Fálkinn


Fálkinn - 30.05.1962, Blaðsíða 29

Fálkinn - 30.05.1962, Blaðsíða 29
sem ætlar til .... ja, ótrúlegt en satt, Mexico. Þeir ætla að rannsaka síðustu leifar Aztekanna á landamærum Gu- atemala. — Mexico, endurtók Julian og honum svelgdist á. — Ég hélt að þú ætlaðir að vera í Evrópu. Wolfgang leit glettnislega til bróður síns. — Ef ég væri í þínum sporum, mundi ég fara eins langt í burtu og ég kæm- ist. Þú þarft að sjá þig um í veröldinni og létta þér ofurlítið upp. Þú hefur lif- að eins og munkur síðasta hálfa árið, Albert. Nú er tími til kominn að þú breytir til og skemmtir þér rækilega við vín, söng og kvenfólk..... Albert roðnaði og Gabriela tók eftir því, að hendur hans skulfu þegar hann þurrkaði sér með munnþurrkunni. Skyndilega greip hana undarleg til- finning. Hún hafði í rauninni aldrei hugsað um það áður hverjar tilfinning- ar hún bæri í brjósti til þessa unga manns, sem á margan hátt var mjög líkur Julian. Henni geðjaðist vel að honum og hafði alltaf gert það. Þegar hið örlagaríka kvöld fyrir mörgum ár- um, er hann var í samkvæmi hjá henni ásamt Arnold Rasmussen og mörgum öðrum herrum, hafði hún veitt honum sérstaka athygli. Og hann .... hann hafði hatað hana, — hatað hana og fyrir- litið. Skyldi hann vita, að Rasmussen var samstarfsmaður Julians? Ennþá einu sinni mættust augu þeirra og samtímis veitti hún því athygli, að Minna gaf henni auga í laumi. f fátinu lét hún munnþurrkuna sína falla á gólf- ið. Albert beygði sig niður og tók hana upp. — Segðu mér, Minna, sagði Julian. — Þú ert nú sú manneskja, sem stend- ur Bettina næst. Hún kvaddi okkur ekki einu sinni. Veiztu hvort hún ætlar að dveljast í Mexico í framtíðinni? — Hún minntist ekkert á það. Hún sagðist bara vera neydd til þess að fara til þess að koma áríðandi málum í lag. Julian hló. Borðhaldinu lauk í heldur þvingaðri stemningu, og þegar staðið hafði ver- ið upp frá borðum, fór hver til síns herbergis. Síðar um kvöldið leit Julian inn í eldhúsið og bað Minnu um að sækja Albert fyrir sig. Þegar Albert kom inn í stofuna, tók hann strax eftir, að föður hans lá eitthvað alveg sérstakt á hjarta. Hann bauð syni sínum sæti og spurði hvort hann vildi fá sér glas af víni eða einhverju öðru. Þetta hafði hann ekki gert í háa herrans tíð. Síðan tók hann að ganga um gólf fram og aftur með hendurnar fyrir aftan bak. Þetta var hann vanur að gera, þegar hann var ó- rólegur út af einhverju sérstöku máli. Loks stanzaði hann fyrir framan Albert og lagði hendurnar á axlir honum. — Það er dálítið, sem mig langar til að biðja þig um, sagði hann og það var eins og hann þyrfti að leita að orðun- um í huganum. — Þannig er mál með vexti, að ég er um þessar mundir mjög önnum kafinn við viðskiptastörf. Þú hefur ef til vill heyrt, að ég er að reyna að fá hjartalyfið mitt framleitt. Því fylgja miklir erfiðleikar, sem gera það að verkum, að ég verð að fara til Stutt- gart á hverjum einasta degi. Það er allt- of erfitt ferðalag, eins og vegirnir eru slæmir. Þess vegna hef ég hugsað mér að dveljast þar í nokkra daga....... — Ég skil það ósköp vel, tautaði Al- bert. Julian hikaði, en hélt síðan áfram: — Erindi mitt er þetta.....