Fálkinn


Fálkinn - 30.05.1962, Blaðsíða 32

Fálkinn - 30.05.1962, Blaðsíða 32
LITLA SAGAN í’rh. af bls. 28 ryksugum. Þér getið keypt tylft, ef þér viljið, laug ég. Marianna kom forvitin fram í dyrnar. — Hvað er það, sem þú vilt selja ungi og laglegi maður, sagði hún og fylltist áhuga. — Ekki neitt, fnæsti ég og greip í húninn til þess að skella aftur hurðinni. Fótur var settur á milli. Eldsnöggt beygði ég mig niður og gaf honum almennilegt högg með kjöthamrinum. En ég uppgötvaði of seint, að þetta var fótur Mariönnu. — Segðu mér, hvað í ósköpunum? Ertu með öllum mjalla? — Æ, ég hélt... Ryksugusalinn lyfti hattinum örlítið, kurteislega, og Marianna kinkaði kolli til hans, þessa þorpara. — Má ég sýna allra nýjustu gerðina okkar, frú? — Nei, ómögulega, greip ég skjótt fram í, við þurfum enga. Konan mín er fullkomlega ánægð með rykklútinn, hann þarf ekkert rafmagn og ... — Klúturinn flytur rykið bara frá einum stað til annars. Rykklútur er óþrifalegur og ber bakteríur í sér. — Það er gaman að skordýrum, svar- aði ég hvasst. Okkur þykir gaman að bakteríum. Það eru kátir litlir fírar. Vertu sæll. — Ég skellti aftur hurðinni með miklum hávaða. Marianna opnaði þær aftur. Hann tók ofan kurteislega. Ég skellti hurðinni aftur. Marianna opnaði aftur. Hann tók ofan kurteislega. Vel klæddur sláni. — Þér getið komið inn, sagði Mari- anna. — Þá verður það minn bani, sagði ég sannfærandi og greip næsta rykklút og veifaði fljótt fimm milljónum bakter- ía framan í hann. En hann var greini- lega ónæmur fyrir ryki. Hann kom síðan inn. Hann setti ryk- suguna á gólfið. — Nú, skuluð þér sjá, sagði hann, og leit í kringum sig eftir innstungu. — Og nú skuluð þér sjá, herra minn, sagði ég einbeittur og greip ryksuguna og bar hana út á kókusrenninginn. Síðan tók ég fast í hendina á honum og ýtti honum fram í forstofuna. Þegar ég hafði loksins dregið hann fram í for- stofuna, var Marianna komin með ryk- suguna inn í dagstofuna. Hann komst þangað inn og sýndi henni hana. — Og hún fæst með léttum afborg- unai’skilmálum, sagði hann. — Hérna, sagði ég og fleygði vesk- inu mínu framan í hann, ryksugið það, og ef þér getið fundið skítugan fimm- kail í því, megið þér eiga hann. — Vilduð þér ekki fá yður sæti? spurði Marianna og ýtti stól til hans. Reyndar hef ég lengi óskað þess að eignast ryksugu, en maðurinn minn.. . Einbeittur á svip tók ég gamla fram- 32 FÁLKINN hlaðninginn hans afa niður af veggnum og beindi að brjósti ryksugusalans. — Og flýtið yður svo út, ógnaði ég honum, og alveg í hvelli. Á sama augnabliki fann ég til sker- andi sársauka í hægra eyranu, það var snúið upp á það sex sinnum. í slíku fantataki er Marianna sérfræðingur. — Hvað kostar hún? hrópaði ég og var alveg frá af sársauka. — 990 krónur, herra minn. Marianna sneri enn upp á eyrað á mér. — Við kaupum hana, hrópaði ég og dró upp í flýti vasaklút til þess að þurrka blóðið af. Ryksugusalinn var fljótur að draga upp joð og gasbindi. — Ég er búinn að vera á átta daga sölumannanámskeiði, þar sem við lærð- um hjálp í viðlögum, ef viðskiptavinur sæi ekki strax, hvað honum er fyrir I gær seldi ég blóðhundinn okkar beztu. fyrir fimmtíu krónur. Það var upp í fyrstu afborgun. Nú höfum við engan hund framar. Ef það eru fleiri, sem þurfa eitthvað að selja, þá berjið að