Fálkinn


Fálkinn - 30.05.1962, Blaðsíða 30

Fálkinn - 30.05.1962, Blaðsíða 30
GABRIELA Framhald af bls. 29. Symphony Pathetique hljómaði um salinn. Gabriela lét aftur augun og tónlistin hafði þau áhrif á hana, að myndir úr lífi hennar birtust í huganum hver af annnarri. Hún reyndi allt hvað hún gat til að bægja frá sér þessum óþægi- legu minningum. Hún krosslagði fing- urna svo þétt að hana kenndi til. En árangurslaust.....Tónlistin hafði hana á valdi sínu, og hversu mjög sem hún streittist á móti, fylltust augu henn- ar tárum. Hún tók ekki eftir því að Albert veitti henni athygli í laumi. Hann sá að Gabriela tók upp vasaklút í snatri úr veski sínu og þurrkaði sér um augun. í lok tónverksins tókst henni loks aftur að fá stjórn á sér. Hún losaði hend- urnar, hallaði sér aftur á bak í stóln- um og lét aftur augun. Þegar lófatakið glumdi um salinn og fólkið tók að rísa á fætur, beygði hún sig yfir Albert og sagði: — Ég verð að fara heim, Albert. Ég er svo illa fyrirkölluð. Ég hefði aldrei átt að fara hingað. En Albert skildi hana. Hann leiddi hana varfærnislega út úr salnum og bað stúlkuna í fatageymslunni að panta leigubíl. Á leiðinni út lagði hún hönd- ina á arm hans og sagði: — Þú þarft ekki að fara. Ég get vel komizt ein heim. Hann hristi höfuðið. Þegar þau komu út blés kaldur vind- ur í fang þeim. Gabriela skalf af kulda. Loks kom bíllinn og Albert hjálpaði henni upp í hann. Aftur var það Gabriela sam rauf þögnina: — Veiztu, sagði hún, — að Tsjai- kovskij lézt aðeins sex dögum eftir að Pathetique-sinfónían var flutt í fyrsta sinn? Albert sneri sér að henni. Hann varð gripinn ákafri löngun til þess að taka hana í fang sér og hugga hana. En í staðinn tautaði hann: — Þú mátt ekki vera svona döpur, Ga- briela.... Húsið í Bursagasse var sveipað myrkri og þeim varð báðum undanlega innan- brjósts, þegar þau opnuðu dyrnar. í anddyrinu sneri hún sér snöggt að hon- um: — Þakka þér fyrir að þú skyldir vilja hafa mig með, hvíslaði hún. — Þetta hefur verið ógleymanlegt kvöld. Hún retti fram höndina og hann hélt henni í báðum sínum. — Góða nótt, Gabriela. Hann hélt hönd hennar lengur en góðu hófi gegndi, sleppti henni síðan snöggt og þaut upp stigann. — Góða nótt kallaði hún á eftir hon- um. Julian dvaldist í þrjá daga í Stutt- 30 FÁLKINN gart. Þegar hann kom aftur til Tiibin- gen að kvöldi þriðja dagsins, varð Ga- briela óttaslegin, þegar hún sá hann. Hann var mjög þreytulegur. Andlit hans var venju fremur magurt og inn- fallið. Augun voru dapurleg og sviplaus. Auk þess virtist hann vera óstyrkur á taugum og geðillur. Algerlega bugaður að því er virtist lét hann sig falla í stól og stundi þungan. Gabriela gekk inn í eldhúsið og fór að sýsla við mat. Hún útbjó bakka og setti hann á hjólaborð, sem hún ók síð- an inn til Julians. En hann gretti sig aðeins og sneri sér undan. Hann hafði tekið fram gin og vermouth og bland- að sér sterkan kokteil. — Ég vona að þú afsakir, en ég hef bara alls enga lyst. Hann hallaði sér aftur á bak í stólnum og lét aftur augun. — Auk þess finnst mér, að allt sem ég byrja á, sé dæmt til þess að mis- takast, tautaði hann. — Gabriela lagði handavinnuna frá sér og kveikti sér í sígarettu. Uppgjafar- tónninn í rödd Julians gerði hana hrædda. Eins og við sjálfan sig hélt hann áfram: — Ég hef lagt allt sem ég á í þessa uppfinnningu — aleigu mína. Og nú lítur út fyrir að allt sé unnið fyrir gýg. Ég verð stöðugt sannfærðari um, að þessi Rasmussen. .... Hann hætti í miðri setningunni og teygði hendina eftir ginflöskunni. — Þú ættir ekki að drekka svona mik- ið, Julian. — Ekki það? Julian þaut upp