Fálkinn


Fálkinn - 30.05.1962, Blaðsíða 36

Fálkinn - 30.05.1962, Blaðsíða 36
* í) <A(tcfAiHA cm MINNiSVERÐ TÍÐINDI Nú eru bæjarstjórnarkosningarnar um garð gengnar og aftur farið um að hægjast í bæjarvinnunni, en þar hefur verið mikið að gera við kosningafram- kvæmdir. Blöðin komast líka aftur í samt horf og við fáum fréttirnar í stað kosningabombanna, sem fyllt hafa síðurnar. Aðrar kosningar eru líka fyrir nokkru afstaðnar, og á ég þar við drottningarkosningarnar, sem að þessu sinni urðu þess valdandi, að sjálfur Fálkinn gat ekki flogið í eina viku. Nýju fegurðardrottningunni fylgir líka ný drottningarmóðir, sem bætist í drottningarmæðrafélagið. Hlutverk drottningarmóðurinnar er mjög mikil- vægt ábyrgðarstarf. Hún þarf að sjá um, að fréttir berist hingað til eylands- ins af frama sjálfrar drottningarinn- ar á frægðarbrautinni í útlandinu. Þessum fréttum þarf hún að koma frá sér á framfæri, og getur hún notað til þess ýmis tæki. Stundum potar hún sér í blöðin, en oftast eru síminn og saumaklúbburinn fljótvirkastir. Þýð- ing blaðafulltrúastarfs drottningar- mömmu er óumdeilanleg og sannaðist reyndar um daginn, þegar kunningi minn undraðist það, hve lítið hefði fréttzt af tiltekinni drottningu, sem er á hraðri leið upp frægðarstigann, að því er móðirin hafði sagt. Þetta frétta- leysi átti þó sína skýringu, því í Ijós kom, að drottningarmóðirin sjálf hafði yfirgefið hólmann og dvaldist hjá dóttur sinni í útlandinu. Fyrir bragðið fær landslýðurinn engar fregnir af frama einnar drottningar sinnar, og hún er við að falla í gleymsku í land- inu, sem ól hana. Þetta dæmi sýnir það ljóslega, að áður en drottning er valin, verður að ganga úr skugga um það, að hún eigi skörulega móður með hæfilegt ímynd- unarafl og síma. Nú er ferðamannastraumurinn að komast á reglulega hreyfingu og varla hægt að þverfóta fyrir útlendingum í Hafnarstræti, þar sem þeir kaupa sér rauð og blá gæruskinn í gríð og erg. Ég hef oft verið að velta því fyrir mér, hvaða snillingur hafi fundið upp á þessu snjallræði að lita skinnin, og hvers vegna útlendingarnir sækjast svona eftir skinnum í skærum litum. 36 FÁLKINN Sniðugt væri fyrir þennan snilling að lita eins og eina sauðahjörð lifandi og hafa í girðingu hér við bæinn. Útlend- ingarnir myndu kunna því vel að geta litið auga hinar fjölskrúðugu rollur landsmanna og tekið af þeim litmynd- ir. Mætti þá vel hugsa sér að lita nokkrar kýr og hesta. Yrði þetta hinn glæsilegasti búsmali og gæti jafnvel orðið landinu ómetanleg landkynning. Það má heldur ekki gleyma því, að landkynningin er nú orðið svo mikils metin, að ég hef heyrt fyrir víst, að í sumar verði reiknuð út landkynn- ingareining, svo í framtíðinni verði hægt að vega og meta, hve stóra land- kynningareiningu þetta eða hitt gefi. Rauðar kindur, bláar kýr og gulir hestar myndu fá þar háa einkunn á þeim mælikvarða. Þetta var óttalega leiðinlegt, sem blöðin skýrðu frá fyrir skömmu, að gestir í fermingarveizlu hér í bænum hefðu fengið kveisu í stór hópum vegná'þess, að kjötiðnaðarmaður með fingurmein hefði gramsað í veizlu- matnum. Borgarlæknir á skilið stór- þakkir fyrir að hafa upplýst þetta mál svo fljótt og vel, og væri vel athug- andi, að senda nokkra rannsóknar- lögreglumenn til hans í tíma. Kjöt- iðnaðarmenn eru ósköp beygðir yfir þessu, og einn þeirra þekki ég, sem skar sig í fingur um