Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1962, Blaðsíða 18

Fálkinn - 11.07.1962, Blaðsíða 18
FRÁ SKURÐAR PALLI r I suÐUPon Texti: SVERRIB TÓMASSON Myndir; JÓHANN VILBERG Úfinn er særinn í Hvalfirði. Það er rok og sælöðrið þeytist hátt í loft upp. Úti fyrir hvalstöðinni lóna tveir hvalbátar. Þeir velta dálítið 1 ölduganginum. Bárurnar skella á bryggjustólpunum. Þyrill er þungbúinn, þykkir skýjaflók- ar eru umhverfis fjallið. Ókennileg lykt berst að vitum manns. Peninga- lykt er hún stundum kölluð. Á skurð- arpallinum við hvalstöðina er vei’ið að skera hval. Og annar bíður eftir því að vera skorinn, sá er á floti í sjónum rétt neðan við skurðarpallinn. Fugla- ger hefur safnast í kringum skrokk- inn. Hvalveiðar hafa löngum verið stund- aðar á íslandi, enda hefur hafið í kringum landið verið vel auðugt af hvölum. Fornar sagnir herma víða frá hvölum og hvalreka. Hvalreki var alltaf talinn til hinna mestu hlunn- inda, eins og sjá má í kirkjumáldögum og jarðasölubréfum. Veiðitæki við hval- veiðar voru lengi framan af mjög frumstæð. Fáir voru þeir íslendingar, sem fengust við hvalveiðar fyrrum og einkum voru þær stundaðar í einum landshluta, að því er bezt verður séð. Var það einkum á Vestfjörðum, Arnar- firði og ísafjarðardúpi. í Grágás, hinni fornu lögbók, er minnzt á hvalskyta og eru það menn sem fást við að skjóta hval. Hvalveiðimenn höfðu jafnan þá reglu, að merkja sína skutla og létu þeir þá þinglýsa merkjunum. Aðferðin, sem höfð var við að veiða hvalina, var kölluð að skutla eða járna hvalinn og var það gert af litlum bátum. Arn- firzkir sjómenn stunduðu þessar veiðar lengst allra, eða allt til þess að hvalur hætti að ganga 1 Arnarfjörð. Hvalganga var hér mikil fyrir og rétt eftir aldamótin síðustu. Allir firðir voru fullir af hval. Sú þjóð, er löngum hefur dregið lífsviðurværi sitt úr sjó, átti samt langt í land til þess að geta hag- nýtt sér þessa auðlind. Norðmenn höfðu nær þurrausið hana, áður en landinn rankaði við sér. Norðmenn reistu hval- veiðistöðvar á Vesturlandi og hófu hvalveiðar í stórum stíl hér við land. Nafnkunnastur þeirra Norðmanna, er hér stunduðu hvalveiðar, var Hans Ellefsen. Hann reisti hvalveiðastöð að Sólbakka við Önundarfjörð og síðar við Asknes á Mjóafirði eystra. Ellefsen mun hafa rekið stærstan útveg af þeim norsku hvalveiðimönnum, er hér veiddu. Hann hafði jafnan stóran hóp íslendinga í vinnu á hverju sumri, oft- ast milli 40—50 manns. Má því segja, að enda þótt Norðmenn hirtu hagnaðinn af hvalveiðunum hér við land um þær mundir, hafi veiðarnar á vissan hátt verið hvalreki á fjörur landans. Þær sköpuðu atvinnu og munu margir á lífi, sem stunduðu hvalskurð hjá Ellefsen og eiga ágætar minningar þaðan. Ellef- sen þessi var á margan hátt mannkosta- maður og spunnust margar sögur af at- höfnum hans. Hann var yfirleitt vel- viljaður í garð íslendinga og þótti mörgum gott að vinna undir hans stjórn, enda þótt vinnuharður væri. Lífið á þessum hvalveiðistöðvum Norðmanna hér við land er þáttur í sögu atvinnuveganna og verður ekki farið nánar út í þá sálma. Aftur á móti er það næsta áreiðanlegt, að Islending- ar hafa lært hvalveiðar og alla verkun við hvalinn af Norðmönnum. Hvalveiðivertíðin stendur yfir í fjóra mánuði. Gerðir eru út nokkrir bátar með 14-17 manna áhöfn. Veiðarnar eru mjög háðar veðráttu, til dæmis má hvorki vera of lygnt eða of hvasst til að hvalblásturinn sjáist. Hvalbátarnir sigla með feng sinn til hvalstöðvarinn- ar í Hvalfirði og má ekki líða lengri tími en 36—40 klukkustundir frá því að hvalurinn var skotinn til þess að hægt sé að vinna hann. Stöðin hefur stöðugt talsamband við bátana frá kl. 7 að morgni til kl. 11 að kveldi, svo að fljótt berast fréttir af afla ef einhver er. Veiðisvæði bátanna er skipt niður í reiti, sem merktir eru inn á sjókort, 18 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.