Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1962, Blaðsíða 12

Fálkinn - 11.07.1962, Blaðsíða 12
Gunnar Gunnarsson hefur þjálfað Isfirðingana, sem leika nú í fyrsta sinn í 1. deild. Að þessu sinni kynnir Fálkinn meistaraflokksliS íþróttabandalags ísafjarðar, sem í sumar leikur í fyrsta skipti í 1. deild íslandsmótsins. Knattspyrna hefur verið iSk- uð um áraraðir á ísafirði og þar starfa tvö knattspyrnufélög: ,,Hörður“ og „Vestri“. Síðastl. sumar sigraði lið ísfirðinga í II. deild íslandsmótsins og hlaut þar með sæti í I. deild. Einna þekktastur af leikmönnum liðsins mun vera Björn Helgason, en hann hef- ur m. a. leikið með íslenzka landsliðinu. Þjálfari liðsins er Gunnar Gunnarsson. Kristján Guðmundsson er 18 ára gamall, neta- gerðarmaður að atvinnu. Hann er markvörð- ur og hóf að leika með meistaraflokki 1961. Einar Þorsteinsson er 26 ára gamall, vélvirki að atvinnu. Leikur stöðu vinstri bakvarðar. Hefur leikið í meistaraflokki síðan 1957. Gunnar Sigurjónsson er 23 ára, skrifstofum. og leikur hægri framvörð. Elvar Ingason er 21 árs að aldri og er málara- nemi. Hann leikur stöðu vinstri útherja. Hef- ur leikið í meistaraflokki síðan 1959. Erling Sigurlaugsson er 26 ára og er bifvéla- virki að atvinnu. Hann leikur stöðu vinstri innherja. Hefur leikið með mfl. síðan 1954. m í W&

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.