Fálkinn


Fálkinn - 30.05.1962, Blaðsíða 34

Fálkinn - 30.05.1962, Blaðsíða 34
KATRÍX Frh. af bls. 33. en enginn þorði að afþakka boð hans. Menn drukku kampavínið hans og reyndu að hlæja að bröndurum hans. Hin eina, sem þorði að segja honum sannleikann, var rússneska ráðherra- frúin, hin unga greifynja, Lieven frá Pétursborg, en hún gerði það á svo þokkafullan hátt, að prinsinn marg- faldaði gestrisni sína með stöðugum boðum og blómvöndum. Það var þessi sama greifynja, sem fékk óvenjulegt boð um að heimsækja barnaheimili í East End, einmitt þegar hún var á heimleið úr boði hjá prins- inum. Hún hafði sagt einni af vinkon- um sínum, lafði Channing, að hún væri farin að gerast leið á hirðlífinu í London. — Allt er hér svo vel skipulagt, stundi hin unga greifynja. — Máltíðir og veizluhöld, sama fólkið aftur og aft- ur, sömu samtölin, sömu gullhamrarn- ir. En ég fæ aldrei að skyggnast á bak við tjöldin, ef þú veizt hvað ég á við, kæra Edith. í mínum augum er Lundúnaborg ekkert annað en stórir veizlusalir, þar sem fólkið hegðar sér alveg eins og maður býst við. Jafnvel slúðrið er óþolandi leiðinlegt og hug- myndasnautt. Fólk hefur það of gott hérna, held ég. í Rússlandi fá menn jafna skammta af þjáningu og ham- ingju. — Þú talar eins og barn, greip lafði Channing fram í fyrir henni og leit með meðaumkvun á hina ungu vinkonu sína. Sjálf var hún reisulegur en grann- vaxinn Skoti með hvöss augu. Hún var þekkt fyrir gestrisni sína og hvassa tungu. Lafði Channing hélt áfram: — Það eru til ótalmargar hliðar á Lundúnaborg, sem þú hefur ekki séð. Á morgun skal ég fara með þig á barna- heimili. Ætingi mannsins míns sáluga er forstöðukona fyrir einu slíku í East End. Það heitir barnaheimilið Sólar- geislinn. Eftir því sem ég þekki til hljómar nafnið nánast eins og öfug- mæli. En þú getur sannfærst um það sjálf. Lafði Spencer hefur áreiðanlega ekkert á móti því að þú sláist í förina með okkur. Má ég sækja þig klukkan tíu? —v— Katrín Williams gat ekki sofið. Kannski var það stormurinn, sem hélt fyrir henni vöku, eða kuldinn, eða kannski voru það bara hugsanir hennar. Hún hugsaði um móður sína og hversu ömurlega þær höfðu búið, áður en hún var flutt á sjúkrahúsið. Eitt sinn þegar Katrín var lítil höfðu þær lifað betri daga. Faðir hennar hafði látið eftir sig svoiitla peningaupphæð og móðirin hafði þénað ofurlítið með því að ganga í hús sem kokkur. Það bar við að hún tók með sér matarbita heim, þegar hún kom úr vinnu sinni. En svo hafði móð- ir hennar veikst. Dularfullur sjúk- 34 FÁLKINN dómur hafði gert hana stífa í liðamót- um. Hún gat ekki hreyft sig lengur, því síður unnið. Spariféð hvarf og loks varð að leggja hana inn á fátækra- sjúkrahúsið. Þann dag stóð Katrín litla allt í einu ein uppi í framandi og fjand- samlegum heimi. Þessi nýi heimur hennar var barnaheimili fröken Brown. Katrín reyndi að velta sér tvo hringi í þunnu teppinu, sem hún hafði ofan á sér, en teppið var ekki nægilega stórt til þess. Hálfum meter frá henni svaf Nellie vært. Þrátt fyrir kuldann var loftið í herberginu kveljandi þungt og öll hljóð næturinnar urðu óttalega há. Hún hlustaði á stúlkurnar sofa. Andar- dráttur sumra var léttur, en aðrar hrutu og enn aðrar hóstuðu í svefninum. Öðru hvoru þaut einhver upp í martröð og sló frá sér, þar til hinum hafði tekist að róa hana. Katrín hataði skítinn og fátæktina á þessum stað. Hversu marg- ar nætur hafði hún ekki legið hér í eilífri og vonlausri baráttu við örlög sín? Nellie rétti úr sér og þurrkaði svitann af enninu. Katrín sá, að hún var orðin hvít í kringum munninn, nákvæmlega eins og stúlkan, sem fröken Brown hafði í hegningarskyni látið skræla kartöflur fyrir allt heimilið. Eftir fimm tíma vinnu hafði hún staðið á fætur og reynt að segja eitthvað, en hnigið niður áður en hún gat komið upp nokkru orði. Katrín kraup nærri Nellie á votu gólfinu og hvíslaði: — Leggðu ekki svona hart að þér. Hún tekur ekkert eftir því hvort þú skúrar