Fálkinn


Fálkinn - 30.05.1962, Blaðsíða 35

Fálkinn - 30.05.1962, Blaðsíða 35
er koinin í verzlanir SKJÓLFATAGERÐIN H.F. Kvenþjóðin Frh. af bls. 16 ið varlega, því pimpsteinninn getur sært hörundið. Þegar fæturnir hafa verið þvegnir er borið krem á þá. Feitir öklar geta átt rætur sínar að rekja til offitu, en einnig til kulda, vegna þess að vefirnir í leðurhúðinni reyna í kulda að verja sig með þeirri fitu, sem þeir eru um- luktir. Það hindrar eðlilega þlóðrás og oft líka blárauðir. öklar og oft líka blárauðir. Hvor sem orsökin er, koma víxlböð með heitu og köldu vatni kvölds og morgna að miklu gagni, því að þau auka blóðrásina. Auk þess er nudd gott, fótaleikfimi á morgnana, halda fótunum upp í loftið og snúa fótblöðunum til skipt- is til hægri og vinstri, fram og til baka, og að lokum hjóla af krafti út í loftið. Hafið einnig nál. 20 cm hærra undir við fótagaflinn, það bætir mikið. Hveitibrau&slengja 2—3 cm upp á langhliðarnar. Sett í smurt málmpappírsmót, bakað á plötu við 250°, þar til lengjan er fallega gulbrún. Álegginu raðað á eins og myndin sýnir. Kryddsíldin skorin smátt, eggin söxuð, laukurinn skor- inn smátt, látinn malla í smjörinu 3—4 mínútur. Síld- inni og eggjunum hrært sam- an við. Örlitlum rjóma hrært saman við. Setjið þetta ann- arsvegar á lengjuna. Smjörlíkið brætt, hveitinu hrært saman við og örlitlu karry ef vill. Þynnt út með mjólkinni. Jafningurinn soð- inn 3—5 mínútur. Rækjunum hrært saman við. Geymið nokkrar til að skreyta með. Kryddað með salti og pipar. Hellið þessum jafningi með- fram hinni hlið lengjunnar, skreytið með rækjum. Sneiðið niður tómatana, Raðaðí miðjuna til skiptis með ostbita. Steikt í ofni við 275°, þar til brauðið er fallega brúnt. Borið fram heitt sem for- réttur eða með kaffi í staðinn fyrir smurt brauð. Hrútsmerkið (21. marz—20. apríl). Þet.ta verður vika mikilla möguleika og fagurra fyrirheita. Ekki hvað sízt á rómantíska sviðinu gefast yður góð tækifæri. Sýnið umburðarlyndi gagnvart mönnum sem þér umgangist daglega og ekki hafa verið jafn lánsamir í lífinu og þér. Nautsmerldð (21. apríl—20. maí). Þér hafið náð merkum áfanga 1 máli sem þér hafið lengi barizt fyrir með oddi og egg. Þér bjuggust við að ná takmarkinu strax, en þér skuluð sýna þolinmæði. Margir voru þeir, sem bjuggust við ósigri yðar í þessu máli. Tvíburamerkið (21. maí—21. júní). Þetta verður góð, en ákaflega erilsöm vika. Varast skuluð þér ónærgætni í tali. Slíkt getur skapað yður óþarflega óvild og erfiðleika í starfi. Aðgát skal höfð í nærveru sálar, eins og þar stendur. fírabbamerkið (22. júní—22. júlí). Ef til vill hljómar það dálítið kynlega, að þér eigið á hættu að allt snúist yður í óhag, en samt. mun það verða yður til mikils frama. Annars er útlit fyrir, að þér eigið notalega daga í vændum. Rómantík mun verða mikil í vikunni. Ljónsmerkið (23. júli—23. ágúst). Þessi vika verður full af gleði og ánægju, ef þér komið fram af þeirri hæversku og yndisþokka, sem þér hafið sýnt hingað til. Þér munuð fá óvænta heim- sókn af gömlum vini. JómfrúarmerJcið (24. ágúst—23. september). Þér getið hjálpað ákveðinni persónu, sem hefur orðið fyrir óverðskulduðum árásum af illgjörnu fólki. Einkum skuluð þér reyna að hjálpa henni siðferðis- lega. Happatala vikunnar verður 7. Vogarskálarmerkið (24. september—23. október). Nýlega hafið þér kynnzt manni, sem þér skuluð gæta fyllstu varúðar í umgengni við. Persóna þessi lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Þér ættuð að kappkosta að vinna sem mest. og láta ástamálin sitja á hakanum í bili. SporðdreJcamerkið (24. olctóber—22. nóvember). Ef þér viljið forðast deilur og rifrildi, þá skuluð þér ekki skipta yður af því sem yður kemur ekki við. Þér fáið bara óþökk fyrir afskiptasemina, þótt t.ilgangur yðar hafi verið sá einn að koma til hjálpar. Bogamannsmerkið (23. nóvember—21. desember). Þér skuluð ekki spenna bogann of hátt, jafnvel þótt þér hafið bæði nægan metnað og gáfur til að ná settu marki. Það sakar nefnilega aldrei að fara sér hægt í byrjun. Fimmtudagurinn verður hagstæður. Steingeitarmerkið (22. desember—20. janúar). Þér ætt.uð að reyna að komast að raun um hvers konar tilfinningar þér alið í brjósti með yður til ákveðinnar persónu, sem þér hafið ekki þekkt lengi. Látið ekki hugmyndaflugið hlaupa með yður í gönur í starfi yöar. Vatnsberamerkið (21. janúar—19. febrúar). Þér hafið nýlega fengið vandasamt verk að vinna og þér eruð í megnustu vandræðum með að leysa það af hendi. Þér munuð þrátt. fyrir allt vinna þetta verk með prýði, ef þér takið á öllu sem þér eigið til. Fiskamerkið (20. febrúar—20. marz). Þér eruð með miklar ráðagerðir varðandi framtíð- ina og flestar eru þær langt frá því að vera fjarri raunveruleikanum. Ástamálin eru að komast í gott lag og ekki spillir að fjárhagurinn er með bezta móti. FÁLKINN 35

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.