Fálkinn


Fálkinn - 30.05.1962, Blaðsíða 28

Fálkinn - 30.05.1962, Blaðsíða 28
Dag nokkurn, þegar Wolgang kom heim, tók hann eftir því, að eitthvað óvenjulegt var á seyði. í fyrsta skipti í langan tíma hafði Minna lagt á borð fyrir alla í stóru borðstofunni. Hann gekk út í eldhúsið til hennar. — Hvað stendur nú til? spurði hann. Minna leit á hann alvarleg í bragði: — Er veizla? — Hún móðir þín er farin, svaraði hún. — Hún er farin aftur til Mexico. Wolgeng varð hverft við. En samt setti hann strax upp sinn venjulega kæruleysissvip, þó þessi tíðindi hefðu mikil áhrif á hann. Hann tók að glett- ast við gömlu konuna, greip um axlir henni og snéri henni í hring. — Og ertu að gráta út af því, Minna mín, sagði hann. — Þú ætlast kannski til að ég vatni músum líka? Minna losaði sig og sagði: — Ætli þú gerir ekki það sem þér sýnist í þessu sem öðru, sagði hún hvasst. — Ég býst ekki við, að þú takir þetta nærri þér, og Albert og Doris ekki heldur. Þið hafið hreint og beint rekið móður ykkar út úr húsinu, þrátt fyrir allt það, sem hún hefur gert fyrir ykkur. Hún tók Doris með sér til París- ar. Hún bauð Albert að koma með sér til Mexico. En það var auðvitað ekki við hans hæfi. Minna sneri baki við honum og hélt áfram að sýsla við húsverkin. Wolfgang fór og ræddi við Doris og Albert. Hvorugt þeirra vissi, hvað gerzt hafði. Þessi tíðindi höfðu mest áhrif á Doris. Hún beit á vörina og það var engu líkara en hún ætlaði að fara að skæla. Og þegar þau skömmu síðar settust til borðs með Gabrielu og Ju- lian, sat hún álút allan tímann og starði niður í diskinn sinn. Julian gerði árangurslausa tilraun til að koma fólkinu í gott skap. Hann sagði: — Við verðum að líta á björtu hlið- arnar á þessu máli. Því verður ekki neitað að þetta gerir hússtörfin hjá Minnu miklu einfaldari. Gabriela roðnaði. Henni geðjaðist ekki að þessari athugasemd Julians. Henni fannst hún fráleit. Þetta bar æ oftar við nú í seinni tíð. Henni geðjaðist ekki að því sem hann sagði og einhvern veginn fannst henni hann vera fram- andi maður. Um leið og hún rétti honum fat, fann hún, að einhver veitti henni eftirtekt. Hún leit upp. Það var Albert. Hann hafði fylgzt nákvæmlega með hverri hreyfingu hennar, en þegar augu þeirra mættust, leit hann snöggt undan. Til þess að 28 TÁLKINN ekki bæri á, hversu óstyrkur hann var, fór hann að tala. Hann ræddi um nám sitt og Julian og þau hin hlustuðu á með athygli. — Ég tek lokapróf í þessari viku, sagði hann, — og þar með er ég endan- lega búinn. — Þú hefur staðið þig mjög vel, sagði Julian. — En hvað hyggstu fyrir í fram- tíðinni? — Mér hefur vrið boðin staða sem aðstoðarkennari við háskólann. — Jæja? það var svei mér glæsilegt. Þú tekur að sjálfsögðu boðinu? Albert tók af fatinu, sem stóð við hlið hans. — Ég hef ekki ákveðið það enn. Ég veit ekki hvort ég mun dveljast hér áfram í Túbingen. Allir litu undrandi á hann. — Ætlarðu ekki að vera hérna .... hérna hjá okkur, spurði Gabriela og það var undarlegur hreimur í rödd hennar. — Ég hef verið að velta þessu fyrir mér, hélt Albert áfram. — Það eru ýmsir aðrir möguleikar sem koma til greina. Það er næstum öruggt, að ég get fengið svipaða stöðu við háskólann í Köln. En það sem ég hef mestan hug á er að fara til einhvers fjarlægs lands í rannsóknarleiðangri fomleifafræðinga. Ég er að athuga möguleikana á því ein- mitt núna. Julian kinkaði kolli samþykkjandi. — Það verður áreiðanlega skemmti- legast fyrir þig. Auk þess mun slík vinna án efa vera mest uppörvandi fyrir þig eftir alla þessa inniveru og lestur. Hvert ertu að hugsa um að fara? Albert yppti öxlum og veitti því ekki eftirtekt, að Gabriela hafði allan tímann horft á hann með angistarfullu augna- ráði. — Nokkrir þýzkir fornleifafræðing- ar ætla að fara í leiðangur til Grikk- lands innan skamms. Og svo er annar hópur sem ætlar til Ítalíu og enn annar LíTLA 5AGAN: Hér er ekkert keypt Þegar hringt er dyrabjöllunni og ein- hver vill selja eitthvað, er það alltaf ég, sem þarf að fara til dyra. Það er unnt að telja Maríönnu á að kaupa hvað sem er. Að vísu eru sölumenn ekki eins ágengir og þeir hafa oft verið, en það kom ekki í veg fyrir, að ég væri á verði, þegar einn þessara sölumanna hringdi bjöllunni um daginn.. Ég tók á móti honum vopnaður kjöthamri Mariönnu (hamarinn væri ágætur til þess að slá á tærnar á honum ef hann reyndi að smeygja fætinum milli stafs og hurðar eins og maður sá svo oft á myndaskrýtlum). Ég gekk að dyrunum og spurði gegnum gatið fyrir bréfin, hvert erindið væri. Sölumaðurinn fór eitthvað að muldra. — Hér er ekkert keypt, hrópaði ég í gegnum rifuna. Hann hélt áfram að muldra. Mér heyrðist hann nefna pen- inga. Var þetta þá pósturinn með póst- ávísun? Ég opnaði dyrnar leiftursnöggt. Fyrir peninga hefur maður alltaf not. Ég varð fyrir ógurlegum vonbrigðum. Þetta var ryksugusali. — Út með þig, hrópaði ég, þarna eru tröppurnar, þarna er garðstígurinn, og þarna er hliðið. Og munið að loka á eftir yður hliðinu. Sáuð þér ekki skiltið: Hundurinn bítur. Það er blóðhundur og hann elskar kjöt af ryksugusölum. Þessi ræða beit ekki á hann. — Má ég sýna yður nýjustu gerðina af ryksugunum okkar, sagði hann svo sallarólegur, að ég hefði getað drepið hann. — Nei, hvæsti ég og tútnaði út af reiði og ýtti honum út af mottunni. Þessi ræfill skyldi sko ekki að fá að stíga fæti sínum inn fyrir dyr og slíta nýja kókusdreglinum. — Hér verður ekkert keypt. Við eigum ryksugur, fjölda af Framh. á bls. 32.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.