Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1962, Blaðsíða 17

Fálkinn - 11.07.1962, Blaðsíða 17
Hún hefur í ýmsum hlutum veraldarinnar aðstoðað fimm hershöfðingja, meðal annars sem einkaritari og bílstjóri. í Marokko kenndi hún flug. Seinna útbjó hún flugvél, sem var búin skíðum í stað hjóla og gat þess vegna lent á snjó, is eða sandi. Hún hefur samanlagt ferðast umhverfis jörðina oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. I Ameríku ferðaðist hún á tveimur árum 130.000 kílómetra ■— eða um það bil 200 kílómetra á dag — og skipti stöðugt um farartæki. Það er næsta ótrúlegt, að kona skuli hafa getað gert allt þetta á stuttri mannsævi. Og ekki verður undrunin minni, þegar það kemur í ljós, að þrátt fyrir allar þær framkvæmdir og hetjudáðir, sem getið hefur verið stuttlega hér að framan, hefur Marie Marvingt unnizt tími til að þroska og mennta sjálfa sig stöðugt. Hún hefur lagt stund á eftirfarandi náms- greinar: læknisfræði, sálfræði, stjörnufræði, leiklist, ballett, höggmyndalist, málaralist ásamt matreiðslu, rithandarfræði og lófalestri. Auk þess talar hún fjögur tungumál og espe- rantó að auki, hefur skrifað ótalmargar greinar og ritgerðir um flug og síðast en ekki sízt verðlaunasmásögur og Ijóð. Nú er Marie Marvingt orðin rúmlega áttræð, en samt er hún enn þá ung í anda og full af ævintýraþrá. Rithönd henn- ar er enn örugg og þráðbein, og enda þótt hún -—- ekki sízt eftir að hafa gefið út hinar vinsælu bækur sínar --- hefði með góðu móti ráð á að eiga lúxusbifreið, ekur hún enn þá á reiðhjólinu sínu, þegar hún þarf að bregða sér eitthvað frá gistihúsinu þar sem hún býr. Hún varð fyrir barðinu á hinni hættulegu umferð Parísarborgar eitt sinn og var þá ætlun manna, að hún mundi láta hjólhestinn liggja óhreyfðan um skeið. En slíkt lét Marie Marvingt ekki henda sig. Jafnskjótt sem hún var alheil orðin var það hennar fyrsta verk að stíga á hjólhestinn sinn! Á lúxushótelinu hefur hún komið sér vel fyrir og hefur í hyggju að dveljast þar, þar til hún yfirgefur þennan heim og verður grafin á kostnað ríkisins — eins og allir aðrir riddarar af heiðursfylkingunni. Það er gistihúsinu að sjálfsögðu hinn mesti heiður, að þessi heimsfræga kona skuli vilja eyða síðustu dögum ævi sinnar undir þess þaki. En Marie Marvingt er engan veginn auðveld- ur gestur. Hún fer allt í einu í ferðalög án þess að láta nokkurn vita af, og kemur aftur án þess að gera boð á undan sér. Stundum á hún það til að taka sjálf til höndunum og' fleygja á dyr óæskilegum gestum niður teppalagðar tröppur gistihússins. Og stundum á hún það til að bregða sér í líki 10 ára gamals prakkara og taka að erta og spila með dyra- vörðinn eða einhvern annan starfsmann. Þessu hefur gamla konan mikla ánægju af. Eftir þær upplýsingar sem skráðar voru um Marie Marvingt í möppunni í háborg heiðursfylkingarinnar frönsku og öðrum heimildum, fer ekki á milli mála að hér er á ferðinni ótrúlegur persónuleiki. Menn hljóta að spyrja sjálfan sig eftir þessa stuttu lýsingu á Marie Marvingt, hvernig ein manneskja geti í rauninni komið öllu þessu í verk og hvernig hún geti öðlast slíka reynslu og þekkingu. Það má láta sér detta ýmislegt í hug í þessu sambandi. Faðir hennar átti sér til dæmis þá ósk heitasta að eignast son, og þess vegna kenndi hann einkadóttur sinni íþróttir, sem yfirleitt eru karlmönnum einum ætlaðar. Og Marie Marvingt hefur aldrei gifzt, aldrei haft um mann og börn að hugsa. Þetta hefur gert það að verkum, að hún hefur fundið hjá sér þörf til þess að gefa lífi sínu fyllingu á annan hátt en konur gera yfirleitt. Og síðast en ekki sízt hefur henni auðnast að lifa svo ævintýralegu og viðburðaríku lífi, af því að hún hefur alla tíð verið óvenjulega hraust bæði andlega og líkamlega. Þegar í barnæsku gerði hún þetta að einkunnarorðum sínum: — Ég get gert, það sem ég vil! Með lífi sínu hefur hún fært sönnur á réttmæti þessarar setningar. Þess vegna er hún í lifanda lífi orðin að þjóðsagna- persónu. Þess vegna hefur hún verið nefnd Hrói Höttur eða Tarzan nútímans — í gervi konu. Grete Gravsen. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.