—87 1. eru á. Þegar lengdin er 40— 42 cm. er fellt af fyrir handveg beggja vegna 2—3 L, takið síðan úr 1 1. í byrjun og enda hverrar umf., þar til 57—65 1. eru á. Síðan 1 1. í byrjun hverrar umf., þar til 7 1. eru eftir. endið á umf .frá röngunni. Geymt. Frágangur, kragi og belti:: Pressað lauslega með rökum klút á röngunni, saumið alla sauma saman með aftursting. Saumið vasana við á röngunni. Kraginn: Setjið allar 1. á einn prjón, og prjónið mynstrið, takið úr ef nauðsyn krefur, svo mynstrið sé rétt. Hafið krag- ann 15—16 cm. breiðan. Fellið laust af. Beltið: Fitjið upp 9 L og prjónið 138 cm. (teygið á beltinu) garðaprjón. Fellt af. Saumið hnappinn í.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.