Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1962, Blaðsíða 15

Fálkinn - 11.07.1962, Blaðsíða 15
smásaga eftir w. jenkins ■ þessir menn í bílnum, sagði Laura stuttu síðar. — Þeir sátu bara og störðu, og sá, sem keyrði, lét þig um þetta allt. Hann skrifaði ekki einu sinni sjálfur t nafn sitt og heimilisfang handa þér. Tom umlaði og horfði athugull fram fyrir sig. Langferðabifreið var á hæl- unum á þeim og vildi komast fram úr. Andartaki síðar ók hún fram úr þeim með miklum gný, og önnur bifreið með mjög sterk ljós birtist fyrir aftan þau. Hávaðinn var gífurlegur, en í því heyrð- ist eitthvað smella undir bifreiðinni. Tom ók ótrauður áfram. — Hvað var þetta? spurði Laura skelfd. — Steinn eða eitthvað frá veginum, sagði Tom. Hún sá í speglinum, að önnur bifreið ók fram úr bifreiðinni með sterku ljósin. Langferðabifreiðin var horfin. Umferðin virtist eitthvað minni. — Þá er komið að fréttunum, sagði Tom. Hönd Lauru skalf, þegar hún skrúf- aði frá útvarpinu. Hún vissi innra með sér, að á öllu illu var von. Hún heyrði þulinn segja: — Rannsóknarlögreglan tilkynnir, að aðalvitnið í Kinnick-mútu- málinu, Denny Holtz, hafi fundist dauð- ur í flakinu af bifreið sinni. Meira er ekki vitað. Nánar verður sagt frá þessu síðar —. Laura hafði lesið um Kinnick-málið, en hún mundi aðeins óljóst eftir því. Hún gat ekki hugsað um annað en kvíð- ann, sem enn bjó með henni. — Tom, sagði hún, — ég hef það einhvern veg- inn á tilfinningunni, að eitthvað hræði- legt eigi eftir að koma fyrir. — Vitleysa, sagði Tom. — Þú ert þreytt og þess vegna óróleg. Þetta hverf- ur þegar þú færð þinn svefn. Svona fór Tom að því að hughreysta hana. Vélin hikstaði nokkrum sinnum en síðan ekki meira. — Hvað var þetta? stundi Laura. Tom hnyklaði brýnnar. — Ég veit það ekki, sagði hann. — Þetta var eins og einhver stífla, sagði hún. Tom hlustaði á jafnan gang bifreiðar- innar og sagði: — Nei, það er ekkert að. f sama bili hikstaði vélin nokkrum sinnum, og bifreiðin rykktist áfram, þar til vélin stanzaði. — Hver fjandinn — Aftan við þau var þeytt flauta í djöfulmóð, síðan ók bifreið fram úr þeim. Ökumaðurinn hrópaði einhver ókvæðisorð til þeirra. Síðan hvarf sú bifreið út í buskann. Aftur og aftur heyrðust hvell hljóð- merki og bifreiðarnar þutu fram hjá með ofsahraða. Tom reyndi að ræsa bifreiðina. Ekkert gerðist. Hann reyndi aftur og aftur. Einu sinni var engu líkara en bifreiðin kæmist í gang, en um leið þagnaði vélin. Tom tókst þó með herkjum að komast út á vegar- brúnina. Hann benti á benzínmælinn. Vísirinn stóð á núlli. — Ekkert benzín, • sagði hann. — En við vorum að fylla geyminn. — Smellurinn rétt áðan hlýtur að hafa verið frá einhverju skörpu, sem rifið hefur benzíngeyminn. Þú sérð, að geymirinn tæmdist ekki á svipstundu. Þetta er ekkert alvarlegt, þótt við sitj- um hérna föst. Ég verð að fara að næstu benzínstöð og ná í kranabíl. — Ég fer með þér, sagði Laura. Hræðslan gagntók hana, og hún fann til lamandi tilfinningar. — Það tefur bara fyrir, sagði Tom. — Ég verð að ganga eftir grasröndinni meðfram veginum, og þú kemst seint áfram þar á hælaháum skóm. Það er að minnsta kosti sex til átta kílómetrar til næstu stöðvar. En þú þarft ekkert að óttast — það er sífelld umferð um veginn. — Gætum við ekki — gætum við ekki fengið far með einhverjum? spurði Laura í hálfum hljóðum. En hún vissi sjálf, að þetta var bara óskhyggja. bif- reiðarnar stönzuðu aldrei á þessum stóru þjóðvegum. Það dytti engum það í hug, umferðin var svo gífurleg. Tom svaraði þessu sama til. — Það myndi enginn taka eftir þér, sagði hann góðlátlega. — Það væri þá helzt, ef umferðalögreglan kæmi og spyrði, hvort þú þarfnaðist ekki hjálpar. Hann klapp- aði á hönd hennar. — Ég skal flýta mér eins og ég get. Hún sá hann standa og bíða eftir að komast yfir veginn. Síðan flýtti hann sér yfir á graseyna milli akbrautanna. Hún sá af göngulagi hans, að það var allt annað en þægilegt að ganga þarna. Og hún hefði aldrei komizt áfram á háum hælum. í Ijósunum frá bifreið- unum sá hún, að veginum hallaði lítils- háttar niður á við. Tom hefði getað sparað sér spöl með því að láta bifreið- ina renna. Hún hafði aldrei verið eins ein og yfirgefin á ævinni. Skammt frá henni þutu bifreiðarnar fram hjá, en hún vissi, að enginn myndi skeyta um að líta bif- reið, sem staðnæmzt hafði úti í vegar- brúninni með biðljósin kveikt. Hún hafði sjálf aldrei gert það, og ekki voru aðrir að hafa fyrir því. Tom hafði lækkað í útvarpinu. Nú var gripið inn í daufa tónlistina, og rödd sagði: — Við gerum hlé á dag- skránni, til þess að bera út sérstaka tilkynningu. Lögreglan hefur rannsakað bílflakið, sem Denny Holtz fannst látinn í, fjórum kílómetrum sunnan við Little- ton. Holtz hefur verið myrtur. Hann hefur verið drepinn með byssuskoti, lík- lega úr bifreið, sem ók fram hjá. Bif- reið Holtz hefur ekið áfram, þar til hún skall á trjábol. Þar sem enginn virðist hafa séð morðið framið, sér lögreglan sér ekki fært að senda út neina lýsingu, hvorki á morðingjunum né bifreið þeirra, en ýmislegt það, sem Holtz hafði þegar gefið upp varðandi Kinnick-málið bendir til þess að — Laura slökkti á útvarpinu. Henni var sama um Kinnick-málið. Þetta var okki annað en glæpamál, sem maður las um Framh. á bls. 30. FALKINN 15

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.