vel eða illa. Láttu bara eins og þú sért að púla. Nellie strauk sér um hárið og byrj- aði að vinna á nýjan leik, en Katrín tók eftir að hún lagði ekki eins hart að sér. Katrín gekk aftur til sinnar eigin vinnu og stundi þungan. Umhverfis hana lágu hinar stúlkurnar og hömuð- ust á trégólfinu. Katrínu fannst þær einna líkastar risafroskum, sem dengt hafði verið milli fatanna og klútanna. Þetta endurtók sig í hvert skipti sem fröken Brown átti von á lafði Spencer í heimsókn. Allir urðu að fara á fætur klukkan fjögur um morguninn til þess að gera hreint. Veggir og gólf og bekk- ir og gluggar. Allt varð að hreinsa og fægja og á rúmin voru lögð teppi, sem annars voru alltaf lokuð inni í skáp fröken Brown. Eina gleðin var matur- inn. Kjötsúpa og nóg af brauði og búð- ingur á eftir. En fröken Brown hafði hótað þeim refsingu ef þær hámuðu matinn í sig. Það átti að líta svo út, sem þetta væri venjulegur hversdagsmatur hjá þeim. Skrípaleikur á borð við þetta hafði góð áhrif á fínu frúrnar sem gengu um herbergin í fylgd með frök- en Brown, sem stöðugt laug að þeim, hversu ástandið á heimilinu væri gott. Katrín þekkti aftur lafði Spencer, þegar hún um ellefuleytið sama dag steig út úr vagni sínum fyrir utan heim- ilið. Hún var klædd Ijósbláum fötum. Andlit hennar var ekki fallegt, en Katrínu og Nellie var hún sem hreinasta opinberun.Hingað til hafði Katrínu fund- izt lafði Spencer vera fegursta kona sem hún hafði augum litið. En nú upp- götvaði hún að heimurinn hafði á að skipa fleiri fögrum konum en lafði Spencer. Á eftir henni gekk ung stúlka klædd í eitthvað smaragðsgrænt. Og andlit hennar var svo fagurt, að Katrín undraðist að slíkt skyldi fyrirfinnast annars staðar en í ævintýrunum. Hún hikaði ofurlítið í stiganum og leit spyrj- andi framan í fröken Brown þar sem hún stóð umkringd af eftirlætisbörnun- um sínum. Katrín og Nellie voru alltof uppteknar til þess að taka eftir þriðju konunni sem var í fylgd með þeim. Og þó svo að þær hefðu gert það, hefði þær aðeins orðið hræddar. Skarpir andlits- drættir og hvöss augu lafði Channing skutu flestum skelk í bringu. — Jæja, kæra Clara. Þá er víst ekki annað að gera en fara inn og hlusta á upplogna lýsingu forstöðukonunnar á hversu gott ástandið er hér. Lafði Spencer snéri sér að vinkonu sinni og sagði áköf: — Hvers vegna ertu alltaf svona óþægileg og nöpur, Edith Channing? Ég get fullvisað þig um, að fröken Brown er fyrirmyndarkona sem hugsar samvizkusamlega um barnaheimili sitt. Auk þess verður þú að muna eftir því að við erum með gest með okkur, unga frú, sem er gift erlendum diplomat. Athugasemdir þínar gætu orðið til þess að hún fengi slæmt álit á landinu okkar. Edith Channing hló og yppti öxlum. — Við eigum sem sagt að hræsna fyrir henni. Þú veizt vel, að fröken Brown blekkir þig, eins og raunar flestar for- stöðukonur barnaheimila hér á landi. Clara Spencer sendi vinkonu sinni aðvarandi augnaráð. Andlit fröken Brown ljómaði af velvild og smjaðri, þegar hún bauð þær velkomnar. í forstofunni stóðu hinar telpurnar þar á meðal Katrín og Nellie. í nálægð- inni var unga konan í smaragðsgrænu klæðunum enn þá fallegri. Augu hennar voru brún og húðin mjólkurhvít. Katrín hélt niðri í sér andanum þegar kon- urnar gengu framhjá henni. En sú grænklædda talaði ekki við hana, held- ur aðeins miðaldra konan. — Hvaðan ert þú, væna mín, spurði lafði Channing með sterkum skozkum málhreim og horfði hvasst á Katrínu. — Héðan úr bænum. — Hvenær fóruð þið á fætur í morg- un? — Klukkan fjögur. Fínu frúrnar gripu andann á lofti og það heyrðist kurr í fröken Brown. Katrín hrökk við, þegar hún uppgötv- aði hvað hún hafði sagt. Fröken Brown hafði gefið þeim ströng fyrirmæli um hverju þær ættu að svara ef þær yrðu spurðar: Morgunmatur klukkan sjö og líka eftir morgunandaktina. Egg te og brauð á hverjum degi. Guð minn góður! Hvað hafði hún sagt? (Framh. í næsta blaði).

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.