Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1962, Blaðsíða 16

Fálkinn - 11.07.1962, Blaðsíða 16
ATTRÆÐ DB KÖLLUfl HRÚI HÚTTUR OG TARZAIV MtTÍMANS DAG OG NÓTT blaktir þríliti fáninn yfir borg heiðurs- fylkingarinnar í París, þar sem upplýsingar um alla þá, sem orðið hafa þess mikla heiðurs aðnjótandi að hljóta inngöngu í þetta helga musteri, eru varðveittar í skrautlegum möppum. í einni hillunni er mappa, sem ber svohljóðandi utaná- skrift: ,,Marie Felice Elisabet Marvingt, útnefnd félagi í heiðursfylkingunni 24. janúar 1935; riddari af fyrstu gráðu heiðursfylkingarinnar 7. desember 1949.“ Þessa möppu vildi ég ná í hvað sem það kostaði til þess að komast að raun um, hvort allt hið ótrúlega sem sagt var um Marie Marvingt, væri sannleikanum samkvæmt. En í há- barg heiðursfylkingarinnar eru það einvörðungu ráðherrar, sendiherrar og sérlegir fulltrúar sem fá nauðsynlegar upp- lýsingar. Þegar ég stóð dag nokkurn í forsalnum og bar upp erindi mitt, var mér sagt þetta og jafnframt gefið í skyn að bezt væri fyrir mig að hypja mig út hið snarasta. En til allrar hamingju hefur skaparinn gætt mig þeim dýrmæta eigin- leika að geta talað. Ég gerðist svo djörf að grípa til þessa beitta vopns míns og byrjaði að tala hárri raustu á blendingi af frönsku og dönsku um baráttu Finna við Rússa, blóðhefnd Korsíkubúa, hinar ævagömlu erfðavenjur Kínverja, þjáning- ar Norðmanna á stríðsárunum og svo framvegis. Á þennan hátt tókst mér að vekja athygli þriggja roskinna starfsmanna. Þeir tóku að leggja við hlustirnar, fyrst undr- andi, en síðan fullir eftirtektar og áhuga. Loks sagði einn þeirra: — Fáið yður sæti, frú mín góð. Þér eruð spönsk, er það ekki? (Þannig hlýtur hrognamálið mitt að hafa hljómað og auk þess er ég dökkhærð). — Nafnspjaldið yðar, frú? Nú, ég hef víst þegar fengið það! Andartaki síðar kom starfsmaðurinn aftur með möppu, þar sem ég gat fengið allar þær upplýsingar, sem ég óskaði mér. Síðar töluðum við saman eins og æskuvinir og loks þrýsti hann báðar hendur mínar innilega. Hann er sennilega enn þá að leita að nafnspjaldinu mínu, því að ég lét hann aldrei hafa það. En snúum okkur aftur að Marie Marvingt: Mappa heiðurs- fylkingarinnar sýndi svart á hvítu, að líf þessarar einstæðu konu var miklu ævintýralegra og stórkostlegra en sagt var. Þegar sundkappinn Monsieur Marvingt gaf veikburða dótt- ur sinni nafnið Felice fyrir rúmum áttatíu árum, grunaði hann ekki, hversu vel það mundi eiga við hana. Þetta nafn þýðir: „Gæfa á ævintýralegan, næstum yfirnáttúrlegan hátt.“ Strax og dóttirin var farin að ganga, tók faðirinn hana með sér ekki aðeins á tennisleiki og golfmót, heldur einnig á knattspyrnu, jiu-jitsu, box og glímu. Sennilega er þetta ástæðan til þess að Marie litla fékk fljótt sterka þrá eftir öllu sem var spennandi og hættulegt og krefst sjálfsstjórnar, þrautseigju, krafta og kjarks. 16 FÁLKINN Þetta var einnig orsök þess, að þegar hún var tíu ára gömul vakti hún á sér mikla athygli fyrir að þekkja öll íþróttalög og reglur — jafnvel í boxi og glímu. Og litlu síðar vakti hún geysilega athygli á sér fyrir að sýna skylm- ingar, línudans og alls konar kúnstir á hestbaki. Árið 1905 gekk hún á Trelaporte, einn hæsta fjallstind í Mont Blanc, — klædd karlmannsskyrtu og karlmannshatt. Árið eftir sló hún hraðamet ameríska sundmeistarans Annette Kellerman, á Signu-fljóti, og tveimur árum síðar fékk hún fyrstu verðlaun í sundi í Toulouse. í millitíðinni fékk hún hvorki meira né minna en 20 fyrstu verðlaun fyrir afrek í skíðakeppni, skautakeppni og keppni í hinum lífs- hættulegu sleðaferðum. Þegar hún árið 1909 vildi fara yfir Ermasundið valdi hún sér að farartæki loftbelg. Þegar hún var skammt undan ákvörðunarstaðnum fór allt gasið úr loftbelgnum. En Marie lét það ekki aldeilis á sig fá. Hún lagðist til sunds og synti eins og selur síðustu kílómetrana gegnum löðrandi brimið og að strönd Englands. Fyrir þetta afrek varð hún heimsfræg. Eftir hina hættulegu ferð í loftbelgnum fékk hún mikinn áhuga á flugi. Hún gerðist flugmaður og á næstu árum, sem voru æskuár flugsins, ef svo má að orði komast, var hún í loftinu hvenær sem færi gafst. Einnig á þessu sviði sýndi hún frábæran dugnað og dirfsku, sem allir karlmenn máttu öfunda hana af. Marie Marvingt var nú orðin eina konan í heiminum, sem gat fært sönnur á það, að hún hefði keppt í öllum íþrótta- greinum, sem keppt var í á þessum árum. Fyrir þetta var hún gerð að heiðursfélaga í íþróttaakademíunni frönsku. Heimsstyrjöldin fyrri brauzt út og Marie Marvingt var strax reiðubúin til þess að beita hæfileikum sínum í þjónustu mannúðarinnar og föðurlandsins. Hún hafði áður lært læknisfræði og gerðist nú þegar hjúkrunarkona og gekk fram fyrir skjöldu til þess að hjúkra hinum særðu. En það leið ekki á löngu þar til hún klæddist karlmannseinkennisbúningi og hóf að drýgja hetjudáðir. Hún skipulagði eins konar „fljúgandi sjúkrahús“, — flug- vélar, sem höfðu innanborðs lækna og öll nauðsynleg lækn- ingatæki og gátu þannig veitt hinum særðu fljóta og góða hjálp. Sjálf stjórnaði hún einni slíkri sprengiflugvél, sem breytt hafði verið í sjúkraflugvél. Hún var óþreytandi við að líkna hinum sjúku, jafnt hermönnum sem borgurum, á frönsku vígvöllunum. Hún flaug flugvél sinni einnig til Ítalíu. Þar kom skíðakunnátta hennar að góðum notum, þegar hún þurfti að ná til landsmanna sinna í fjöllunum. Þegar stríðinu lauk var Marie Marvingt orðin 43 ára, en lífskraftar hennar og ævintýralöngun var þó meiri en nokkru sinni fyrr. Hún hefur síðan tekið þátt í hverjum leiðangrinum öðrum erfiðari. Hún var þannig fyrsta konan í Evrópu sem sté fæti í hina alsírsku bæi, Salah 1923 og Tindouf 1935.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.