daginn, og það má bókstaflega segja, að hann taki varla hendina upp úr vasanum. Blessaðir togararnir okkar eru búnir að liggja lengi bundnir við hafnar- garðana öllum til yndisauka. Allir eru hæstánægðir, því útgerðin tapar ekki eins mikið á því að láta þá liggja eins og á því að gera þá út. Sjómanns- konurnar þurfa ekki að óttast um mennina sína úti í reginhafi og íbúarn- ir í Hamborg og Bremenhaven geta andað léttara þar sem loks er orðið lát á heimsóknum íslenzku sjómann- anna. Eina vandamálið er það, að við legu togaranna skapast mikil þrengsli í höfninni. En það gerir nú lítið til, því stjórn borgarinnar lofar að láta stækka höfnina svo mikið, að brátt munar okkur ekkert um það. að lofa togaraflotanum að liggja öllum í ör- uggri höfn. Dagur Anns. Ekið um nóíi Frh. af bls. 17. drengur, sem ekki gerir annað en ausa út milljónum, sem þeir hafa grætt á plastkrúsum, fór með þig í sjóferð á bátskel í bullandi roki. Ég hafði ekki hugmynd um að þú værir þar með. Ég hélt að hvolpurinn væri einsamall og hugsaði fyrst sem svo: Látum hann fara niður til fiskanna. Veröldin er engu fá- tækari, þó hún fari á mis við hann. Samvizkulaus og einkisverð hengil- mæna, sem hann er. Hvers vegna átti ég að hætta lífi mínu hans vegna? Hann vissi vel að óveður var í aðsigi, þegar hann lagði frá landi — látum hann taka afleiðingunum, og drukkna. En það var eitthvað í mér sem rak mig af stað. Þeir vöruðu mig allir við, sögðu að þetta væri ekkert vit. Hvern fann ég svo þar úti — hjá Leó, drengn- um, sem kúgaðist þarna grænn af sjó- veiki, og kastaði upp við borðstokkinn? Hvern fann ég? leyfist mér að spyrja. Mína yndislegu eiginkonu, hið við- kvæma lótusblóm, Díönu. Skellihlæj- andi, í sjóstígvélum sem voru fimm núm- erum of stór, og olíukápu sem ætlaði að gleypa hana. Þú varst ekki vitund smeyk, Díana. Þú hlóst að mér og sagðir: „Prýðilegt, að þú skyldir koma, James. — Þetta fer að verða erfitt! — Ég náði ykkur yfir í bátinn til mín. Leó lá niðri í skutnum, eins og slytti, og kúgaðist, en þú söngst danslag — og nagaðir þurrar apríkósur. Þegar við komum heim, ávítaði ég þig fyrir atferlið. Þá brást þú ekki fyrir þig kj ökurtækninni, sem ég á svo bágt með að standast. Þú grætur nefnilega tæurstu og fegurstu tárum, sem ég hef nokkru sinni vitað, án þess hvarmarnir þrútni eða þú ófríkkir vitund, eins og konum hættir þó við, er þær taka sig þannig til. Þú gerðist ægilegt kvenskass, það kvöld. Refsinorn með dádýrsaugu og villidýrssvip. Þú viðhafðir orðbragð, sem annars heyrist hvergi annars stað- ar en í skipakvíum og drykkjukrám. Hvar hefirðu lært þann munnsöfnuð, Díana? — Hvað þá? skræktir þú með rödd eins og fiskikerling. -—■ þó ég sigli út með honum? Og það í roki? Ég geri alltaf það, sem mig langar til. Maður lifir ekki nema einu sinni, og ég ætla mér ekki að deyja úr leiðindum. Ef þú vilt mig ekki eins og ég er, getur þú farið þína leið. Ég kvæntist þér, þó þú værir ekkert afbragð, mér þykir vænt um þig og vil gjarna veta hjá þér. En ég krefst þess, að hafa frjálsar hendur til að gera það sem mér dettur í hug! Ég um það, þótt ég fari út á sjó með flóni, hvort sem fárviðri er eða ekki. Þiggi ég gjöf, kem- ur það heldur engum við, þótt svo gjöf- in hafi kostað meir en þennan skitna 'tíkall, sem er hámark hjá þér. Ha, já, Framh. á bls. 38.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.