Fálkinn


Fálkinn - 06.06.1962, Side 10

Fálkinn - 06.06.1962, Side 10
Hvaðan hún kom vissi enginn. En allt í einu var sem hún drottnaði yfir öllu með óskiljanlegum hætti, rétt eins og hún væri lifandi vera ... BRÚÐAN lá í stóra hægindastólnum, flauelsklædda. Það logaSi dauft ljós í mátunarstofunni, því nú var þungt í lofti og skýjað yfir Lundúnum. Græn glugga- tjöldin, áklæði og ábreiður, allt mynd- aði það smekklega heild, og brúðan var í heppilegum lrt við allt sem umhverf- is hana var. Þarna lá hún, löng og lin, í grænum flauelskjól og með lítinn flauelshatt á hörðum og máluðum hausnum. Þetta var ekki brúða eins og börnum þykir gaman að leika sér að. Hún var skrautbrúða, til þess ætluð að setja við hliðina á símanum, eða láta milli svæflanna á legubekknum. Lin og dauð, en þó svo einkennilega líffleg samt. Við getum sagt hún hafi verið því líkust, sem hún var: Eitt af hnignandi framleiðslu tuttugustu aldarinnar. Silja kom inn með asa og hélt á teikn- ingu og nokkrum mynztrum í höndinni, leit á brúðuna svo sem annars hugar. Hún var að brjóta heilann um .... en hvað það var sem hún braut heilann um, hvarf í sömu andránni gersamlega úr huga hennar. í stað þess hugsaði hún: Hvað hef ég gert af mynztrinu að bláa flauelskjólnum? Mig sem minnir að ég væri með það í hendinni núna rétt áð- an .... Það marraði í stiganum eins og vant var, um leið og lyftan kom upp á efstu hæð og nam staðar. Andartaki síðar kom frú Fellows-Brown inn í stofuna, másandi og blásandi, líkt og gömul eim- lest, sem hægir á sér við stöð úti á landi. Kjölturakkinn elti hana. — Það líður ekki á löngu að það fari að hellirigna, mælti hún og klæddi sig úr kápu og hönzkum. Nú kom Elísa Combe. Á seinni árum var hún ekki vön að koma nema þegar alveg sérstak- ir viðskiptavinir mátuðu. Frú Fellows- Brown var ein af þeim sérstöku. Elísabet kom ofan úr saumastofunni 10 FÁLKINN með kjólinn og Silja dró hann ofan yfir höfuðið á frúnni. — Svona, sagði hún. Nei, hvað hann fer yður vel. Og liturinn alveg dásam- legur. Frú Fellows-Brown snéri sér á allar hliðar og skoðaði sig í speglinum. — Það er alveg rétt, að kjólarnir frá yður fara mér ágætlega að aftanverðu, mælti hún og strauk niður umræddan líkams- hluta. Þetta hef ég alltaf átt erfitt með, hélt hún áfram. Júh, auðvitað gat ég í mörg ár dregið að mér sitjandann með því að skjóta brjóstunum fram. En það þýðir ekkert nú orðið, þegar maginn er orðinn eins stór og rassinn. Ekki er þó hægt að draga þá báða að sér í einu, líklega? Hún vatt höfðinu ennþá til ofturlítið og varð skyndilega að orði — Ó, þessi brúða, sem þér hafið þarna! Það fer um mig hrollur við að sjá hana. Hvenær hafið þér fengið hana? — Ég veit það ekki vel, svaraði Elísa Combe með ofurlitlum undrunarsvip. —- Það er nokkuð síðan, held ég. Minn- ið mitt er nú ekki betra en það. — Úff, hélt frú Fellows-Brown áfram. — Það er eins og hún liggi á hleri og skopist að okkur. Mér býður við henni. Ég væri ekki lengi að losa mig við hana, ef ég væri í yðar sporum. Frúin hristi sig og vék síðan að einstökum atriðum við mátunina. Ætti hún að láta stytta ermarnar um nokkra senti- metra, eða vera kannski ekkert að eiga við það? Og hvernig var með síddina? Þegar ráðið hafði verið fram úr þess- um viðkvæmu vandamálum, klæddi frúin sig á ný og bjóst til ferðar .Er hún gekk fram hjá brúðunni, leit hún und- an og mælti: — Nei, ég kem ekki við hana. Það er allt of líkt því, að hún sé hér eitt af heimafólkinu. Það er óheillavænlegt. — Hvað í ósköpunum átti hún við með því? spurði Silja, þegar viðskipta- vinurinn var horfinn út úr dyrunum. Elísu Combe hafði ekki unnizt tími til að svara, þegar frú Fellows-Brown rak nefið aftur inn úr gættinni: — Guð minn góður, ég var alveg búin að gleyma honum Fú-Ling. Hvar ertu, djásnið mitt? Nei, nú hef ég aldrei. ... Konunum varð öllum litið á kín- verska kjölturakkann, er sat hjá græna hægindastólnum og starði óaflátanlega á tuskubrúðuna. Hvorki mátti þó sjá andstyggð né ánægju í augum hans. Hann bara glápti. — Koma þá, litla yndið mömmu, kall- aði frúin. En litla yndið mömmu gerði sig ekkií líklegt til að gegna. — Hann er að verða óþekkari með hverjum deginum, sem líður, mælti frú Fellows-Brown. — Koma nú, Fú-Ling. Heim og fá nam-nam. Umh. Fú-Ling vék hausnum ögn við og gaut augunum fyrirlitlega til húsmóður sinn- ar. Síðan hélt hann áfram að virða brúð- una fyrir sér. — Ja-hérna, sagði frúin. — Það eru

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.