dyrum. Ég hef nýlega verið á átta daga kaup- endanámskeiði, þar sem við lærðum að bíta eins og blóðhundar. Willy Breinholst. Fnrðuleg fyrirbæri Frh. af bls. 29. úr stofunni. En ég lét bókina vera þarna eftir, þegar ég fór. Nokkrum dögum seinna, þegar ég var kominn heim til Kaupmannahafnar lá böggull til mín á tollpóststofunni. Það var bókin, sem gestgjafi minn, frú Foore, hafði umhyggjusamlega sent á eftir mér. Sama dag fann ég fyrir utan póststofuna í Bernstorfsgade 500 krónur í peningum og fékk ég 50 krónur í fundarlaun, þegar ég kom þeim til skila. Þetta atvik minnti mig á drauminn, sem mig dreymdi í London. Sam- kvæmt honum átti bókin að færa mér fé og frama. Nokkrum dögum síðar en ég fann peningana, fór ég til forn- bókasala með bókina til þess að láta hann meta verðgildi hennar. Hún var ekki í háu verði og þessi ferð mín til fornbókasalans gaf mér því ekkert í aðra hönd, aftur á móti langaði mig mjög mikið í bók eina, sem verðlögð var á 12 krónur og tapaði ég því 12 krónum á þessari ferð. En fáeinum vikum síðar fékk ég 500 krónu tilboð, ekki í bók Dickens, heldur bókina, sem ég hafði keypt hjá fornbókasal- anum á tólf krónur. Það kom í ljós, að þessi bók var mjög sjaldséð og eintakið, er ég hafði keypt, var fyrsta útgáfa. Voru þetta tilviljanir einar? Ef til vill getur svo verið,' en meðan þessi bók var á heimilinu, græddist mér oft fé. Enn fremur hef ég haft góðan hagnað af verzlunarviðskiptum, sem ég gerði við mann, er ég kynntist vegna þess, að við báðir höfðum mikinn áhuga á verkum Dickens. J. S. HUNDSÝLFUR UM NÆTUR Fyrir um það bil þremur árum dó afi minn. Eiginmaður minn og ég tókum þá hundinn hans að okkur. Hundur þessi hét Bulder og var kynj- aður frá Nýfundnalandi. Afi hafði átt hann í 10 ár. Kvöld eitt um 11 leytið var hringt til okkar. Það voru hinir nýju íbúar í húsinu hans afa. Þeir höfðu flutt inn daginn áður og við höfðum lítillega kynnzt þeim, þegar við sömdum við þá um kaupin. Þeir spurðu, hvort afi hefði átt hund. Þegar við svöruðum því játandi, sögðu þau frá því, að þau gætu ekki sofið því að hundurinn hlypi stöðugt hringinn í kringum húsið, ýlfrandi. Við spurðum þau að því hvort þau hefðu séð hann, en þau neituðu því og sögðust hafa leitað hans en ekki fundið. Við skýrðum þeim frá því, að vissu- lega hefði afi átt hund, en hann stæði núna við hliðina á símaborðinu, enda hefði síminn vakið hann. Við vissum það, að hann hafði áreiðanlega ekki farið út fyrir hússins dyr. Auk þess voru tólf kílómetrar frá okkur til hússins hans afa. og þar sem ýlfrið hafði hætt fyrir fáeinum mínútum hlaut þetta að hafa verið annar hund- ur. Nokkrum dögum síðar hringdi sím- inn enn einu sinni að kveldi til. Það voru þessi hjón aftur og ýlfrið hafði þá alveg verið óþolandi nóttina áður og um kvöldið. Það var ég sem talaði við manninn þetta kvöld og allt í einu sagði hann nokkuð, sem olli því, að mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds. — Það er annars undarlegt, sagði hann, að jafnskjótt og ég hringi til yðar, þá hættir hundurinn að ýlfra. Ég leit á Bulder, sem stóð í forstofu- dyrunum og horfði þannig á mig að það var eins og hann vildi spyrja, — Nú er aðeins eftir að reyna hvort afi minri getur gefið afa hans glóðarauga.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.