Fálkinn


Fálkinn - 30.05.1962, Blaðsíða 33

Fálkinn - 30.05.1962, Blaðsíða 33
hvað væri að. Bulder var varðhundur og vaknaði við minnsta hávaða og einnig þá er síminn hringdi. Maður- inn minn kom inn í stofuna og spurði hvað væri að og ég sagði honum að hjónin í húsinu hans afa sáluga hefðu hringt aftur og kvartað undan hunds- ýlfri allar nætur. Eiginmaðurinn sagði að þessu yrði fljótlega að kippa í lag. Hálfri stundu síðar, þegar Bulder var sofnaður frammi í forstofu, tók maðurinn minn símann og hringdi út til hjónanna í húsinu hans afa sáluga. Þegar svarað var í símann, sá ég strax, að maðurinn minn var ekki jafn róleg- ur og venjulega. — Já, heyrði ég hann segja, nú skil ég hvers vegna þér getið ekki sofið. Bíðið augnablik. Hann rétti mér tólið og ég heyrði hvernig hundur ýlfraði, svo að það smaug í gegnum merg og bein. Ég hef aldrei heyrt svona ónotalegt ýlfur á ævi minni. Meðan ég hélt á tólinu, gekk mað- urinn minn fram í forstofuna og kall- aði á Bulder. Hann vaknaði strax og kom hlaupandi. Á sama augnabliki hætti ýlfrið. Maðurinn minn skýrði frá því, hvað gerzt hafði og næsta dag fórum við út í húsið hans afa sáluga og höfðum Bulder með. Um leið og opnað var fyrir okkur þaut Bulder inn um dyrn- ar og snuðraði í hverju horni í öllum herbergjunum. Að lokum kom hann til okkar, settist rólegur fyrir framan okkur og leit hryggur á okkur. Eftir þetta heyrðist aldrei hunds- ýlfur á nóttunni í húsinu hans afa sáluga. K. R. KATItí N Frh. af bls. 24. hafði ekki getað varið sakleysi sitt á neinn hátt. Hún átti á hættu að vera lögð í járn og kastað niður í rottukjall- arann. Hún lá lengi grafkyrr og hlustaði á storminn fyrir utan. Ljósin voru slökkt í þessum hluta borgarinnar. En í öðr- um hluta Lundúnaborgar skinu krist- alsljósakrónur yfir höfðum ungra og gamalla, sem fögnuðu komu vorsins ár- ið 1813. Mest voru hátíðahöldin á Carl- ton House, þar sem prinsinn ásamt ást- mey sinni lafði Jersey, hafði safnað í kring um sig öllu unga fólkinu sem var af tignum og virðulegum ættum. Hertoginn var ekkert sérlega vinsæll, Kæri Astró. Ég er fædd kl. 23.30. Ég stunda nú nám í þriðja bekk í menntaskóla, en síðastliðið sumar vann ég við skrifstofu- störf. Ég er ekki mikið gefin fyrir skemmtanir, en hef gaman af að lesa. Nú langar mig til að vita eitthvað um framtíðina, hvort ég giftist seint eða snemma, um heilsufarið, peningamálin og hvort mér gefst tækifæri á að sjá mig um í heiminum, og einnig annað sem lesið verður úr stjörnunum. Viltu gera svo vel að sleppa fæðingardegi og stað. Með hjartanlegu þakklæti fyrir væntanlegt svar, sem ég bíð óþreyjufull eftir og vona að komi fljótt. Hilda. j Svar til Hildu: Þú fæddist þegar Sól var tíu gráður í merki Ljónsins og er það því nefnt sólmerki þitt. Þessi staða Sólarinnar bendir til að þú sért gædd metnaði og viljir komast á- fram í heiminum. Þú hefur einnig yfir að búa hæfileika til að stjórna öðrum og mun það fara þér vel úr hendi. Þú hefur ánægju af börnum og hefur furðu næman skilning á þeim. Hins vegar hættir þér eins og öðrum, sem fæddir eru undir merki þínu, til að vera uppstökk sérstaklega ef þér finnst