Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1962, Blaðsíða 10

Fálkinn - 11.07.1962, Blaðsíða 10
SIMJOLL SMASAGA EF Til Leon Hennique: — Miðdegisveizlunni, sem de Bertrans markgreifi hélt í tilefni af að dýraveið- arnar voru að hefjast, var um það bil að ljúka. Ellefu veiðimenn, átta xmgar dömur og héraðslæknirinn sátu kringum uppljómað borðið, sem var þakið blóm- um og ávöxtum. Það var farið að tala um ástir, og bráðlega urðu kappræður, þessar eilífu deilur um hvort hægt væri að elska í fullri alvöru, einu sinni eða oftar. Dæmi voru nefnd um fólk, sem ekki hefði elskað nema einu sinni, en dæmi voru líka á reiðum höndum um fólk, sem elskað hafði oft og innilega. Karl- mennirnir voru flestir þeirrar skoðun- ar, að yfirleitt væri líkt háttað um ástríðurnar og suma sjúkdóma, sem sami maðurinn getur fengið oftar en einu sinni, og orðið banvænir, ef þeir verða fyrir einhverri mótstöðu. Þó var þessi skoðun alls ekki tvímælalaus, og kvenfólkið, sem studdist frekar við Ijóðskáldin en eigin athuganir, fullyrti að ástin, hin eina sanna ást, gæti ekki orðið til nema einu sinni, og að þessi ást væri eins og eldingin, þannig, að þegar mannveran hefði orðið fyrir henni einu sinni, væri hún þurrausin, dösuð og útbrunnin á eftir og engin önnur gagntakandi tilfinning, ekki einu sinni draumur, gæti fest rætur í henni á ný. Markgreifinn, sem hafði elskað mikið, barðist með oddi og egg gegn þessari skoðun. — Ég segi yður satt, að maður getur elskað hvað eftir annað og það af öllu hjarta og sál. Þér nefnið fólk, sem hef- ur fyrirfarið sér út af ástamálum, til sönnunar því, að ómögulegt sé að elska í annað sinn. Ég er viss um, að ef þetta fólk hefði ekki flónskazt til að svipta sig lífi og ræna sig þannig öllum mögu- leika á afturbata, hefði það læknazt, og svo hefði það haldið áfram að verða ástfangið aftur og aftur þangað til það hefði dáið eðlilegum dauðdaga. Það er eins með elskendurna og með drykkju- mennina. Sá sem hefur drukkið heldur áfram að drekka, og sá sem hefur elsk- að heldur áfram að elska. Þetta er til- finningamál. Læknirinn var kjörinn dómari: Gamall Parísarlæknir, sem hafði gerzt héraðslæknir í þorpinu. Nú varð hann að segja sína skoðun. En einmitt hann hafði enga ákveðna skoðun. — Þetta er tilfinningamál, eins og markgreifinn sagði. Hvað mig snertir þá veit ég um ástríðu, sem varaði þrot- laust í fimmtíu og fimm ár og endaði ekki fyrr en í dauðanum. Markgreifafrúin klappaði saman höndunum: — Hvað þetta var fallegt. Og hvílíkt yndi að vera elskaður svona. Hvílík hamingja að lifa fimmtíu ár umvafinn óþreytandi algleymisást. Hann hlýtur að hafa verið hamingjusamur og bless- að tilveruna, maðurinn sem varð fyrir þessu. Læknirinn brosti: — Alveg rétt frú, yður skjátlast ekki KONANS

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.