Ég mundi verða þér afskaplega þakklátur ef þú vildir hafa svolítið ofan af fyrir Gabri- elu. Hún hefur orðið að ganga í gegnum margt nú í seinni tíð og ég er hræddur um að hún sé einmana og óhamingju- söm hérna í húsinu. Mér geðjast ekki að því að láta hana vera svona mikið eina einmitt núna....... Julian leit biðjandi á son sinn, en Al- bert leit undan. — Ég skal gera það sem ég get, því lofa ég. Ég er raunar mjög upptekinn um þessar mundir, en.......... Hvenær ferðu? — Snemma í fyrramálið. — Á morgun eru til dæmis hljómleik- ar í konsertsalnum. Þá verður leikin Symhony Pathetique eftir Tsjaikovskij. Kannske að ég ætti að spyrja hana hvort hún vill koma þangað, sagði Albert á- kafur. — Það er ágæt hugmynd. Hún hefur gaman af tónlist og hefur auk þess gott af að bregða sér út. .... En Gabriela virtist ekki verða neitt sérstaklega glöð, þegar Albert stakk upp á því að þau færu saman á hljóm- leikana. Hún vildi ekki láta sjá sig úti við. En þegar hann sagði henni, að leika ætti verk eftir Tsjaikovskij, lét hún til- leiðast. Þetta var kyrrlátt marzkvöld. Loftið var rakt og mettað angan vorsins. Al- bert sótti Gabrielu á tilteknum tíma. Hún var í svörtum, einföldum kjól og Albert fekk hjartslátt, þegar hann sá hversu fögur Gabriela var. Þau gengu þögul út í leigubifreiðina. Og á leiðinni sögðu þau heldur ekki neitt. Það var eins og þau hefðu komið sér saman um að þegja. Þegar hann hjálpaði henni úr káp- unni í fatageymslunni, snerti hönd hans nakinn háls hennar. Hann kippti henni að sér. Það var eins og hann hefði brennt sig. Síðan sá hann andlit hennar í speglinum beint á móti þeim. Roði hljóp í kinnar henni og létt bros lék um varirnar. Andartak mættust augu þeirra í speglinum, því næst tók hann kápuna snöggt og rétti stúlkunni í fata- geymslunni hana. Honum létti þegar þau sátu loks hlið við hlið í salnum. Hljóðfæraleikararnir stilltu hljóðfæri sín og loftið var þrung- ið þeirri eftirvæntingu sem ævinlega ríkir áður en hljómleikar hefjast. Loks voru Ijósin slökkt hægt og hægt. Framhald á bls. 30. FIMM MÍNÚTUR UM FURÐULEG FYRIRBÆRI BÓK EFTIR DICKENS Árið 1946 bjó ég í London hjá frú Foore. Ég hafði haft meðferðis með- mælabréf og með það í höndunum drap ég á dyr á húsi hennar við Horse- ferry Road, sem var næstum rústirn- ar einar. Frú Foore tók afar vel á móti mér. Hún var um sextugt og hafði starfað að blaðamennsku og samið kvikmyndahandrit. Hún hafði lifað mjög viðburðaríku lífi og menn eins og Kipling, Leslie Howard, Mont- gomery og Walter Pigdeon — jafnvel María ekkjudrottning hafði komið í heimsókn til hennar. En heimstyrjald- irnar tvær höfðu svift hana öllum ætt- ingjum. Dag nokkurn töluðum við um bæk- ur og nóttina á eftir, dreymdi mig, að ég fann á loftinu bókina, Hin mikla eftirvænting. Mér fannst frú Foore gefa mér bókina og segja: — Þessi bók á eftir að færa yður fé og frama. Vitaskuld gleymdi ég draumnum strax aftur, — en hann rifjaðist upp fyrir mér nokkrum vikum síðar, þegar ég var að fara frá London. Ég var að taka saman pjönkur minar og þá upp- götvaði ég, að meðal hinna fáu bóka minna, lá eitt eintak af bók Dickens, Hin mikla eftirvænting. Ég hafði aldrei átt þessa bók áður, aldrei keypt hana og aldrei verið gefin hún, nema í þessum draumi, sem skaut þá allt í einu upp í huga mér. Ég spurði frú Foore og hún leit undrandi á bókina, blaðaði í henni og leit svo alvarleg í bragði á mig: — Þér eigið bóki»a, sagði hún stuttaralega og gekk á brott Framh. á bls. 32. FÁLKINN 29

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.