hlutur þinn þrengd- ur eða athafnasvið þitt tak- markað á einhvern hátt. Hætt er við að þú verðir aldrei fullkomlega hamingjusöm í ástamálunum, því erfitt er að finna maka utan Ljónsmerk- isins, sem geldur jafn heita ást og merki þitt gerir. Af þessu leiðir því að þeir, sem hér eru fæddir eru vansælir í hjónabandi. í fjórða húsi þínu stendur Satúrn og hefur hann nokkuð erfið áhrif á heimilislíf þitt og hætt er við að þú njótir þess ekki sem skildi. Heimilis- ábyrgðin hvílir að öllum lík- indum nokkuð þungt á þér og hún kann að nokkru leyti að trufla hjónabandshamingju þína. Það eru mjög athyglisverð- ar afstöður í merki Tvíbur- anna, þar sem fjögur himin- tungl voru stödd á fæðingar- stund þinni. Þau voru Mán- inn, Mars, Úranus og Venus. Svo vill til að Máninn er þín áhrifaplánetaa og er því beyti- leiki og eirðarleysi nokkuð á- berandi í fari þínu. Staða þessara pláneta í Tvíbura- merkinu bendir til að þú eig- ir auðvelt með að skilja hlut- ina og sért góðum skilnings- gáfum gædd. Tvíburamerkið er flokkað undir svonefnd „intelligence“ merki og þeir, sem hafa sterkar afstöður þar eiga auðvelt með nám, lestur bóka og að skilja hlutina, svo fremi að aðrar afstöður spilli ekki fyrir. Samt sem áður ein- kennist fólk þessa merkis af eirðarleysi, sem er að miklu leyti einkenni hugans, sem alltaf er á ferð og ekki tekur sér hvíld nema í djúpum svefni. Það er því einnig á- berandi hjá þessu fólki, að það hefur dálæti á ferðalög- um, sem taka stuttan tíma, ekki langferðalögum, þau mundu þreyta það. Allt sem er stutt og laggott, hentar því vel. Venus þarna bendir til að ástamálin munu verða á flest- an máta tengd námi þínu, þannig að þar mun vera maka þinn að finna, einnig að þú verðir ekki við eina fjölina felld í þeim efnum. Aðstöð- urnar í merki Tvíburanna benda til þess að þú munir kunna bezt við þig í umhverfi bóka og mennta. Annað atriði við stjörnusjá þína er staða margra pláneta í sjötta húsi, sem bendir til þess að þú sért starfsöm mjög. Þessar afstöður benda einnig til þess, að þú sért talsvert glöggskyggn og þessi hæfileiki kemur þér oft að gagni. Hins vegar fylgir sá böggull skammrifi, að fólk með þessa afstöðu er oft gagnrýnið, sér- staklega á aðra. Það verður oft óhamingjusamt ef föt þess eru ekki í tipp topp standi eins og sagt er og get- ur smá misfella varpað skugga á allan daginn. Þessi glöggskyggni og árátta til að bæta allt upp, sem aflaga fer, veldur því að undir þessum áhrifum eru mjög margir læknar og hjúkrunarkonur fæddar. Einnig fylgir þessum afstöðum oft óþarfa áhyggj- ur út af heilsufarinu, þó eng- in ástæða sé raunverulega fyrir þessum ótta. Hins vegar benda afstöðurnar hjá þér til að viss tímabil séu nokkuð næm, en svo virðist sem and- stæður í þessum efnum verði ríkjandi í lífi þínu. Um ferðalög er það segja að svo virðist sem þau eigi ekki eftir að liggja mikið fyr- ir þér. Nú í ár mun þér gefast talsvert girnilegt tækifæri í ástamálunum, en ég mundi ekki ráðleggja þér að taka þeim. Hins vegar virðist mér árið 1965 vera tilvalið og þá sérstaklega miðhluti ársins. FÁLKINN 33

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.