af stólnum. Andar- tak stóð hann kyrr og starði illilega á hana. — Jæja, ekki það? Ætlar þú að fara að gagnrýna mig. Þú, sem vissir hvernig maður þessi Rasmussen eh, en sagðir samt ekkert einasta orð. Gabriela varð náföl. — Ég reyndi að aðvara þig, stamaði hún. — Og áður en þú undirritaðir samninginn, vissi ég alls ekki...... En Julian hlustaði ekki lengur á hana. Hann var þegar kominn að dyrunum, reif upp dyrnar og þaut niður stigann, án þess að loka á eftir sér. Nokkrum sekúndum síðar stóð Albert í dyragættinni. Gabriela leit á hann án þess að segja nokkuð, síðan strauk hún hendinni yfir ennið. — Albert .... hvað var það? Hvað vilt þú hingað, stamaði hún. Hann hikaði. — Get ég hjálpað þér nokkuð, spurði hann og gekk eitt skref inn í herbergið. Gabriela fann, hvernig hún roðnaði. Það var eins og hann læsi hugsanir hennar. Hún yppti öxlum. — Nei, tautaði hún og bandaði honum frá sér. — Ég þarfnast ekki hjálpar. Síðan þau fóru á hljómleikana hafði Albert gjörbreytzt. Það var eins og hann væri hinn eini, sem megnaði að lýsa upp grátt og ömurlegt líf hennar. Hvert skipti sem hún sá Albert ljóm- uðu augu hennar og þegar hún heyrði rödd hans lék bros um varir henni. Ef til vill gerði hún sér alls ekki ljóst hvað var að gerast innra með henni. Hún fann aðeins, að með hverjum degi sem leið, varð djúpið milli hennar og manns hennar dýpra og að ekkert gat komið í veg fyrir það. Rasmussen og hjartalyfið virtust hafa eyðilagt sam- líf þeirra með öllu. Albert lauk prófi sínu með stakri prýði, enda þótt allar hugsanir hans snerust um Gabrielu. Sama kvöldið og hann lauk prófinu, tók hann ákvörðun: Hann ætlaði að fara burt, þiggja stöð- una við háskólann í Köln. Það var eina ráðið fyrir hann til þess að öðlast aftur sálarró og sigrast á þeim tilfinningum, sem voru í þann veginn að ná tökum á honum. Þegar morguninn eftir byrj- aði hann að pakka niður. Þegar hann hafði lokið því fór hann niður í skrif- stofu Julians til þess að segja honum frá ákvörðun sinni. En Julian var farinn til Stuttgart enn einu sinni og hans var ekki von fyrr en daginn eftir. — En það er ofurlítil von um að hann komi aftur seint í kvöld, sagði Bösinger. — Hann sagði ekkert ákveðið um það. Þegar Albert var á leið aftur til her- bergis síns heyrði hann gegnum dyrnar, að Gabriela var að söngla stefið úr Patehtique-sinfóníunni. Hann stanz- aði og hlustaði. í næstum heila mínútu átti hann í baráttu við sjálfan sig en loks opnaði hann dyrnar. Gabriela stóð við dyrnar í hálfrökkri og sneri í hann bakinu. Hún sneri sér við, þegar hún heyrði fótatak hans. — Albert, hvíslaði hún. — Trufla ég þig, spurði hann. Hún hristi höfuðið. — Ég er kominn til að kveðja, Gabri- ela, sagði hann. — Ég verð að fara héðan. — Fara héðan? Já, auðvitað. — Ég verð að fara, skilurðu. Ég get ekki búið hér undir sama þaki og þú. Ég verð að fara. Hún lyfti höndunum, en lét þær síðan falla. — Já, sagði hún. — Þú verður að fara. Skyndilega stóð hann fast við hlið henni. — Ef það hefði verið einhver annar maður, en sjálfur faðir minn, þá sver ég, að ég hefði barizt eins og ljón. Þá hefði ég ekki látið undan og lagt á flótta, sagði hann. En þegar hún stóð aðeins kyrr og horfði á hann, án þess að segja nokkuð, tók hann í öxl hennar með annarri hend- inni: — Segðu eitthvað! Segðu eitthvað, Gabriela! í sama bili var hún í faðmi hans..... Einhvers staðar í húsinu féll hurð að stöfum. Það heyrðist gengið upp stig- ann. Dyrnar á dagstofunni opnuðust. — Gabriela! Það var rödd Julians sem rauf kyrrð- ina...... (Niðurlag í næsta blaði).

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.