Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1962, Blaðsíða 4

Fálkinn - 11.07.1962, Blaðsíða 4
séð & heyrt í Frakklandi eru barnflestu fjölskyldurnar verðlaunaðar. Haddad fjölskyldan er ein þeirra, sem hefur orðið verðlaunanna aðnjótandi. Verðlaunin nema hér um bil 8 þúsimd íslenzkum krónum. Á mynd- inni sézt hin hreykna fjölskylda og heldur faðirinn á yngsta barninu. Öll börnin, nema eitt Emile, sem er 10 ára, eru á myndinni, en hann faldi sig, þegar hann sá ljósmyndarann. Góður siður. Oftast eru Ástralíunegrar álitnir vera frum- stæðasta þjóð í víðri veröld, en samt sem áður hafa þeir fundið upp ráð gegn böli nokkru, sem er mjög algengt með siðmenntuðum þjóðum. Ráð þetta er siður sá, að tengdamóðir og tengda- sonur mega ekki tala saman. Við verðum að þæta því hér við, svo að enginn verði nú fyrir vonbrigðum, að það er óhemju erfitt að vera tekinn upp í þjóðflokk Ástralíunegra. Við taugaveiklun. Hið bezta sem taugaveikluð kona getur gert, er að hnoða deig, segir þýzk- ur sálfræðingur, Maria Giwjorra, en hún er lærð frá háskólanum í Heidel- berg. Hún heldur því fram, að konan geti bezt látið gremju sína og ergelsi í ljós við deigið og er hún hafi hnoðað það, líði henni mim betur en áður. Eilíf æska? Doktor einn í Wisconsin, Johan Bjorksten, hefur tilkynnt eftir að hafa rannsakað það í fjölda mörg ár, að möguleikinn ftil þess að finna orsök þess, að maðurinn eldist, sé næstum því eins mikill og sá möguleiki að finna pensilínið fyrir 50 árum. Hjálp í nauðum. Óttaslegin húsmóðir í Kanada hringdi til lögreglunnar og bað um hjálp. Það hafði nefnilega komizt þefdýr niður í kjallarann. — Reynið, sagði lögreglan, að leggja nokkr- ar brauðsneiðar frá kjallaradyrunum að garðshliðinu. En fimm mínútum síðar var lögreglan enn hringd upp og nú virtist konan hræddari en áður: — Ég fór að eins og þér sögðuð, hrópaði hún. Og nú eru komin tvö þefdýr í kjallarann. 4 FÁLKINN Bette Davis er ekki af baki dottin, þótt hún sé komin yfir fimmtugt. Hún er fjórgift og þegar hún var spurð um, hvort hún ætlaði að gifta sig aftur svaraði hún: -— Ég gifti mig aðeins manni, sem ætti 15 milljónir dollara og væri viljiigur til þess að láta mér eftir helminginn og jafn- framt því, væri tryggt, að hann lifði ekki nema ár. Gárungarnir segja, að þetta svar gefi Alfred Hitchcock efni í nýja hrollvekju. ★ Olíukóngarnir eru enn nokkurs megn- andi. Þið ættuð bara að líta á Saud kóng í Suður-Arabíu. Fyrir nokkru fór hann til Bandaríkjanna í nauð synlegum erindagjörð um. Auðvitað fékk hann sér herbergi á Sheraton Plaza hóteli í Boston. ★ Það var samt ekki nógu glæsilegt fyrir hans smekk, svo að hann lét breyta herbergj- unum .Var allt saman fóðrað í gulli og hvítum litum. Reyndar var kóngur bara hæverskur, hann hafði ekki nema fjórar konur með sér til landsins, en í stað hinna var hann umkringdur af ráðgjöfum og þjónum. Hann keypti aðeins sex Cadillac bíla í þessari ferð, svo að menn hans þyrftu ekki að fara með strætisvagni. í bókinni Notes et Maximes eru ýmsar skemmtilegar klausur að finna. Bók þessi er eftir Edouard Herriots. Eitt sinn hitti Edouard Herriot Albert Ein- stein í London og tóku þessir lærðu menn tal saman. Að sjálfsögðu töluðu þeir um háfleyg efni og í miðjum sam- ræðum segir Einstein brosandi: — Kæri vin- ur, við skulum ekki gleyma, að jafnvel guð almáttugur, getur stundum komið fram á smoking. ★ Þegar menn eru spurðir um álit sitt á Frakklandsfor- seta, de Gaulle hers- höfðingja, eiga spyrjendur í erfið- leikum með að greina hvort svarið er gaman eða al- vara. Þannig var til dæmis Paul Reynaud, hinn gamli íhaldssami stjórnmálamaður, spurður: — Við hvaða mann sögunnar vilduð þér líkja de Gaulle? Svarið kom leiftursnöggt: — Við hann sjálfan.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.