Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1962, Blaðsíða 8

Fálkinn - 11.07.1962, Blaðsíða 8
- -ysurMm • • BOÐULL ENSKU jBi: KRÚNUNNAR Árið 1930 tók Albert Pierrepoint veitingamaður við starfi sem opinber böðull hins enska réttar, og hefur á þrem síðastliðnum áratugum fært mörg hundruð dauðadæmda glæpa- menn í gálgann. Ef þjóðin fær hinn minnsta pata af því, að hann ætli að hætta starfinu, berast óðara þúsund- ir umsókna um það frá mönnum sem vilja taka við af honum. Mönnum, sem telja sig hafa áhuga fyrir aftökum, og hafa jafnvel tilraunagálga heima hjá sér. Gestgjafinn í ensku knæpunni „Rós- in og krónan“ heitir Albert Pierre- point. Smávaxinn maður og geðslegur á að líta. Hann er mildur og vingjarn- legur í viðmóti, kíminn og skemmti- legur í sinn hóp. Alltaf má búast við að hann segi brandara, og stundum tek- ur hann að syngja, meðan hann hellir öli í glösin og ber gestum sínum. Það er alltaf fjölmennt í „Rósinni og krónunni“, og tiltakanlega margir for- vitnir. Þeir fylgja Alberti með augun- um, hvar sem hann er og hvert sem hann fer, gefa hver öðrum olnbogaskot og hvísla út í annað munnvikið: „Það er hann!“ Svo fer kannski svolítill hrollur um þá. Hann hefur nákvæmlega sama tungu- takið og allir brezkir veitingamenn. En það hefur samt allt annan hl.ióm- grunn og aðra fjarvídd, ef Albert segir setningu eins og þessa: „Ég vil ekki hafa ykkur svona hangandi fyrir fram- an afgreiðsluborðið.“ Því Albert Pierrepoint er „The Hangman“ — Opinber böðull hinnar ensku krúnu. Konan hans heitir Anna og er köll- uð „Blossom“, sem þýðir „blóm“ á ís- lenzku. Fyrir kemur það, að hún er ein við afgreiðslu í veitingastofunni. Þá vita allir, að maður hennar er fjar- verandi við — aukastörf. Ekki þýðir þó að reyna að komast eftir því hjá henni, hvers konar aukastörf sé hér um að ræða. Hún talar aldrei um það — frek- ar en Pierrepoint sjálfur. Fjöldi blaðamanna hefur beitt alls- kyns brellum, til að fá hann til viðtals við sig. Það hefur ævinlega verið árangurslaust. „Látið mig einan um það leyndarmál — það er bezt komið í þagnargildi,“ segir hann. Allt frá upphafi hefur hann stein- þagað um starf sitt sem böðull. Og nú, eftir svo langan starfsferil, er hann þögull sem gröfin um þetta hlutverk. í hæsta lagi kemur það fyrir, ef virkta- vinir hans spyrja hann eftir starfsem- inni, að hann svara.r sem svo: „Þakka þér fyrir — ég þarf ekki að kvarta. Og viðskiptamenn mínir geta það ekki.“ Þannig er kímni hans. Hún kann að hljóma nokkuð nálega í eyrum utan- garðsmanna. En sjálfum finnst honum ekkert nálegt við það, að aðstoða við aftökur. Þetta er bara verk, sem hann er að vinna, handverk, sem hann legg- ur heiður sinn við að leysa af hendi með leikni og öryggi. „Ég lít á starf mitt sem böðull með lotningu, enda er það eins konar erfðagripur," sagði hann við það tækifæri, er hann í fyrsta skipti leysti frá skjóðunni sem slíkur. Var það frammi fyrir stjórnskipaðri nefnd, er hafði með höndum rannsókn á því, hvort halda bæri óbreyttu því aftöku- formi, sem allt til þess tíma hafði við- gengist í Englandi. 8 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.