Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1962, Blaðsíða 14

Fálkinn - 11.07.1962, Blaðsíða 14
Það var eins og hún fyndi með sér einhvern forboða — heimskulegan for- boða. Annað ekki. En Laura var ekki í rónni. Það var staðreynd, að gráa bif- reiðin skaut henni skelk í bringu. Þau Tom höfðu í svo sem klukkustund ekið eftir þjóðveginum. Hún var farin að venjast rauðum afturljósum bifreið- anna, sem hurfu út í myrkrið. Á hinni akbrautinni þaut endalaus röð af bif- reiðum á móti þeim með ógnarhraða. Allt virtist með felldu. En við Littleton sáu þau gráu bifreið- ina, og Laura fann til þessa óskýranlega ótta. Bifreiðin kom akandi frá smávegi, sem lá að þjóðveginum. Hún fór eina beygjuna á tveimur hjólum og stað- næmdist svo snögglega við vegamótin að þjóðveginum, að hvein í. Það var skelfilegt að sjá til þessa. Tom tók ekki eftir neinu, og Laura reyndi að leyna hræðslu sinni. Stuttu síðar sagði hann: — Við verðum að stanza við næstu benzínstöð. Við erum að verða benzínlaus. Laura kinkaði kolli og hugsaði: Ég verð að hrista af mér þessa hræðslu. Það getur ekkert illt komið fyrir. Tvær bifreiðar fóru framhjá á ofsa- ferð. Tom ók varlega og af miklu ör- yggi. En skyndilega varð hann að hemla snöggt. Bifreið, sem ók með ógnarhraða, svo ótrúlegt virtist, að ökumaður hefði nokkra stjórn á , straukst nærri við bifreið þeirra, þannig að Tom varð að hægja ferðina, til þess að forðast slys. Hjartað tók kipp í brjóstinu á Lauru — þetta var gráa bifreiðin. Hún kreppti hnefana og ríghélt sér í sætið. Tom tuldraði eitthvað um „ökuníðinga“, en sagði svo ekki meira. Stuttu síðar sáu þau grilla í ljómandi benzíngeyma. Laura lokaði augunum. Hvers vegna í ósköpunum var hún alltaf að sjá þessa gráu bifreið, og hvers vegna varð hún alltaf svona hrædd, þegar hún sá hana? Hún stóð nú við benzín- geyminn. Þegar Tom ætlaði að beygja inn á stöðina, kom hún við handlegg- inn á honum og ætlaði að biðja hann að aka áfram. En þetta var hjákátlegt. í fyrsta lagi höfðu þau svo til ekkert benzín, og í öðru lagi var engin ástæða til að óttast neitt. En hún var hrædd og þau urðu að nema staðar. Tom ók að benzíngeyminum, rétt aftan við gráu bifreiðina. Hann kinkaði kolli í áttina að veitingaskálanum. — Viltu ekki fá þér kaffisopa eða eitthvað annað? Hún hristi höfuðið og reyndi að brosa... 14 FÁLKINN Búið var að fylla geyminn á gráu bifreiðinni. Ökumaðurinn borgaði og settist upp í. Hann varð að aka aftur á bak smá spotta, til þess að ná nægilegri beygju með framhjólunum. Hann gerði það með óþolinmóðum rykk, sem minnti á stökk. Svo heyrðist brak og brothljóð. Gráa bifreiðin hafði rekizt á bifreið Tom og Lauru. Hjartað í Lauru tók kipp. Hún fann til lamandi hræðslu. En dældaður högg- deyfari getur ekki verið tilefni til skelf- ingar — í mesta lagi gremju. Gráa bifreiðin ók ögn áfram. Ökumað- urinn leit út, til þess að líta á tjónið. Þrír menn voru í bifreiðinni auk hans. Enginn þeirra sagði neitt, en augu þeirra skelfdu Lauru enn meira. Tom steig út og leit á dældaðan höggdeyfarann. — Þetta er ekkert al- varlegt, sagði hann. — Kostar í mesta lagi nokkra dollara að gera við þetta. Hann tók fram vasabók og skrifaði upp númerið á gráu bifreiðinni, reif blað úr henni og skrifaði eigið bifreiðarnúmer, nafn og heimilisfang og rétti það öku- manni gráu bifreiðarinnar. — Þér getið fengið tryggingafyrirtæki yðar þetta, sagði hann. — Mætti ég biðja um nafn og heimilisfang yðar? Þetta fór fram, eins og alltaf, þegar slíkt kemur fyrir. Það var engin ástæða til að óttast neitt. Ókunni maðurinn gaf upp nafn og heimilisfang, með hljóm- lausri röddu. Tom skrifaði það undir númer bifreiðarinnar í vasabók sína og stakk síðan bókinni aftur í hanzkahólf- ið. Mennirnir þrír í gráu bifreiðinni horfðu á, án þess að breyta um svip. Síðan ók gráa bifreiðin burt frá benzíngeyminum upp að veitingaskál- anum. Þetta var skrýtið, hugsaði Laura. Flestir átu fyrst og fengu sér síðan benzín. Tom borgaði benzínið, sem hann hafði fengið. Síðan ók hann aftur út á þjóð- veginn. — Þeir voru eitthvað einkennilegir,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.