Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1962, Blaðsíða 20

Fálkinn - 11.07.1962, Blaðsíða 20
FRÁ SKURÐAR PALLI I SUÐUPOTT ekki alltaf ólykt af dauSum hval. Hér við land veiðist nær eingöngu stórt karlhveli, Er það almælt, að hann leiti norður í höf til þess að losa sig við snigla, er herjað hafa á skrokk hans í suðrænum höfum. Ströng ákvæði um stærð hvala, sem veiða má, eru sett í lögum. Er sú stærð mismunandi eftir hvalategundum. " Móðurhvali er stranglega bannað að skutla. Tunnumaður þarf að vera vel á verði, ef komið er í skotfæri við hval. Þarf hann að benda skyttunni nákvæmlega á þann stað, sem hvalurinn kemur úr kafi. Skotfærið má varla vera meira en 36 faðmar og nægi einn skutull ekki til þess að drepa hvalinn, þarf að skjóta öðrum. Þegar hvalurinn er loks dauður, er hann dreginn að skipshliðinni, dælt í hann lofti og rotvarnarefni. Síðan er siglt til stöðvarinnar, ef aflinn þykir orðinn nógur. Látum þetta nægja um veiðarnar sjálfar. Á sumrum gæða menn sér oft á hvalkjöti í Reykjavík og mörgum þykir það ekki verra á bragðið en nautakjöt. En furðulegt er, hve menn eru fáfróðir um þessa skepnu. Ein- hverju sinni er mælt að kona hafi kom- ið inn í fiskbúð, þar sem hvalkjöt var selt. Hún bað um svolítinn bita fyrir sig, og lauk svo máli sínu á þessa leið: •—• Gætuð þér ekki látið hausinn fylgja handa kettinum. Öðru sinni kom kona í kjötbúð í Reykjavík. Hún var kona digur og dig- urmælt, en nokkuð vitgrönn. Gárung- | arnir stríddu henni, er þeir sáu hana á götu, og kölluðu hana Læra-Gunnu. Auknefni sitt hafði hún fengið með- fram af því, að hún hafði beðið um góðar lærasneiðar af hvalkjöti í kjöt- búðinni og svo af hinu, að heldur þótti hún hugsa, þá er hún hugsaði, um hold- ið fremur en andann. Þegar hvalbátur kemur með hval, er hann dreginn að skurðpallinum og upp á hann, sé rúm fyrir hann. Þar er síðan flett af honum rengi og spiki og kjötið skorið. Það var margt manna við vinnu á skurðarpallinum í Hvalfirði. Þar er unnið: Flensað, skorið, sagað og soðið allan sólarhringinn. Verkstjórinn tek- ur á móti okkur. Hann heitir Magnús

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.