Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1962, Blaðsíða 9

Fálkinn - 11.07.1962, Blaðsíða 9
Ennfremur sagði hann: „Ég er þriðji ættliður fjölskyldu minnar, er gegnir þjónustu sem böðull. Faðii' minn og frændi voru báðir böðlar á undan mér. Og ég lít á það sem trúnaðarbrot, að tala opinberlega um það.“ Eiginlega dreymdi Albert Pierrepoint um að leggja fyrir sig viðskiptamál, og hóf starfsferil sinn sem kaupmannsfull- trúi. En hann hélt skamma stund eftir þeirri braut. Hann var ekki nema 24 ára gamall, er hann gerðist böðull og nú er hann talinn svo þrautreyndur og viss, að hann er svo að segja eini böð- ullinn, sem hafður er við aftökur í öllu Englandi, þótt fleiri séu á skrá í því starfi. Síðan heimsstyrjöldinni lauk hefur hann verið fenginn til að sjá um af- tökur í ýmsum löndum öðrum. í einni af þessum ferðum framkvæmdi hann seytján aftökur á einum og sama degi. Á tímabili því, sem hann hefur ver- ið opinber böðull, hefur hann tekið nokkur hundruð manna af lífi, auk þess sem hann hefur aðstoðað annan böðul fimmtíu sinnum. Ekki er það þó talið færa honum auðæfi í aðra hönd. Er álit manna að hann fái um það bil 1.600 krónur í hvert sinn, eftir íslenzku gengi og útlagðan kostnað samkvæmt reikningi. Honum ber að mæta ásamt aðstoðar- manni sínum, klukkan 4 síðdegis, í fangelsi því er hinn dauðadæmdi gist- ir, daginn fyrir aftöku hans. Hann þarf aldrei að ferðast þangað á sunnudegi, því að aftökur mega ekki fara fram á mánudögum! (Kannski sá vikudagur sé talinn „til mæðu“ þar líka.) Frá þeirri stundu er þeir stíga inn fyrir þröskuld fangelsisins, mega þeir ekki fara það- an aftur fyrr en að lokinni aftökunni. Þegar eftir þangaðkomu sína, fara þeir inn í herbergi það, sem „aftöku- pallurinn“ er í og hefja undirbúnings- aðgerðir sínar. Herbergi þetta, sem ekki er ýkja stórt, liggur við hlið ,.dauðaklefans“, þar sem viðkomandi fangi eyðir hinstu ævistundum sínum. Fallhlerinn nær yfir mikinn hluta gólf- flatarins, en hann er eins konar vængja- hurð á hjörum, sem haldið er uppi af járnboltum. Kippir böðullinn þeim frá með því að taka í handfang. Uppi yfir fallhleranum hangir reipið, og er því fest í loftið með mjög traustri járnkeðju. Hægt er að stilla keðjuna þannig, að lykkjan á reipinu sé ætíð í höfuðhæð, hvort sem hinn dauða- dæmdi fangi er stór eða smár vexti. Daginn fyrir aftökuna sannprófar böðullinn með aðstoðarmanni sínum, hvort allur útbúnaður fallhlerans sé í fullu lagi. Milli klukkan fimm og sex athuga þeir hinn dæmda rækilega gegnum gægjugat á klefahurðinni og áætla hæð hans, þyngd og líkamsbygg- ingu.Út frá því reikna þeir síðan „fall- eðli“ hans, sem er mismunandi hjá hverjum einstaklingi. Loks binda þeir sandpoka á þyngd við fangann í reipið og fella hlerann niður. Er það gert til þess, að vera viss um, að reipið slitni ekki við fallið, sem er tveggja til þriggja metra hátt. Allt fer þetta fram, meðan fanginn er úti á síðustu göngu sinni í fangelsis- garðinum, svo ekki komi til þess, að hann geti heyrt í neinum tilfæringum inni í klefa sinn. Allt er geit til þess, að koma í veg fyrir aukið taugaálag, bæði hjá hinum dauðadæmda og öðr- um föngum í dýflissunni. Nú er hætt að draga svartan fána að hún á fangelsinu, daginn sem aftaka fer fram, engum klukkum er hringt, og fangar ekki lokaðir inni í klefum sínum meðan athöfnin fer fram, held- ur látnir halda venju sinni. Áður fyrr hlutu fangar þeir, er byggðu næstu klefa við aftökuherberg- ið, að heyra þegar fallhlerinn opnað- ist, sem og hinn dumba dynk, þegar stríkkaði á reipinu. Var þá venja í mörgum fangelsum, að berja með disk- um og krúsum á dyr og veggi, til að það mætti taka yfir hið ömurlega hljóð. Það kallaðist „tveggja mínútna hark- ið“. Nú er allur útbúnaður einangraður svo rækilega, að ekkert hljóð heyrist út fyrir aftökuherbergið sjálft. Klukkan sjö að morgni aftökudagsins fer Pierrepoint með aðstoðarmanni sín- um aftur til áðurnefnds staðar, og lít- ur eftir að allt sé í röð og reglu. Hvað eina er gert svo hægt og hljóðlega sem unnt er, af tillitssemi við fangann, er nú situr í dauðaklefanum, í síðustu samræðu við fangaprestinn. Á fyrirfram ákveðnum tíma gengur svo Pierrepoint inn í klefann, bindur hendur fangans á bak aftur og leiðir hann þegar inn í aftökuherbergið. Jafnsnemma kemur fangalæknirinn og fulltrúar hins opinbera þangað inn, um dyr, sem eru andspænis klefanum. Fanginn er látinn standa þannig á hleranum, að sinn fótur standi á hvorri hurð. Böðullinn dregur hvíta hettu nið- ur yfir höfuð hans og leggur snöruna um hálsinn, meðan aðstoðarmaðurinn bindur fætur hans saman. Að svo búnu gengur Pierrepoint að handfangi því, er hleypir lokum frá hleranum, tekur í það------og fanginn hverfur niður um opið. Það heyrist dimmt sarghljóð um leið og reipið stríkkar snöggt og hart. Eftir þetta gengur læknirinn niður Fyrsta mynd frá liægri: Síðasta máltíð hins dauðadæmda. Önnur mynd frá hægri: Dauðadómi fullnægt og tilkynn- ingin um það hengd á dyr fangelsisins. Jafnan safnast nokkur mannfjöldi fyrir utan meðan aftakan fer fram. Þriðja mynd: Síðasta kvöldið fyrir aftökuna hafa ættingjar leyfi til að heimsækja og kveðja hinn dauðadæmda. Fjórða mynd: Nú heitir krá Pierrepoints „Rósin“, en hér er mynd af kránni sem hann átti í mörg ár og hét „Help the poor struggÞ er“. Framh. á bls. 28.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.