Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1962, Blaðsíða 7

Fálkinn - 11.07.1962, Blaðsíða 7
Langt nef. Kæri Fálki. — Ég er í alveg hræðilegum vandræð- um. Þannig er mál með vexti, að ég er með svo stórt og rautt nef, að allir, sem mæta mér, glápa svo á mig, að ég dauðskammast mín. Geturðu ekki gefið mér eitthvað gott ráð, svo að beri ekki svona mikið á þessu. Með fyrirfram þakklæti fyrir gott svar. Einn nefstór. Svar: ÞaS er engin shömm aö hafa stórt og rautt nef, ef menn vita jafnlangt nefi sínu. Athugasemd. í 23. tbl. þessa árgangs birtið þið myndir og grein um stúlkur og erlenda sjóliða. Vegna þess að landanum þykir ætíð skömm að því að íslenzkar stúlkur séu með erlendum dátum, langar mig til þess að taka fram eftir- farandi. Stúlku þeirri, sem myndin er af á forsíðu, var bjargað af mér undan þessiun frönsku sjóliðum, og enn- fremur stúlku þeirri, sem myndin er af á bls. 18. Ég tók þær upp í fyrir framan Trésmiðjuna Víði og ók þeim heim til sín. Þessar stúlkur hafa því síður en svo verið með frönskum sjóliðum þetta kvöld, sem þeir voru í landi. Virðingarfyllst, A. Gamansögur. —Fyrir nokkru birtist hér í pósthólfinu bréf, þar sem óskað var eftir fleiri gaman- sögum. Síðan þá hef ég reynt að finna gamansögu, en enga fundið enn þá, því miður. Ég tek því undir með þessum bréfritara og óska eftir gamansögum.------------ Jói. Svar: Við höfum birt oft gaman- sögur og nolclcrum sinnum eftir aö fietta bréf birtist. Þaö viröist sem svo, aö Jói hafi ekki nóga kýmnigáfu. Úrklippusafnið. -----Um daginn sendi ég ykkur úrklippu og skömmu seinna birtist hún í blaðinu en ekki undir mínu nafni. Ég fékk auðvitað ekki blaðið sent heim, en nú sendi ég ykkur aðra og vonast til þess að fá ykkar blað sent heim, þegar hún birtist. Með þakklæti, L. Svar: Viö höfum þaö fyrir venju, aö senda þeim manni blaöið, sem sendir okkur fyrstu úrklipp- 'Soíia. ÞaÖ er oft, sem tugir af sömu úrklippunni berast og veröur því aö hafa þessa reglu. Fimm mínútur um furðuleg fyrirbæri. Heiðruðu herrar. — Fyrir nokkru keypti ég ykkur ágæta blað. Tók ég þá eftir nýjum þætti í blaðinu. Fjallaði hann um furðuleg fyrirbæri. Veitti ég því athygli, að allar frá- sagnirnar voru erlendar. Mér datt svona í hug, hvort þið vilduð ekki íslenzkar frásagn- ir um þetta efni? L. Svar: ViS tökum á móti sliku efni með þökkum og grei&um 100 krónur fyrir vélritaða síðu. Við viljum ennfremur benda fólki á að senda okkur frá- sagnir af dulrœnum atburðum. Samvizkusamir dyraverðir. ---------Það var hérna unt kvöldið, að ég brá mér á eitt vínveitingahúsið hér í bæ. Ég hef oft farið á slíka staði og fengið mér einn, en aldrei hef ég verið móðgaður eins og á þessum stað. Þegar ég ætlaði inn, var heimtað af mér ald- ursskírteini og hef ég þó full- an rétt til að sækja þessi hús, bæði sökum aldurs og þroska. Ég veit ekki betur en mönn- um, sem orðnir eru 16 ára sé heimill aðgangur að þessum húsum, enda þótt þeir megi ekki víns neyta inni á þessum stöðum. Mér finnst, að þjón- arnir eigi að ganga úr skugga um aldur gests, áður en þeir selja honum vín, en ekki dyravörðurinn. Það eru margir, sem ekki eru orðnir 21 árs og sækja þessi hús með félögum sínum, er eldri eru og það er helvíti hart, ef húsin taka upp á því að meina þessum mönnum aðgang, af því að þau geta ekki selt þeim vín. T. G. Viö erum sama sinnis. FALKINN 7

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.