Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1962, Blaðsíða 11

Fálkinn - 11.07.1962, Blaðsíða 11
TIR HIIMIM HEIMSFRÆGA HÖFUIMD, GUY DE IHAUPASSAIMT í því. Þessi elskaða vera var karlmaður. Þér þekkið hann. Það er herra Chou- quet lyfsalinn hérna í þorpinu. Og hana, konuna, þekkið þér líka, það er gamla konan sem fléttar stólseturnar, sem koma árlega hingað í höllina. En nú skal ég skýra þetta nánar. Hrifningin hjá kvenfókinu hafði hjaðnað ískyggilega, og fyrirlitningin sem skein út úr því sagði greinilega: Uss, nei. Eins og ástin væri eingöngu handa fínu og tignu fólki og aðrir mættu láta sér standa á sama um hana. — Fyrir þremur mánuðum var ég sóttur til gömlu konunnar, hún lá bana- leguna. Hún hafði komið daginn áður í kassavagninum, sem hún notaði sem bústað með truntunni sem þið þekkið, fyrir, en tveir svartir hundar eltu, vin- ir hennar og verðir. Presturinn var kom- inn á undan mér. Hún skipaði okkur skiptaráðendur í dánarbúi sínu, og svo sagði hún okkur ævisögu sína, svo að við skyldum skilja betur tilgang henn- ar með erfðaskránni. Eg get ekki hugsað mér neitt ein- kennilegra og átakanlegra. Faðir hennar og móðir fléttuðu stól- setur. Hún átti aldrei varanlegan sama- stað í veröldinni. Þegar hún var lítil var hún á sífelld- um flækingi, alltaf skítug og grálúsug. Það var numið staðar á skurðbakkan- um fyrir utan þorpið, sem komið var í, og hesturinn spenntur frá vagninum, hesturinn fór á beit, hundurinn sofnaði með trýnið fram á lappir sér, stelpu- krakkinn lá og velti sér í grasinu, en foreldrar hennar sátu á vegarbrúninni í skugganum af álmi og gerðu við stól- setur. Það var ekki margt talað á þessu umrenningsheimili. Eftir að talað hafði verið um hver ætti að ganga húsa á milli og hrópa: Stólsetur fléttaðar, — fóru þau að greiða stráið og sátu ým- ist hvort á móti öðru eða hlið við hlið. Þegar barnið hljóp of langt eða fór að gera sig líklegt til þess að leika sér við strákana í þorpinu, heyrðist faðirinn hrópa höstugt: — Hypjaðu þig hingað heim, greppi- trýnið þitt. Þetta voru einu vinarhótin sem hún heyrði. Þegar hún stækkaði var hún gerð út af örkinni til þess að sækja alla bil- uðu stólana. Þá kynntist hún í svip ýmsum strákum. En þá voru það for- eldrar þessara stráka, sem hrópuðu hranalega til krakkanna sinna. — Komdu strax hingað, óþekktar- anginn þinn. Láttu mig ekki sjá, að þú sért að tala við betlistelpuna.. .. Smástrákarnir hentu oft í hana grjóti. Þegar henni voru gefnir nokkrir aur- ar faldi hún þá vandlega. Einu sinni þegar hún kom hérna í byggðarlagið — hún var ellefu ára þá — hitti hún Chouquet litla fyrir hand- an kirkjugarðinn. Hann var að gráta af því að'félagi hans hafði stolið nokkr- um skildingum af honum. Henni varð órótt að sjá þessi tár efna- fólksborgarans litla, eitt af þessum börnum, sem hún í einfeldni sinni hafði haldið að alltaf væru glöð og ánægð. Hún fór til hans og þegar hún fékk að vita um ástæðuna til rauna hans, jós hún í lófana á honum öllum smápen- ingunum sínum, sjö frönkum, og hann tók við þeim eins og ekkert væri og þurrkaði af sér tárin. í ofsagleðinni sem greipa hana gerðist hún svo djörf að kyssa hann. Hann lét það gott heita því að hann var með allan hugann við peningana. Og af því að hann hvorki barði hana eða hrinti henni frá sér. kyssti hún hann aftur. Hún tók um hálsinn á honum og kyssti hann með áfergju. Og svo hljóp hún leiðar sinn- ar. — Hvað var að gerast í þessu vesa- lings höfði? Hafði hún ánetjast þesssum vesalings stráklingi, vegna þess að hún hafði gef- ið honum fyrsta blíðukossinn á ævinni? Dulrún ástarinnar er hin sama hvort sem smáir eða stórir eiga í hlut. Mánuðum saman dreymdi hana um þetta horn bak við kirkjugarðinn og um þennan dreng. Hún stalst frá for- eldrum sínum í þeirri von að fá að sjá hann aftur, hnuplaði skildingi hér og hvar og borgun fyrir stólseturnar eða þá að hún skilaði ekki öllum afgangin- um þegar hún var send til að kaupa eitthvað. f næsta skipti sem hún kom til þorps- ins hafði hún tvo franka í vassanum, en það var rétt svo að hún sá lyfsala- stráknum bregða fyrir. Hann stóð þveg- inn og prúður fyrir innan rúðurnar í búðinpi hans pabba síns milli flösku með rauðu vatni og annarrar sem bendilormur var í. En nú þótti henni enn vænna um hann en áður. Hún var töfruð, hrærð og hrifin af þessari um- gerð úr lituðu vatni og gljáanum á glerinu. Endurminningin um þetta gat ekki máðst út, og þegar hún sá hann aftur árið eftir í skólaportinu að spila klink við félaga sína, vatt hún sér að honum, faðmaði hann og kyssti hann svo ákaft að hann hljóðaði af hræðsslu. Hún gaf honum alla peningana sína til þess að fá hann til að þegja, þrjá franka og tutt- ugu, sannkallaðan fjársjóð, sem hann góndi á með glenntum augum. Hann tók peningana og lét hana kjassa sig eins og hún vildi. í fjögur ár jós hún öllum spariskild- ingunum sínum í hann, og hann stakk þeim í vasann með góðri samvizku og lofaði henni að kyssa sig í staðinn. Framhald á bls. 34. FÁLKINN 11

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.